Ég er að reyna að slá út Aldísi....
Ég var að muna eftir svolitlu.....fyndnu.
Í gær staldraði við hjá okkur ónefndur Hvergerðingur. Sá sagði farir sínar ekki sléttar. Sá hörmulegi atburður átti sér stað á heimili hennar að þegar heimasætan ætlaði að kyssa hamsturin sinn góða nótt á laugardagskvöldið -að þá hann var algjörlega hreyfingarlaus.(sjáið fyrir ykkur 8 ára barnið segja "Mamma, hann hreyfir sig ekkert"!) Hann hafði þá verið í fullu fjöru stundu áður í búrinu sínu sem var á rúmi stúlkunnar. Þegar hún og vinkona hennar fóru að hoppa aðeins í rúminu... sem hefur ekki verið í frásögur færandi nema að litli Leónard (sko hamsturinn) virðist hafa skrikað fótur í hoppunum og hálsbrotnað.... Skelfilegt ekki satt?!
Nema hvað að húsmóðirinn vakti alla nóttina við að reyna að dæla næringu ofaní og halda lífi í hamstrinum litla sem nú var orðinn algjörlega lamaður fyrir utan andardráttinn. Hann lést svo um morguninn.
Mér datt þessi saga nú bara í hug þar sem í umræðunni hefur verið dómur yfir manni sem kastaði smáhundi í vegg eða e-ð álíka. Við Bubbi vorum að spá hvort þetta væri ekki svipað.........................
:)
mánudagur, maí 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jeminn. Frekar klúðurslegt.
Ætli barnið verði dregið á fund sýslumanns?
er að hugsa um að tilkynna þetta >:)
Skrifa ummæli