fimmtudagur, maí 04, 2006

Komin heim:)

Þá er ég komin aftur heim. Þetta var alveg dásamleg vika. Afslöppun, verslun og át. Fyrst og fremst var þessi ferð hugsuð sem afslöppun og það tókst alveg:) Þvínæst hafði ég hugsað mér að versla svolítið og takmarkið var að finna allavega smekkbuxur á Ólöfu Jónu. Fann loksins smekkara í HM ásamt ýmsu fleiru. Reyndar í stráka-deildinni en mér fannst þær flottari en þessar í stelpudeildinni sem voru skreyttar ýmsu prjáli.
Anna og Hörður buðu mér í mat og það var besti matur sem ég fékk í þeirri Danmerkurdvölinni.
Helle átti svo afmæli á þriðjudaginn og við fórum í Ikea og hún verslaði sér kommóðu sem við eyddum svo kvöldinu í að "samle op" eða safna henni upp, eins og það útleggst á dönsku. Helle á þennan líka fína hund, amerískan Rottweiler sem heitir Luffe (tík). Hún var afskaplega hrifin af lopapeysunni minni og visssi fátt betra en að skerpa hvassar tennurnar á henni. Á næturnar skreið hún upp í til mín og hitaði upp sængina eða stal drasli frá mér til að naga. Við urðum allavega perluvinkonur:)
Kom svo bara heim í gær og beint í bankann til að fá lán fyrir afsalinu sem verður svo haldið í dag.
En nú er vinnudagurinn barasta búin og ég þarf að drífa mig út þar sem Bubbi er örugglega að bíða svo við getum brunað beint á fasteignasöluna

1 ummæli:

Aldís sagði...

Velomin heim.