Ég vil hér með hvetja alla þá sem leggja leið sína inn á bloggsíðuna mína að kvitta eitthvað smávegis þrugl í kommentin... (það er nú vanalega það eina sem ég fæ frá ættingjum mínum...nei djók- ekki hætta að kommenta-plís) En ég trúi því ekki að það séu bara ættingjar sem skoði þetta.
Það gæti huxast að sökin liggi mín megin- því ég blogga ekki nógu reglulega...en það er af og frá! En niðurstaðan er nú sú að: -Mér finnst bara svo óendanlega gaman að fá kveðjur:D
Sérstaklega vil ég fá kveðjur frá þeim sem ég veit að eru að skoða en hafa aldrei kommentað. Já ég get verið ansi frek stundum;) Það er nefnilega þannig að fleiri en skyldmenni mega alveg líka láta heyra í sér- já verið ekki feimin.
Þið vitið hver þið eruð...og það sem verra er- ÉG VEIT HVER ÞIÐ ERUÐ....MMúúúhahahaha!
Nei nei bara grín:)
Einnig vil ég spyrja ykkur að svolitlu- og svarið þið nú (en hvað ég er sniðug)
Hvert er álit ykkar á Sudoku, og ef þið eruð að dútla við þær: hve miklum tíma á dag/viku eyðið þið í fyrirbærið?
Og góða Eurovision helgi.
Hér verður partí um kvöldið fyrir alla þá sem hafa áhuga..
Eina skilyrðið er að við Bubbi séum eitthvað kunnug gestunum..:)
föstudagur, maí 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
1. Ha, þrugla ég bara?
2. Já, Sudoku er mitt nýjasta líf og yndi. Eyði samt ekki nema ca 2 tímum í þetta á viku.
3. Ég kem ekki í Júróvísjön partý til þín þar sem ég var að lesa þetta blogg þitt núna (1 degi og seint) og er einnig norðan heiða.
En takk fyrir að bjóða mér..
hæhæ
ákvað að kommenta á þetta fyrst þú biður um það. fer nú stundum innná þessa síðu.
bæbæ
harpa sævarsdóttir
hahah það eru bara ættingjar að skoða þessa síðu.
Ég ætti samt ekki að hlæja, held það séu aðallega ættingjar sem lesa hjá mér líka...
Annars er ég sannfærð um að þruglið mitt sé skemmtilegt!
og sudoku fíknin mín er í lægð í augnablikinu, er samt búin með tvær bækur og fullt fullt í blöðum
Hvaða hvaða, voðalega eruð þið hörundsár elskurnar mínar. Auðvitað þruglið þið ekkert.
Hæ Harpa. Hvernig gengur aksturinn? Örugglega mjög vel:)
Í sambandi við þetta Sudoku. Ég keypti alveg svakalega sniðugt fjölnota Sudoku-spjald úti í DK um daginn og það er svo geypilega sneddí að ég hef aldrei nennt að eiga við alla litlu númeruðu kubba, auk þess er þetta illa hannaður hlutur...
bottom line: blöð og sudoku.is er best.
Í sambandi við notkun: Hef þrautir á víð og dreif í húsinu- mislangt á veg komnar og gríp svo í eina og eina...
voðalega kósý;)
Jiiii... er til sudoku.is?? Þetta eru upplýsingar sem eiga eftir að eyðileggja skipulag sumarsins.
Skrifa ummæli