...En lille bid af himlen...þetta gæti alveg verið lýsing á húsinu okkar í Hveragerði. Já þvílík einmuna veðurblíða kom yfir okkur Hvergerðinga í gær. Reikna með að restin af landslýðnum hafi notið þessa veðurs líka þar sem þetta góða veður dreifði sér víst yfir mestallt landið. Við eyddum deginum í garðinumog Bubbi byrjaði að rífa upp grasið á milli skúrs og húss þar sem við ætlum að helluleggja þetta svæði þarna á milli. Díkó er hvortsemer komin langleiðina með að gera þetta að moldarsvaði. Ég henti frá mér penslunum (gangurinn er loksins í málun) enda ekki hægt að vera að mála inni við í þessu veðri.
Enduðum svo á því að grilla og fara í pottinn. Mér hefði fundist þetta alveg fullkominn dagur en Bubbi vildi líka bjóða mér í bíó svo að við fórum á Mission Impossible á Selfossi sem við neyddumst svo til að fara af í hléi vegna þreytu. Myndin sjálf var alveg svosem ágæt. Nóg af actioni.
En það eru takmörk fyrir því hvað maður getur komist yfir á einum degi.
Mér finnst það svo algjör synd að í dag er ekki síðra veður og núna strax stefnir í mikil hlýindi og maður er fastur í vinnunni....
Bubbi er byrjaður að vinna á Selfossi. Hann er enn að vinna hjá sama fyrirtæki, uppí Vatnsskarðsnámum en hefur nú fengið flutning á Selfoss. Það er mikill kostur. Svo byrja ég að vinna f. austan næsta haust líka og þá erum við bæði komin í vinnu nálægt heimilum okkar.
Það styttist í að Ölöf Jóna flytji til Kanada. Það er rétt rúmur mánuður. Ákvað að vera ekki að kaupa neitt drasl handa henni úti heldur keypti ég voða fínan bleikan Disney bakpoka með hvítu kögri sem hún getur notað undir ferðadótið sitt í flugvélinni. Mikið er ég sniðug:) Svo gat ég náttúrulega ekki látið vera að kaupa svolítið af fötum...
vegna óska get ég rétt hent upp lista yfir það sem ég keypti á sjálfa mig: sokka, GÓÐA vandaða inniskó (vinnuskór komandi ára) fjólubláa blússu (mjög kennaraleg), hvít síð prjónuð peysa, síðan svartan bol, flott gallapils í HM og útivistargalla. Svo keypti ég líka allskonar drasl eins og segul-dót úr fríhöfninni, dyramottu, hjartalaga baðpúða, kerti, teppi, svona loðið til að setja utanum stýrið og lítinn fjarstýrðan bíl handa Bubba sem hefur reyndar ekki virkað ennþá og járndrasl sem kostaði 15 danskar til að setja ofaná hvaða glerflösku sem er og þá er kominn öskubakki....
já það er gott að eyða peningum í svona nauðsynjar....
Er að hugsa um að segja þetta bara gott í bili.
já og eitt að lokum. Snælda okkar er orðin kettlingafull. Kettlingurinn sjálfur....
Það er gott að einhver á þessu heimili verður óléttur...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já, einstaklega nytsamlegir hlutir. Sérstaklega glerflösku toppstykkið.
nei, er ekki e-r bara kominn hérna að bjóða mér gull og fræna skóga? mér er borgið...:)
kannski meira svona græna- ekki fræna :)
Skrifa ummæli