þriðjudagur, apríl 25, 2006

er að fara í frí :) aftur og nýbúin...

Ætlaði bara rétt að láta vita að ég er sko búin að skrifa langt og skemmtilegt blogg heima sem kemst ekki á netið!! Með myndum og allt.
Er annars að fara út á morgun og verð 1 viku.
Vonandi kemur hitt bloggið á eftir:)
Cheerio

miðvikudagur, apríl 19, 2006

síðasti vetrardagur

Mér finnst eins og vorið sé á næsta leyti. Það er orðið svo ótrúlega bjart á morgnana og ormar og flugur farnar að gera aðeins vart við sig. Og á morgun er hvorki meira né minna en sjálfur sumardagurinn fyrsti.
Samt keyrði ég heim í snjókomu í dag.
Sumarið er samt að koma.
Á morgun ætlum við Ólöf Jóna, María og Erna Ólöf að kíkja á íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum. Mér finnst það mjög spennandi, mikið er maður orðin fullorðin;) Það eru einhver hátíðahöld hérna í Hveró í tilefni 60 ára afmælis bæjarins.
Ég er einmitt búin að vera að bíða eftir einhverju svona tilefni. Nú er maður fluttur í nýjan bæ og því um að gera að sækja svona samkomur og skoða fólkið hérna (alveg réttu viðhorfin í gangi og svona...).

Annars vil ég bara óska öllum gleðilegs sumars og megi það bera sól í heiði og gleði í sinni fyrir ykkur öllsömul...(missti mig aðeins í restina).

laugardagur, apríl 15, 2006




Þetta erum nú við frænkurnar. Myndin er tekin í tilefni innflutningspartýsins góða. Takið eftir hvað ég er virðuleg en Aldís ekki :p

gamalt blogg af word skjali...

Fannst algjör synd að henda þessu annars ágæta bloggi svo hér fáið þið nokkurra daga fréttir...það hljómar spennandi ekki satt?

Ég get svarið það! Þetta er í þriðja sinn sem ég er að skrifa þetta blogg, alltaf dettur þetta helv. drasl út. Það kemur alltaf page expired eða eitthvað álíka þegar ég ætla að birta það og þegar ég ætla að bakka er allt horfið á baut. Nú segi ég bara “allt er þegar þrennt er” og skrifa bloggið nú á word skjal fyrst til þess að baktryggja mig. ;)


Í dag (reyndar er komið fram yfir miðnætti) er fimmti dagurinn í páskafríinu mínu og ég svaf út fyrst í dag! Það hefur verið ansi mikið um að vera.
Á laugardaginn síðasta keyrðum við á húsbílnum upp á Snæfellsnes í afmæli Bigga og gistum eina nótt –aftur fullkalt. Það var frábær matur sem beið okkar og við höfðum það fínt. Hugsa að það hafi verið fínt að vera bara 1 nótt þar sem þarna var ekkert smábatterí á ferðinni. Birna Rún segir á sinni bloggsíðu að þegar mest var í bústaðnum sem mamma og Biggi leigðu hafi verið 17 manns. Ég tek hana trúanlega.
Klukkan var ekki einusinni orðin 8 á sunnudagsmorgninum þegar ég datt svo kylliflöt á leið úr húsbílnum inní bústað með Ólöfu Jónu. Við vorum að koma okkur þarna yfir malarplanið og hlupum þar sem það var svo mikið rok (eruð þið ekki farin að sjá þetta fyrir ykkur?) Þá bar svo undir að reimarnar flæktust í krækju á hinum skónum og skyndlilega virkuðu lappirnar ekki lengur á hlaupunum! Ég datt fyrst á mjöðmina svo öxlina og lá loks með andlitið í mölinni. Sem betur fer hélt ég á teppum þannig að það mýkti fallið svo þetta fór allt vel:)

Framhald bloggsins er svo hér beint fyrir neðan- það virtist ganga betur að hafa bloggið stutt. Þetta er kannski hint um hversu slæm blogg-skrifin eru. Tölvan getur bara innbyrt visst magn af kjaftæði í einu...

gamalt blogg af word skjali...frh

frh...
María og dóttir hennar, Erna Ólöf komu til okkar á þriðjudaginn og gistu hjá okkur. Það var fínt. Stelpurnar léku sér saman (Ólöf Jóna var hjá okkur ennþá), við fórum í pottinn og höfðum það gott hérna heima.
Í gærkvöldi (þri.) fórum við svo með þær í bíó á Ísöldina 2. Hún var ekki eins góð og mynd nr. 1, eins og mynda nr. 2 er von og vísa.
Nema hvað að vil lendum á bekk fyrir framan einhverja fávita...nei, nú má ekki vera of dómharður, en þetta voru 3 unglingsstrákar. Einn þeirra gaggaði og emjaði og hermdi eftir stelpunum þegar þær hlógu!! Einn var bara hlutlaus fylgifiskur en sá þriðji sussaði í sífellu á gaggarann. Við færðum okkur loksins og skömmuðum þá svolítið að hætti kennara.
Ólöf Jóna var mest upptekin af namminu og skömmtun þess. Því meira sem hún át því æstari varð hún ...go figure!
Svo spurði hún oft um það hvenær við kæmum í bíóið... Þegar ég var loksins búin að koma henni í skilning um að við værum nú einmtt staddar í sjálfu bíóinu breyttust spurningarnar í “Hvenær byrjar myndin” og þurfti að kalla til að yfirgnæfa myndina sem var í fullu aksjóni. Hún er alveg milljón stelpan sú arna.
Svo kom hlé og stelpurnar byrjuðu “Er myndin búin”? Ekki virtust þær ánægðar með svarið fyrr en Maríu datt það snjallræði í hug að segja bara “Já, hún er búin ,komum” Stelpurnar hlupu út syngjandi glaðar yfir að sleppa úr þessari prísund útúrsykraðar.
Við löbbuðum út nokkuð góðar með okkur yfir að hafa höslað 3ja ára og 5 ára. Muhahaha

Jæja, nú ætla ég að gera lokatilraun til þess að troða þessu bloggi uppá almenning.

Eru fleiri en ég í vandræðum með bloggið

Er að athuga hvort að svona stutt blogg sé að gera sig eitthvað betur en langt blogg. Hef verið að reyna að koma inn bloggi alla síðustu viku!!!

laugardagur, apríl 08, 2006

Ég held ég sé orðin háð tölvunni minni.

Loksins er hið langþráða páskafrí hafið. Mikið er það gleðilegt og mikið ánægjuefni. Ég hangi hér heima hjá mér og hef þurft af hlusta á endalaust tal um höfuðlugtir, dekkjastærðir og þar fram eftir götunum. Var meira að segja loksins að fá tölvuna í hendurnar þar sem hún hafði verið haldið í gíslingu í allt kvöld því það var verið að setja upp gps-in aftur í henni....eða eitthvað svoleiðis. Er nú búin að hvetja þá til að skreppa bara á barinn og það virðist vera að ganga eftir.

Mikið er ég annars orðin háð þessari blessaðri tölvu. Þó ekki sé nema til að athuga hvernig færðin er á heiðum landsins http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/pages/fu_umf_myndavelar.html (ef ske kynni að mér dytti í hug að ferðast í nótt!) og rúnta á helstu bloggunum...þar sem lítið er yfirleitt um að vera nema hjá honum Björgvini frænda í Tékklandi.
(Þetta var löng setning).Hann fær hrós fyrir afar málefnalegar og snjallar blogg-fréttir.

Hugsa að ég fari í háttinn og hvíli mig fyrir ferðalag morgundagsins. Við ætlum að keyra til Stykkishólms og gista 1 nótt í húsbílnum ef veðurguðirnir leyfa. Annars höfum við fengið vilyrði fyrir gistingu í sumarbústað sem mamma og Biggi leigja þar. Ég vona að veðrið verði þokkalegt því ég hugsa að hin fjörugu barnabörn Bigga gisti í bústaðnum og það yrði afar fjörugt um morguninn....
Bonne nuit

fimmtudagur, apríl 06, 2006

1 dagur eftir.

Það er nú lítið að frétta af okkur. Nema það að PÁSKAFRÍIÐ hefst eftir vinnu á morgun. Liðið í vinnunni er búið að vera svo spennt alla vikuna að það hefur verið föstudagur í 4 daga og einn til á morgun... Auk þess er gulur dagur á morgun. Þá eiga allir að mæta í e-u gulu. Það kom mér mjög á óvart þegar ég opnaði fataskápinn og við mér blasti gulur bolur. Ég var nýbúin að gefa þá yfirlýsingu að maður ætti nú sko ekkert gult!
Semsagt 1 dagur eftir og jafnvel 1 utanlandsferð í sjónmáli... Þó ekki fyrr en eftir páskana. Fer nú ekki að eyða þeim dýrmætu frídögum í utanlandsferðir.......

mánudagur, apríl 03, 2006

Hej Helle og Mette.

Tak for at læse mit blog. Kunne I forstá det? Men nu bliver det blooged pá dansk:)
De andre kan öve sig i sin dansk (f.x. mor)
Náh, I denne weekend var Ólöf Jóna hos os. Vi har været til en konfirmation og i gár aftes mödte jeg Bubbi´s far for förste gang. Han ligner sine börn. -Eller börnen ligner ham.

Jeg tror ikke jeg gider komme til DK i páskeferien. Jeg vil hellere bare lige slappe af. Næste weekend tager vi alligevel en lille tur pá hus-bilen (en nat) ud pá landet fordi Biggi (min stedfar) bliver 55 ár. g. og det skal fejres i et lille sommerhus. Bubbi skal máske gá pá en fjeldtur senere i ferien mens jeg dekorerer og gör fint derhjemme med María.
Men jeg skal nok kigge pá dig inden sommer. Sá er der bare maj tilbage...

I sidste weekend körte vi til Vík (den sydste punkt pá landet) og overnattede i husbilen (förste natten i bilen i 2006) Det blev sá koldt om natten at gasset (gas-"kuten" hænger udenfor, bagved bilen) frös sá vi fik ingen opvarmning i bilen. Heldigvis havde vi Díkó til at varme lidt op:)

p.s. I fár en billede af Díkó nár vi havde for nyligt fáet ham i oktober og sá er der et bil. af Ólöf Jóna mat give katten at spise (og se pá fjernsyn)