fimmtudagur, mars 30, 2006

Það hefur einfaldlega ekkert verið að gerast hjá mér undanfarið.
En ég get nú áreiðanlega tínt einhverja atburði til....
Síðustu helgi skruppum við til Víkur í Mýrdal og gistum í Royal Cruiser-num fyrstu nótt ársins. Ætluðum að keyra á mótorhjóli upp á fjallið (man ekki hvað það heitir..) sem er við hliðina á Vík. Þar voru víst einvherjar herstöðvar sem eru að hruni komnar núna. Við ákváðum að stefna ekki lífi okkar í hættu (kemur mér samt á óvart að Bubbi pældi í svoleiðis) þar sem of mikill snjór var fyrir hjólið á veginum. Fórum í fjöruferð og skoðuðum hella og fleira flott þarna í nágrenninu.

Um kvöldið bauð svo minn heittelskaði mér út að borða í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Það var einstaklega góður humar sem ég fékk mér og munaði engu að ég fengi hann fríkeypis þar sem þjóninum tókst næstum að sulla súpudisknum niður á mig. En ég slapp og ekki veskið hans Bubba:p

Einnig fórum við í bíó í VIP (enda enginn hallæris-lýður þar á ferð) í vikunni á einhvern framtíðarþriller. V for Vernadette eða e-ð álíka. Úff. Mæli ekki sérstaklega með henni....

Næstu helgi verður allt að gerast. Ferming hjá frænda mínum, pabbahelgi og síðast en ekki síst, grillveisla hjá PABBA hans Bubba. Ég hef aldrei hitt manninn, enda hefur hann verið búsettur í Suður Afríku en er loksins að koma í heimsókn að sjá öll börnin sín og barnabörnin sem hafa fæðst og skírst og...

jæja, best að fara að koma sér á námskeiðið.

mánudagur, mars 20, 2006

kommonn

Ég veit að ég hef verið löt að blogga, en það er nú óþarfi að snúa við manni baki og hætta alveg að kommenta- úff hvað mig vantar teljara ennþá...;)

Helgin var fín. Ólöf Jóna var hjá okkur og við fórum 2x í pottinn og meira að segja 1x í sund. Anna vinkona var í heimsókn í Hveró- gisti reyndar hjá tengdamömmu sinni, en ég tók þær mæðgur með á fösutdaginn úr bænum. Það var fínt að hafa Önnu, sérstaklega þar sem ég var í mikilli fýlu um helgina yfir jappadekkjakaupum húsbóndans. Við kíktum meira að segja á hinn víðfræga Snúllabar á laugardagskvöldið. Þar voru litríkir karakterar að vanda. Slatti af pólverjum sem láta sig aldrei vanta þá sjaldan sem barinn er opnaður.
Það var ákaflega hressandi að fá að heyra nokkrar klassískar pikk-öpp línur eins og "Býrðu hér í bænum", og "Hvað vinnið þið við" voru með þeim fyrstu sem fuku yfir borðið. Fleiri fylgdu í kjölfarið, s.s. "þið eruð það mest spennandi inni á þessum stað" og svo náði hann rétt að stoppa sig í "Hvað eruð þið gamlar?" Þetta var samt allt í lagi þar sem hann hélt sig innan marka þrátt fyrir allar slagarana og svo var þetta eiginlega bara soldið fyndið. Og svo þetta peppaði mann bara upp:)

Vil svo minna alla á að nú styttist óðum í páskafrí. Gaman að vera kennari þá, það þýðir 10 daga frí:)

fimmtudagur, mars 16, 2006

óþekk börn og uppáhalds nemendur

Fór á hinn merka stað :Náttúrufræðisafnið v. Hlemm. Mér fannst börnin- sérstaklega ákveðinn hópur algjörlega óalandi og óferjandi. Svo er þeim bara hrósað og hampað á heimleiðinni, eins og enginn hafi verið að slást eða verið með troðning og læti.... Nei nei, það er bara áréttað að þessi og hinn er haldin ofvirkni eða þrjóskuröskun (sem er fullgilt orð í orðaforða sjúkdómsgreininga nú til dags). Jújú, sumir eru klikkaðri en aðrir og eiga erfitt og allt það en ég þoli ekki þegar börn í stórum hópum hlýða ekki, og eru látin komast upp með það.
Núna í vetur hef ég nefnilega ekki verið umsjónarkennari heldur aukakennari inní bekk, þannig að ég hef ekki beint með agamál að gera nema í minn stofu og auðvitað allt það sem maður verður vitni að. Og eins og ég segi, þá eru alltof mörg börn sem telja sig ekki þurfa að hlýta sömu reglum og önnur börn. Hvar skyldu þau læra þetta.....

Annars er fimmtudagur og helgarfríið nálgast- sem betur fer!

Fimmtudagar eru líka góðir dagar því þá er ég á myndlistarnámskeiðinu inn í JL húsi. Það var svo drulludýrt að ég tími ekki að skrópa. En þetta er samt alltaf rosa gaman þegar ég er mætt, þá líður tíminn afar hratt. Verð bara að heimsækja einhvern í eyðunni á milli vinnu og námskeiðs því það er meiri hætta á að ég skrópi ef ég er komin heim- þá nenni ég engan veginn tilbaka.

Jæja, er að fara í forfallakennslu uppi í 1. bekk. Þar er einmitt uppáhalds nemandinn minn (svona má ég víst ekki tala en ég á samt uppáhalds-nemanda, án þess að ég sé e-ð að básúna því út hver það sé) Þessi umræddi nemandi talar eins og afdala bóndi og allur mjög náttúrulegur. Hann talar um að mála í náttúrulitum og býður þeim sem þreyttir eru uppá nudd- og framkvæmir það líka.
nokkrir molar frá honum:
"Á ég að nudda þig"?
"Sko, stundum stoppa ég og spóla bara til baka í heilanum ef ég hef týnt einhverju, þá horfi ég bara á allt aftur og þá finn ég hlutinn" (sagt með mikilli alvöru)
"Mætti ég spyrja um svolítið?" -svo kurteis:)

miðvikudagur, mars 15, 2006

myndin af mér


You are mild-mannered, good, strong and you love to help others.

yes-yes. Það er ég.

Mátti til að setja myndina af mér líka. Held hún hafi ekki komið með fyrra blogginu. Þetta er reyndar ekki svo ólíkt honum Bubba mínum. Hann er einmitt svona hetja en gæti gleymt að fara rétt í nærbuxurnar.

ég vissi það alltaf...

If you liked this quiz then also try "Which Stargate SG-1 character are you?" quiz

Your results:You are Superman
Superman
80%
Supergirl
80%
Wonder Woman
80%
Hulk
75%
Robin
72%
Catwoman
70%
Green Lantern
65%
Spider-Man
60%
Batman
60%
The Flash
35%
Iron Man
35%
You are mild-mannered, good, strong and you love to help others.
Click here to take the "Which Superhero are you?" quiz...

þriðjudagur, mars 14, 2006

skordýraþátturinn á mánud.kvöldum

Sá í gærkvöldi ansi flottan þátt á stöð 1 frá David Attenborough. Hrikalega var þetta góður þáttur. Ég mæli eindregið með þessu sjónvarpsefni þar sem hægt er að sjá skot og myndatökur sem ekki hafa áður sést (leyfi ég mér að fullyrða).
Merkilegt hvað mannfólkið er líkt þessum skordýrum. Í gær var einblínt á maura, vespur og býflugur. Allt er þetta af sama stofni en maurar eru í rauninni vængjalausar vespur. Þau reisa bú, stéttaskipta grimmt og heyja stríð við nágranna tegundir. Að ógleymdum drápum sér til matar. Búin enda lífdaga sína svo yfirleitt á því að þernurnar missa sig úr frekju, byrja að verpa á fullu en drottningin eyðileggur samviskusamlega öllum þessum óæðri eggjum þar til hún hefur ekki undan og þá hrynur veldið til grunna og allt byrjar uppá nýtt næsta sumar...
Minnir á stórveldi mannanna í gegnum tíðina. Horfið allavega á næsta þátt eða tjáið ykkur um þessa hrífandi og skemmtilegu þætti.
Ég var orðlaus.

Annars virðist vera að vora skv. ferðalögum vina minna. Anna kemur á fimmtudaginn og ég ætla að flytja hana yfir heiðina e-n daginn, hún lætur mig bara vita kannski degi áður eða e-ð :p
María er líka að koma í bæinn á e-ð hrútleiðinlegt kennaraþing...má segja svona:þ
en ætlar líka að kíkja á mig. Gestirnir ráða sjálfir hvort þeir vilja gista en öllum er það velkomið.

Úff, svo er eins gott að drífa sig heim eftir vinnu þar sem Bubbi ætlar að fara að henda hundinum út á morgnana svona til að pissa og svona en Bubbi batt hundinn ekkert eða neitt, heldur ath. bara með hann 5 mín. seinna og viti menn- hundurinn var barasta horfinn. Þetta með að nú ætti hann að sjá um dýrið sitt á morgnana er ekki alveg að ganga. -Ég get líka alveg opnað hurðina á morgnana og hent hundinum út, það er ekki málið. Hugsa að ég fari betur yfir þessa sameiginlegu ábyrgð með manninum mínum.

mánudagur, mars 13, 2006

Hress á mánudagsmorgni :þ

Er nú komin úr miklu leti-helgarfríi. Sem ég tók meira að segja svolítið forskot á því ég hætti snemma á föstudaginn því ég var orðin svo skemmtilega raddlaus að enginn heyrði í mér lengur.
Það gerðist mest lítið um helgina. Það er líka ágætt stundum.
Um helgina komu samt mamma og Biggi í heimsókn og eru þau með bestu gestum sem ég hef fengið þar sem hún móðir mín kom bara með pönnukökurnar með sér sjálf. Og er nú komin í gang keppni þar sem gestir koma með með´ðí sjálfir. Ég tilkynni svo um sigurvegara þegar nær dregur sumri. Þetta var stórfínt. Fékk líka túlípana og finnskt listaverk (sæta skál)

Laugardagurinn fór að mestu í tiltekt og skúringar og þvotta og......
Sunnudagurinn fór í samúðar-þynnku með Bubba en þeir Árni Bald. máluðu bæinn rauðan á lau.kvöldinu og komu heim um nóttina með drykkjulátum. Sjálf ákvað ég að sleppa því að mæta á þennan annars mjög spennandi stað: Snúllabar.

Næst á dagskrá er að reyna enn og aftur að fá Hive til að tengja netið en þar sem ég er flutt út í sveit þarf (og þurfti held ég áður líka) tengingin að fara í gegnum Símann og þá kárnaði gamanið. Á þeim bænum eru verkefni sem tengjast öðrum netþjónustum ekki á forgangslistanum.
Ég er að gefa upp vonina... En geri það eina sem ég get og þrælslundin segir til um- held áfram að biðja þá um tengingu. Er þó búin að fá í gegn að borga ekki febrúar- en það var e-r Hive-drengur sem sagði í gegnum símann "ekkert mál, það er niðurfellt núna" Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni samt að næsti reikningur frá þeim beri með sér textann "síðasti reikningur ógreiddur" sem ég þarf svo að borga með vöxtum...
Jæja, er farin í kaffi.
Vildi að vinnudagurinn væri búin:)
vá hvað það er mikill mánudagur í mér.

föstudagur, mars 03, 2006

Hæ aftur

Hélduð þið að ég væri dauð.....?
Nei, ekki alveg. En ég hef semsagt ekkert verið að sinna þessu bloggi og er nú tími til kominn að taka smá rassíu í þessu þó ég hafi óljósan grun um að ekki mikið fleiri en Anna, Birna Rún og Aldís lesi þetta raus hérna. Að meðtöldum foreldrum mínum en þau eru nú skyldug til að lesa þettaÞ:)
Af okkur í Verahvergi, Vúrígúrí, eða það nýjasts sem ég hef heyrt -Grasgerði er allt ágætt að frétta. Við erum byrjuð að borga af herlegheitunum og virðumst komast yfir það. Merkilegt nokk.
Ég er búin að vera á hormónalyfjum núna í 1 og hálfan mánuð til að koma barnaframleiðslustarfsseminni í rétt horf og aukaverkanirnar eru svona frekar af verri endanum. Þeim er líkt við tíðarhvörf og fyrir þá sem ekki vita hvað felst í því orði skal ég með ánægju lýsa því fyrir ykkur. Fyrst má nefna hitakófið skemmtilega en nú verð ég alltaf að vera í renndum peysum og léttum bol innanundir því það er ekkert grín þegar hitinn hellist yfir mann. Það er bara eins og hitastigið í kringum mig hækki skyndilega upp í 50° hita og ef ég er í bíl er ég bara ekki nógu snögg að opna rúðurnar og tæta mig úr yfirhöfnum. Næst má nefna geðsveiflur og ég hef ekki alveg farið varhluta af þeim og ég er ekki frá því að nemendurnir hérna í Hofsstaðaskóla beri orðið meiri virðingu fyrir mér því ég get orðið ansi ógnvaldsleg ef ég missi mig.
Bubbi stendur sig samt eins og hetja og umber mig að mestu enda er ég að leggja þetta á mig fyrir okkur ekki satt!
Við fengum frekar slæmar fréttir í vikunni, en Íris barnsmóðir Bubba er að fara flytja til Kanada ásamt sínum manni og báðum dætrum. Ég er varla búin að jafna mig á þessu og finnst Bubbi taka þessu fulllétt, en þetta gæti kannski stafað af drama-ástandinu á mér þessa dagana....
Við fáum þó líklega að hafa hana frá miðjum júlí í mánuð. Maður Írisar á svo að fá 5 fríar ferðir á ári til Íslands svo við ættum að geta fengið að hitta hana stundum. Þetta reddast örugglega allt saman og nú ætti ég einmitt að hætta að hanga hér í skólanum á föstudegi og fara og sækja Ólöfu Jónu á leikskólann, það er okkar helgi núna.
Ég er enn netlaus heima og er að verða vitlaus. Hringdi í Hive í gær og þeir lofuðu að senda mér nýjan "rounder" -fyrir ótölvuvana er það tækið sem maður stingur í samband og gefur manni þráðlausa internetið:S
Ég heimtaði allavega niðurfellingu febrúarreikningsins og það átti víst að vera minnsta málið.... Við sjáum nú hvernig það fer, ég er annars alveg tilbúin að hringja og rífa mig við Hive-menn ef þeir svíkja það.
Og aðeins af Bubba. Það er að koma í ljós að hann er stórgallað eintak (og ég sem var svo fullkominn hahaha) og þarf líklega að fara í uppskurð þar sem liðþófinn og liðböndin í hnénu eru öll í skralli á kallgreyinu. Áætlaður kostnaður er víst 10 þúsund á löpp. Hundurinn er líka búinn að vera veikur en hann strauk heila nótt og ældi svo og skeit viðstöðulaust( ýki kannski aðeins) í 2 daga. Hann hafði greinilega innbyrt ýmislegt t.d plastpoka og sígarettustubba. Vona að hann hafi ekki étið sýktan fugl líka og smiti okkur svo af fuglaflensu, en við sleppum þá allavega við uppskurðinn á Bubba.....
Jæja, Góða helgi og ég minni ykkur á bókamarkaðinn- gott að byrja að huga að jólagjöfum:)