Gistum fyrstu helgina í nýja húsinu. Það var bara frábært. Ég gæti hugsað mér að vera bara þarna í heila viku og geta snúist og raðað án truflana. En við þurftum víst að mæta í vinnu í morgun- eins og ég hafi e-n tíma fyrir svoleiðis.
Uppþvottavélin stóðst undir væntingum og dýrin eru að venjast þessu öllu saman.
Byrjuðum að mála í gær og byrjuðum á mikilvægasta herberginu- svefnherberginu. Þetta er allt svo frábært að við erum langt frá því að vera komin niður á jörðina og svífum ennþá um.
Það verður samt ágætt að komast aftur í rútínuna.
Það gekk fínt að keyra svo í bæinn í morgun en svolítið erfitt að vakna. Þessa dagana stjákla ég um húsið langt fram á nætur og raða í hillur og dúlla mér.
Innflutningspartýið hefur verið áætlað 11. febrúar nk. á laugardegi og er það vel. Hlakka til og vona að ég verði búin að koma okkur vel fyrir. Hef þá allavega e-ð að stefna að.
Aldís er búin að panta gestaherbergið en það er enn laust í herbergið hennnar Ólafar Jónu :p
Jæja, nenn,eggi,meir. Best að fara með börnunum í hengimann.
mánudagur, janúar 30, 2006
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Jæja, þá er allt komið í höfn með húsið í Hveragerði og ég er búin að kaupa mér fínan gálgafrest fram í maí en þá fer síðasta greiðsla fram í afsalinu. Við fórum eina draslferð í fyrrakvöld og ég byrjaði aðeins að raða í skápa í fína fína eldhúsinu mínu. Okkur hlakkar alveg ofboðslega til að flytja þangað en ég vil helst ekki flytja þangað ein, Bubbi er mikið úti á landi að vinna þessa dagana og mig langar að bíða með að alflytja þangað til hann getur komið með.
Við ætlum að mála stofuna og 2 svefnherbergi til að byrja með. Svo ætti bara allt að vera tilbúið. Og þá geta allir farið í pottinn:)
Bubbi er víðsfjarri og hefur varla tíma til að standa í þessum flutningum. Hann er núna að vinna við Jökulsárlón sem standby-kafari ef bílaauglýsingin færi illa og Volkswagninn skyldi hrynja niður í vök. Þetta er agalega spennandi allt saman. Þyrlur og sexhjól þeysast í kringum þessa splunkunýju og háleynilegu útgáfu af Folla. Eftir tökur í gær var svo farið með allann mannskapinn á hótel Skaftafell í gistingu (þar mátti m.a sjá þyrluna barasta parkeraða fyrir utan) og þar átu allir og drukku á kostnað hins þýska fyrirtækis. Já, þeir sletta skyrinu sem eiga það.
Í dag eiga svo einhverjir 3-4 toppar frá Volkswagen að koma austur og fá að fylgjast með tökum sem eru í raun bara show-off, þar sem allar aðaltökur eru búnar en þeir eiga að fá að fylgjast með bílnum keyra á ísnum og svona.
Það er ekki laust við að maður eigi eftir að sakna prestannna og sona þeirra af efstu hæðinni á Tjarnarbrautinni. Í gær stóð prestlingurinn og fylgdist með mér leggja og setti svo aðeins út á það... Ég skil ekkert í því en þetta er eini maðurinn sem Díkó urrar voðalega á. Venjulega flaðrar hann bara og sleikir allt og alla. Ég þorði ekki að hleypa hundinum úr bílnum fyrr en presturinn var farinn. Díkó væri líklega ekki í þjóðkirkjunni þó það væri í boði.
Jæja, er farin í kaffi. Vonandi er eitthvað nammi í boði uppi á kaffistofu.
p.s Bubbi tók mynd af bílnum á símann sinn í gær (þeir sem standa að þessu fullyrða að engin mynd sé af honum á netinu- slíkt er öryggið) og getur selt hana á netið fyrir nokkra hundraðþúsundkalla- myndin er til sölu fyrir rétta aðila!:p
Við ætlum að mála stofuna og 2 svefnherbergi til að byrja með. Svo ætti bara allt að vera tilbúið. Og þá geta allir farið í pottinn:)
Bubbi er víðsfjarri og hefur varla tíma til að standa í þessum flutningum. Hann er núna að vinna við Jökulsárlón sem standby-kafari ef bílaauglýsingin færi illa og Volkswagninn skyldi hrynja niður í vök. Þetta er agalega spennandi allt saman. Þyrlur og sexhjól þeysast í kringum þessa splunkunýju og háleynilegu útgáfu af Folla. Eftir tökur í gær var svo farið með allann mannskapinn á hótel Skaftafell í gistingu (þar mátti m.a sjá þyrluna barasta parkeraða fyrir utan) og þar átu allir og drukku á kostnað hins þýska fyrirtækis. Já, þeir sletta skyrinu sem eiga það.
Í dag eiga svo einhverjir 3-4 toppar frá Volkswagen að koma austur og fá að fylgjast með tökum sem eru í raun bara show-off, þar sem allar aðaltökur eru búnar en þeir eiga að fá að fylgjast með bílnum keyra á ísnum og svona.
Það er ekki laust við að maður eigi eftir að sakna prestannna og sona þeirra af efstu hæðinni á Tjarnarbrautinni. Í gær stóð prestlingurinn og fylgdist með mér leggja og setti svo aðeins út á það... Ég skil ekkert í því en þetta er eini maðurinn sem Díkó urrar voðalega á. Venjulega flaðrar hann bara og sleikir allt og alla. Ég þorði ekki að hleypa hundinum úr bílnum fyrr en presturinn var farinn. Díkó væri líklega ekki í þjóðkirkjunni þó það væri í boði.
Jæja, er farin í kaffi. Vonandi er eitthvað nammi í boði uppi á kaffistofu.
p.s Bubbi tók mynd af bílnum á símann sinn í gær (þeir sem standa að þessu fullyrða að engin mynd sé af honum á netinu- slíkt er öryggið) og getur selt hana á netið fyrir nokkra hundraðþúsundkalla- myndin er til sölu fyrir rétta aðila!:p
laugardagur, janúar 21, 2006
veruleika-tékk
Þetta er tekið á nýársdag í bíltúr. Tek fram að aumingja Díkó fékk smárest af þessari gómsætu rækjusamloku.
Í gær fórum við mamma og Birna Rún austur í Hveragerði að undirrita kaupsamninginn. Eftir ótrúlega langan fund þar sem lopinn virtist vera teygður út í hið óendanlega vegna hita og upplesturs á hverju einasta °#*x!$ orði á öllum blöðum -kom sjokkið! Í ljós kom að ég átti að borga 700 þúsund meira en ég hafði svona áætlað. Hún hafði ekki talað fyrr um þessar tölur sem hún slengdi fram svona í lokin-ok, hún minntist á prósentur af láninu en ég stóð í þeirri meiningu að því væri dreift á greiðslur á láninu en ekki borgað strax! Enda veit ég ekkert alltof mikið um fasteignaviðskipti. En ég nenni ekki að fara út í þetta allt aftur þar sem það eyðileggur ánægju mína af þessum viðskiptum.
Ég ætla samt að hringja á mánudagsmorgun í Félag fasteignasala og fá útskýringar á því sem ég skil ekki. Þetta ætti samt allt að "reddast" eins og oft vill verða um hluti.
Í dag fór ég aftur á móti austur með bílfarm af kössum og Ólöfu Jónu heldur bjartsýnni en í gær. Við höfum haft afar huggulega helgi 2 einar þar sem Bubbi er aftur farin vestur á Bíldudal að vinna. Það var mjög gaman að kíkja austur og byrja að bera inn svolítið og undirbúa málningarvinnuna. Mér fannst þetta samt hálfskrítin tilfinning, að ég "ætti" þetta alltsaman. Ég fékk næstum því víðáttubrjálæði.
Ég er semsagt búin að jafna mig á þessu reality-check-i sem skall á okkur í gær og er nú bara afar hamingjusöm með kaupin.
Haha, Bubba og Árna Kóps var meinaður aðgangur að Þorrablóti Patreksfirðinga, nú rétt í þessu vegna ófullnægjandi klæðaburðar en þeir pökkuðu ekki jakkafötunum þegar þeir fóru vestur að vinna. Hef samt engar áhyggjur af því að hann láti ekki rætast úr kvöldinu.
Jæja, best að halda áfram að fylgjast með æsispennandi úrslitum Eurovision undanúrslitin. Þvílík lög maður!
miðvikudagur, janúar 18, 2006
2. tilraun
Ætla að gera aðra tilraun til að blogga. Varð svo fúl í gærdag þegar ég missti allt út sem ég hafði bloggað (af annars fínu bloggi) að ég nennti ekki að skrifa allt aftur.
Helstu fréttir eru þær að nú er allt komið í gegn í sambandi við íbúðina. Ég meina HÚSIÐ! Ég hringdi meira að segja í gær í fasteignasöluna til að ath. hvort öll gögn hefðu ekki verið föxuð frá bankanum avo hægt væri að útbúa kaupsamninginn en sú síðasta sem ég ræddi við í sph í gær hélt því fram að þetta þyrfti að sækjast, undirskrifast og þinglýsast áður en lengra væri haldið! Þvert á það sem aðrir höfðu sagt. En sparisjóðsmenn stóðu sig með prýði að vanda og allt skilaði sér austur. Við förum svo austur á fim, -föstud. og skrifum undir þannig að ég verð kannski bara að flytja um helgina:) Og ég vona að Bubbi verði ekki farinn vestur að vinna.
Ég setti íbúðina á Tjarnarbrautinni á leigu í gær í Fjarðarpóstinum. Ég er ansi svartsýn á að hún seljist. Birna Rún er að byrja að leita og sló inn þessum leitarskilyrðum ca. 7-17 milljónir og fékk um 500 eignir. Ég sló inn 7-20 milljónir og fékk tæplega 800 eignir og Tjarnarbrautin nýtur ekki þeirra forréttinda að vera framarlega í stafrófinu. Maður gefst vanalega upp í e-f.
Afhverju ætti fólk líka að kaupa íbúð í gömlu húsi sem þarfnast viðgerða þegar það getur fengið nýtt. Það er þvílíkt offramboð á húsnæði og ég segi nú bara eins og Didda frænka: "Hvaðan kemur allt þetta fólk sem á að flytja í öll þessi nýbyggðu hús"
Síðasta helgi var fín, eyddum laugardeginum uppi á Hellisheiði þar sem ég fékk að spreyta mig mestan part dags. Var nú ekkert að æða í einhverjar torfærur og gat líka alltaf stoppað nákvæmlega þar sem ég vildi taka mynd. Bubbi er ekki svo innstilltur inn á það. Honum fannst þetta heldur ekki mjög fjörugur túr. Um kvöldið fórum við svo seint og um síðir upp í Hrauneyjar til þess eins að detta í það í sjónvarpsherberginu þar. Keyrðum svo heim um leið og við vöknuðum seinnipartinn á sunnudeginum! Stutt en öflug ferð.
Jæja, ætla að fara í kaffi.
Bless í bili
Helstu fréttir eru þær að nú er allt komið í gegn í sambandi við íbúðina. Ég meina HÚSIÐ! Ég hringdi meira að segja í gær í fasteignasöluna til að ath. hvort öll gögn hefðu ekki verið föxuð frá bankanum avo hægt væri að útbúa kaupsamninginn en sú síðasta sem ég ræddi við í sph í gær hélt því fram að þetta þyrfti að sækjast, undirskrifast og þinglýsast áður en lengra væri haldið! Þvert á það sem aðrir höfðu sagt. En sparisjóðsmenn stóðu sig með prýði að vanda og allt skilaði sér austur. Við förum svo austur á fim, -föstud. og skrifum undir þannig að ég verð kannski bara að flytja um helgina:) Og ég vona að Bubbi verði ekki farinn vestur að vinna.
Ég setti íbúðina á Tjarnarbrautinni á leigu í gær í Fjarðarpóstinum. Ég er ansi svartsýn á að hún seljist. Birna Rún er að byrja að leita og sló inn þessum leitarskilyrðum ca. 7-17 milljónir og fékk um 500 eignir. Ég sló inn 7-20 milljónir og fékk tæplega 800 eignir og Tjarnarbrautin nýtur ekki þeirra forréttinda að vera framarlega í stafrófinu. Maður gefst vanalega upp í e-f.
Afhverju ætti fólk líka að kaupa íbúð í gömlu húsi sem þarfnast viðgerða þegar það getur fengið nýtt. Það er þvílíkt offramboð á húsnæði og ég segi nú bara eins og Didda frænka: "Hvaðan kemur allt þetta fólk sem á að flytja í öll þessi nýbyggðu hús"
Síðasta helgi var fín, eyddum laugardeginum uppi á Hellisheiði þar sem ég fékk að spreyta mig mestan part dags. Var nú ekkert að æða í einhverjar torfærur og gat líka alltaf stoppað nákvæmlega þar sem ég vildi taka mynd. Bubbi er ekki svo innstilltur inn á það. Honum fannst þetta heldur ekki mjög fjörugur túr. Um kvöldið fórum við svo seint og um síðir upp í Hrauneyjar til þess eins að detta í það í sjónvarpsherberginu þar. Keyrðum svo heim um leið og við vöknuðum seinnipartinn á sunnudeginum! Stutt en öflug ferð.
Jæja, ætla að fara í kaffi.
Bless í bili
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Home alone
Þá er Bubbi farinn vestur að grafa vatnsholur á Tálknafirði. Hann er alsæll með þetta og mér finnst hann líka velja besta tímann (eða þannig) til að fara út á land að vinna eða í sömu viku og við erum að byrja að pakka innbúinu! Hann er séður drengurinn.
Ég fór í 75 ára afmælisveislu í gær til Helgu ömmu. Hún er alltaf svo hress, svona ætla ég að líta út þegar ég verð svona gömul. Það var fínt að hitta ættingja og spjalla. Með pabba og co kom nýi fjölskyldumeðlimurinn hún Stubba sem er ...e-r tegund sem ég man ekki.. og heyrði ég gott nikk-name á honum :Hillu-hundur. Svo fuku nokkrir töskubrandarar og svona :) Ætli sé ekki best að fara með Díkó (okkar hund) í heimsókn til pabba til að leyfa honum að þefa af kvikindinu. Mér finnst þetta nú varla hundur en hann er samt voða sætur greyjið.
Við erum enn að bíða eftir samþykki íbúðalánasjóðs fyrir láninu en hef engar áhyggjur- þetta á eftir að koma í gegn. Þannig að ég fæ kannski bara afhent í kringum næstu helgi. Það mun reyndar verða vandamál að reka 2 íbúðir en Tjarnarbrautin þarf að fara að seljast.
Kíkti á útsölurnar í gær og fann pils og stuttar buxur við fínu dýru stígvélin mín sem ég fer helst ekki úr. Þetta eru sko almennieg gellu-stígvél úr uppáhalds-skóbúðinni minni: Bossanova.
Fór á ættarmót á sunnudaginn í Rafveituhúsinu upp í Elliðaárdal. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema það að ég áttaði mig á hvílíkir hávaðabelgir þessir ættingjar mínir voru. Það var hver sjálfum sér næstur að komast að og frá kökuborðinu og svo þurfti að sækja drykki! Þetta var ægilegt fjör og ég heilsaði fullt af fólki sem ég þekki ekki svo gjörla...
Jæja, best að fara að vinna eitthvað
Ég fór í 75 ára afmælisveislu í gær til Helgu ömmu. Hún er alltaf svo hress, svona ætla ég að líta út þegar ég verð svona gömul. Það var fínt að hitta ættingja og spjalla. Með pabba og co kom nýi fjölskyldumeðlimurinn hún Stubba sem er ...e-r tegund sem ég man ekki.. og heyrði ég gott nikk-name á honum :Hillu-hundur. Svo fuku nokkrir töskubrandarar og svona :) Ætli sé ekki best að fara með Díkó (okkar hund) í heimsókn til pabba til að leyfa honum að þefa af kvikindinu. Mér finnst þetta nú varla hundur en hann er samt voða sætur greyjið.
Við erum enn að bíða eftir samþykki íbúðalánasjóðs fyrir láninu en hef engar áhyggjur- þetta á eftir að koma í gegn. Þannig að ég fæ kannski bara afhent í kringum næstu helgi. Það mun reyndar verða vandamál að reka 2 íbúðir en Tjarnarbrautin þarf að fara að seljast.
Kíkti á útsölurnar í gær og fann pils og stuttar buxur við fínu dýru stígvélin mín sem ég fer helst ekki úr. Þetta eru sko almennieg gellu-stígvél úr uppáhalds-skóbúðinni minni: Bossanova.
Fór á ættarmót á sunnudaginn í Rafveituhúsinu upp í Elliðaárdal. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema það að ég áttaði mig á hvílíkir hávaðabelgir þessir ættingjar mínir voru. Það var hver sjálfum sér næstur að komast að og frá kökuborðinu og svo þurfti að sækja drykki! Þetta var ægilegt fjör og ég heilsaði fullt af fólki sem ég þekki ekki svo gjörla...
Jæja, best að fara að vinna eitthvað
laugardagur, janúar 07, 2006
einu skrefi nær
Í dag fórum við austur í Hveragerði og undirrituðum kaupsamning sem er samt með fyrirvara um að við stöndumst greiðslumat en við höfum reiknað okkur sjálf fram og tilbaka inni á íbúðalánasjóði.is og teljum okkur alveg vera manneskjur í þetta.
Fórum svo að skoða húsið aftur og mældum aðeins og svona.
Við erum alveg í skýjunum yfir þessu og fáum líklega afhent í vikunni þannig að maður ætti eiginlega að vera á fullu að pakka en ég er nú aðeins byrjuð á jólaskrautinu.
Ólöf Jóna er hjá okkur núna og sér alveg um að halda stráka-kisunni honum Óliver uppteknum. Það er alveg ótrúlegt hveð kötturinn leyfir henni að tuskast með sig. Þetta er reyndar mynd af Snældu í "fanginu" á Ólöfu Jónu en hún er ekki alveg eins viljug að láta dröslast með sig eins og Óliver. Ég á nokkrar svona myndir og þær eru alveg drepfyndnar.
Fyrir þá sem langar að sjá myndir af tilvonandi einbýlishúsinu okkar bendi ég á http://mbl.is/mm/fasteignir/leit.html?fermetrar_fra=&fermetrar_til=&herbergi_fra=&herbergi_til=&verd_fra=&verd_til=&gata=Borgarhraun&lysing==
Þetta hefði kannski ekki þurft að vera svona langur linkur en....
Jæja, segið mér hvað ykkur finnst og kommentið nú.
fimmtudagur, janúar 05, 2006
allt að gerast.
Gleðileg nýtt ár og allt það....
Nú er allt að gerast skal ég segja ykkur.
Íbúðin mín er semsagt á sölu og 1 búin að koma og skoða. Við erum búin að gera tilboð- með fyrirvara um að íbúðin okkar seljist- í Borgarhraunið í Hveragerði en það er það eina sem okkur langar í þarna. Tókum skoðunarátak austan heiða á milli jóla og nýárs og leist ekki á neitt annað.
Hugsa samt að við höfum boðið of lítið í það en við buðum bara 23 millj. en einmitt á sama tíma voru einhverjir aðrir að bjóða í þetta líka eftir tíðindaleysi langa lengi- týpískt. En við buðum svona lágt því við reiknuðum með að þau kæmu með móttilboð. Hvernig svo sem þetta fer vona ég bara að ÉG fái húsnæðið, það er fyrir öllu og ég vona að fasteignasalan þarna fyrir austan átti sig á því.
Á morgun er ég að fara til læknis og það er svosem ekkert leyndó, en við Bubbi viljum endilega fara að fjölga okkur (við myndum auðvitað framleiða fallegustu börnin:) og það hefur ekki alveg gengið sem skyldi þannig að nú er bara verið að fara í allsherjartékk og vonast ég til að fá svör fljótlega því ekki yngist maður...
Vinnan er byrjuð og börnin eru voðalega stillt og góð svona á heildina litið. Í gær var fyrsti skóladagurinn og þau voru svo þreytt að þau héldu varla höfði -sem var alveg ágætt.
Sjálf er maður rétt að komast í gang og reyndar er ágætt að fá rútínuna aftur. Hlakka líka til að byrja aftur á myndlistarnámskeiðinu og halda áfram að mála.
Já og lokaúrslitin eru komin úr jólagjafaleiknum.
Birna Rún 100 stig, Mamma 90 stig, Bjöggi frændi 70 stig, Aldís systir hans 80 stig (gef þér 10 aukastig vegna snúinna spurninga og vegna þess að ég er góðhjörtuð) og Anna vinkona fékk 70 stig.
Til hamingju öll sömul þið fáið allavega jólakort.
Heyrumst síðar.
Nú er allt að gerast skal ég segja ykkur.
Íbúðin mín er semsagt á sölu og 1 búin að koma og skoða. Við erum búin að gera tilboð- með fyrirvara um að íbúðin okkar seljist- í Borgarhraunið í Hveragerði en það er það eina sem okkur langar í þarna. Tókum skoðunarátak austan heiða á milli jóla og nýárs og leist ekki á neitt annað.
Hugsa samt að við höfum boðið of lítið í það en við buðum bara 23 millj. en einmitt á sama tíma voru einhverjir aðrir að bjóða í þetta líka eftir tíðindaleysi langa lengi- týpískt. En við buðum svona lágt því við reiknuðum með að þau kæmu með móttilboð. Hvernig svo sem þetta fer vona ég bara að ÉG fái húsnæðið, það er fyrir öllu og ég vona að fasteignasalan þarna fyrir austan átti sig á því.
Á morgun er ég að fara til læknis og það er svosem ekkert leyndó, en við Bubbi viljum endilega fara að fjölga okkur (við myndum auðvitað framleiða fallegustu börnin:) og það hefur ekki alveg gengið sem skyldi þannig að nú er bara verið að fara í allsherjartékk og vonast ég til að fá svör fljótlega því ekki yngist maður...
Vinnan er byrjuð og börnin eru voðalega stillt og góð svona á heildina litið. Í gær var fyrsti skóladagurinn og þau voru svo þreytt að þau héldu varla höfði -sem var alveg ágætt.
Sjálf er maður rétt að komast í gang og reyndar er ágætt að fá rútínuna aftur. Hlakka líka til að byrja aftur á myndlistarnámskeiðinu og halda áfram að mála.
Já og lokaúrslitin eru komin úr jólagjafaleiknum.
Birna Rún 100 stig, Mamma 90 stig, Bjöggi frændi 70 stig, Aldís systir hans 80 stig (gef þér 10 aukastig vegna snúinna spurninga og vegna þess að ég er góðhjörtuð) og Anna vinkona fékk 70 stig.
Til hamingju öll sömul þið fáið allavega jólakort.
Heyrumst síðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)