Já "Fjúff" -tek undir með Birnu Rún eftir fyrsta vinnudaginn sinn í nýju vinnunni hjá Og Vodafone:)
Ég er semsagt að baka fyrir barnaafmæli. Er búin að baka skúffuköku, 2 rækju-brauðtertur, banabrauð og kókosköku.....mér fannst þetta ekki nóg fyrr en ég skrifaði þetta! Á aftur á móti eftir að gera skinkusalat og 2 svoleiðis brauðtertur. Nú er að sjá hvort að ég uppfylli væntingar sem ég geri til mín í brauðtertugerðinni. Móðir mín var-og er, sjáið þið til meistari í því fagi. Ég hef hugsað mér að fylgja í hennar fótspor í þeim efnum. Mér hefur bara gengið ansi vel hingað til en hef nú ekki skreytt þær enn...
Svo á ég líka eftir að skreyta nammikökuna með Ólöfu Jónu. Það verður gaman:)
Guð, ég var búin að gleyma. Ég hef líka keypt baby-gulrætur og gúrkur og ætla að hafa svona "íþróttasnakk" á boðstólum fyrst. Þeirri hugmynd stal ég frá Sigrúnu mágkonu. Leikurinn er til þess gerður að reyna að fylla litlu magana af grænmeti áður en súkkulaðikakan er borin fram;)
Svo ætla ég að gefa "íþrótta-ananasdjús" til að skola þessu niður.
Sniðugt ekki satt.
Ég vona bara að ég gleymi ekki að saxa grænmetið því ég er svo upptekinn af öllu kökustandinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jesssússss minn... banabrauð í barna afmæli. Er það góð hugmynd?
já þú hefðir átt að sjá ósköpin....
Skrifa ummæli