
Annars ligg ég veik heima. Ekki með svo mikinn hita, þó ég hafi slagað hátt upp í 38 stiga hita í gær (-2 kommur...)en þjáist meira af svona sleni og hori sem ég ætla ekkert að lýsa nánar. En það er allavega komin standard búnaður- klósettrúlla, á alla helstu staði hússins, s.s í Lazy-boy-inum, inní rúmi og svo er alltaf gott af hafa á klósettunum...
Verð nú aðeins að minnast á veðurblíðuna sem hefur verið undanfarið. Þvílíkt og annað eins. En það hlaut að fylgja einhver böggull því skammrifi (segir maður ekki svona?) Eða er það "sá böggull fylgir skammrifi" -og það var mengun sem barst frá austur Evrópu alla leið upp á Suðurskautið. Það ku víst vera ansi slæmt.
En ég naut nú samt veðursins enda ekkert annað að gera. Byrjuðum að vinna í garðinum um helgina. Hellulagningin gengur ágætlega og beðin eru orðin ágæt. Á samt alveg eftir að fara í þann hluta garðsins sem gæti kallast "bakgarður". Já þessi garður er engin smásmíði!
Set áreiðanlega fleiri myndir inn í dag.
Hef tímann til þess....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli