föstudagur, janúar 02, 2009

Jólin búin

Þá er þessi yndislegi tími átu og ólifnaðar að ljúka:)
Við mæðgur erum búnar að snúa sólarhringnum rækilega við. Hér er vaknað um 1-2 á daginn, Sigríður fer í vagninn um 3 leytið og svo erum við að sofna um 2-3 á næturnar. Þannig að tæknilega séð erum við alveg að ná nægum svefn og erum í rútínu og alles ;)
Venjulega sofnar hún samt um 11 leytið á kvöldin en vaknar svo voða spræk eftir hálftíma og vill þá bara spjalla.

Erum búin að hafa það æðislegt um jólin. Fengum alveg FULLT af gjöfum. Jólin í ár voru líka ansi frábrugðin síðustu jólum þegar við Bubbi vorum bara 2. Ólöf Jóna var hjá okkur núna og nýja barnið búið að bætast í hópinn. Svo gjafaflóðið flæddi undan trénu. Bestu þakkir f. allt saman og líka öll jólakortin:)
Nánari útlistun á gjöfum er á Barnalandi ;)

Áramótin voru fín. Mamma, Biggi, Lea og Birna Rún komu í mat og við átum ofsteiktan grísabóg sem ég skreytti ríkulega af negulnöglum og lárviðarlaufi. Skellti svo góðri gommu í botninn á ofnpottinum... Mamma kom svo um 18 og reddaði þessu með góðri sósu :) Mjög hentugt að bjóða mömmu í mat.
Þau fóru svo rétt yfir miðnætti (skutum upp engum flugeldum, enginn tímdi að horfa á peningana fuðra upp í bókstaflegri merkingu) og mér tókst að drekka hálfan bjór og þakka fyrir að hafa bara gefist á upp honum því mjólkurframleiðslan rauk upp í hæstu hæðir. Gaf stelpunni 2x yfir nóttina þó hún væri nú bara að umla í svefni (hefði alveg getað gefið bara dudduna) því mér leið eins og ég væri komin með stálma.

Síðustu 2 daga hefur verið hálfgerður vesaldómur á litlu fjölskyldunni. Ég og Sigríður Katla með kvef og Bubbi almennt slappur og e-ð slæmur í belgnum.

En jæja, nú var litla sofnuð í annað sinn í kvöld en er aftur vöknuð, enda ekki alveg komin hennar háttatími;) Ætla sko alveg að vakna um 11 á morgun og reyna að koma okkur á rétt ról aftur.

Engin ummæli: