föstudagur, janúar 16, 2009

Helst að frétta

Í dag er Sigríður Katla 3ja mánaða, 3ja vikna og 3 daga. Finnst alltaf svo sniðugt þegar þetta hittist svona á:)
Fórum í fyrsta ungbarnasundtímann í gær, ætla að skrifa nánar um það á síðuna hennar Sigríðar http://barnaland.is/barn/80751 svona er ég nú sniðug að koma ykkur líka yfir á barnasíðuna og skoða í leiðinni sætu myndirnar ;) lykilorðið er b.t.w. bubbi ;D

Fórum í mömmuhitting í dag, en við mæðgur erum sko í 2 grúppum, dugar ekkert minna. Er s.s. bæði í hóp út frá draumabörn.net þar sem stelpur sem áttu í sept-okt (og reyndar í nóv) eru að hittast. Hittumst í dag hjá einni sem býr í Mosó, fannst verst að Ólöf Jóna er ekki hjá okkur um helgina, það hefði verið svo upplagt að sækja hana í leiðinni... Vorum í næstu götu við hana sko :)
Erum líka í grúppu sem Hanna Björg benti mér á í ágúst. Það er útfrá október 2008 síðu og er sá hópur talsvert öflugri og hittumst við reglulega á 2ja vikna fresti þar og erum oft upp í 12-15 stelpur sem hittumst með krílin. Býð nú ekki í hvernig þeir hittingar verða þegar börnin verða fyrirferðarmeiri...

Pantaði mér far til DK 5. júlí og förum við mæðgur bara 2 til að heimsækja Aldísi frænku og nýja barnið sem er áætlað 17. júní. Við biðjum um stelpu ;) Ætli við reynum samt ekki að dreifa okkur (ekki í parta samt) á aðra, kannski Önnu og Helle líka. Ætla mér nefnilega að dvelja heila 11 daga. Er kannski að ætla mér of mikið...

Man ekkert meira í bili en set inn 1 brosmynd með :D

og ein af systrunum við jólatréð. Pakkaflóðið var geysilegt og bara gaman að því:)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ert nokkuð að flýja afmælið hennar Natalíu?

margrét sagði...

Já, passaði alveg sérstaklega upp á að missa af sem flestum afmælum. Konan hans pabba á líka afm. 5.7. :)