þriðjudagur, desember 15, 2009

föstudagur, mars 27, 2009

Lífsferillinn 0-6 mánaða

Í tilefni af því að daman er orðin hálfs árs er réttast að tipla á helstu afmælum og "viðburðum" í lífi hennar ;)
Hér fyrir ofan er hún um hálftíma gömul og engu líkara en að hún sé að biðjast vægðar í þyngdar og lengdarmælingunum enda mikið lagt á litla písl. Hún mældist s.s. tæpar 10 merkur (2420 gr)og 46 cm.

Hér getur að líta ótrúlega stolta foreldra sem dást að litla undrinu og átta sig bara ekki á hvaðan það kom (svona "ó" fræðilega séð;) Ég er líka að pæla í hvernig í fjáranum ég eigi að halda lífi í henni...!
Hér er hún orðin 4ra daga þannig að hún lifði fyrstu dagan af... enda ekkert við öðru að búast svosem. En samt... Ósköp er hún lítil þarna :o

Orðin 1 mánaða og í myndatöku f. skírnarboðskortin í gamla skírnarkjólnum mínum:)
2ja mánaða með gullkross sem hún fékk í skírnargjöf. Farið að bætast talsvert í kinnarnar enda tók ég því mjög alvarlega að svelta alls ekki barnið:)

Eitt af fyrstu brosunum sem náðist á mynd og auðvitað er það mamman sem vekur svona mikla hamingju ;) Eins gott að njóta þessa tíma á meðan maður er miðpunktur alheimsins hjá barninu:D

Lítil budda komin með þessi flottu læri og alles:) 3ja mánaða.

Jólin gengin í garð og sú litla orðin 3 mánaða og 1 dags.4ra mánaða að lesa fyrstu bókina sína. Miklar bókmenntir á ferð:) og greinilega mjög áhugasöm, eða er hún kannski bara að hugsa "Whaaaat, er ekki hægt að bjóða manni upp á örlítið dýpra lestrarefni"? ;)
Búin að koma sér afar makindalega fyrir í Bumboinu og er að fylgjast með Simpson í sjónvarpinu.
Í sundi rúmlega 5 mánaða og er sko engan veginn að nenna þessu. Fyrsta veltan nýafstaðin. Rúmlega 5 mán. Í nýju hoppurólunni:) Það er gott og gaman að borða...
...en ekki gaman þegar grauturinn er búinn. Grenjaði mikið þegar hann var búinn og er þarna að tékka hvort það sé örugglega ekkert meira í boði. Ég gat nú ekki staðist þetta og bjó til meiri graut f. blessað barnið. 6 mán. afmælisstelpa. Finnst voða gaman að standa með hjálp.

Að smakka/naga gulrót í fyrsta sinn. Mjög gott að fá kalt á góminn. Engar tönnslur samt farnar að gægjast:)

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Skrapp!




Er aðeins að dunda mér í skrappinu. Er svona rétt að koma mér í gang.
Hér getur að líta fyrstu blaðsíðuna í lífsferli Sigríðar Kötlu. Þetta er alveg "made from the scratch" ;)
Er svo að verða búin með bls. nr. 2. sem eru bara bumbumyndir eins og bls. 3 verður líklega auk sónarmynda:)
Brenda gaf mér fullt af skrapp-skrauti og bókina sjálfa frá USA og ég á líka ýmislegt smálegt svo það er engin afsökun fyrir því að vinna ekki aðeins meira í þessu.

föstudagur, febrúar 20, 2009

Sigríður "stóra"


Keypti stútkönnu í dag og prófuðum svo að setja hana í Hokus Pokus stólinn í "borð-haminn" ;) Hvorutveggja virtist bara vekja lukku.


föstudagur, febrúar 06, 2009

Fimbulkuldi

Úff hvað það hefur verið kalt undanfarið. Við mæðgur fórum í bæinn í gær á mömmuhitting og mér fannst vera e-r hrollur í mér þegar við vorum komnar í bæinn og þegar betur var að gáð var 12° frost!!
Sigríður Katla er í vagninum núna, en setti vagninn bara fram í forstofu og opnaði svolítið út. Það er sko alveg nóg. Enda er litla músin með svolítið kvef en hörkutólið ég dreif samt alla í ungbarnasundið í gær, enga linkind hér :) Þar var meira að segja kafað og ég lét hana kafa 2x. Veit ekki hvort ég var stoltari af barninu eða sjálfri mér f. að geta það.

Desperate housewifes byrjaði í gær. Þvílík hamingja með það. Meira að segja barnið skynjaði mikilvægi þáttarins og æmti hvorki né skræmti og var ég meira að segja bara búin að steingleyma henni í vöggunni þangað til Bubbi kom og fór að tala við hana. Þá vorum við báðar alveg dolfallnar yfir Despóinu.
Verð nú samt að segja að mér finnst alveg agalegt að Susan sé hætt með Mike og að dóttir Bree sé búin að taka son sinn frá Bree...
Já, það er gott að velta sér upp úr hörmungum annara :D

Annars fórum við í vigtun í gær og litli hlunkurinn minn er orðin tæp 7 kg og 62 cm. Styttist líka í að ég geti ekki lyft henni í Graco stólnum upp í pikkann :o

föstudagur, janúar 23, 2009

4ra mánaða prinsessa :D


Í dag er Sigríður Katla 4ra mánaða og mér finnst svo stutt síðan hún fæddist. Samt er hún orðin svo GRÍÐAR stór. Fórum að skoða barn í gær sem félagi Bubba var að eignast og var sá 16 merkur þegar hann fæddist f. viku. Mér fannst hann svo agnarsmár en samt var hann talsvert stærri en litlan okkar var þegar hún fæddist.

Í tilefni dagssins koma hér nokkrar myndir. Er nefnilega búin að missa af skottinu á mér inni á Barnalandi og ekki einu sinni búin að setja inn jólamyndirnar. En fer að bæta úr því MJÖG fljótlega. Get náttúrulega ekki látið ykkur dingla í lausu lofti í endalausri bið eftir að berja litla gullið augum :D

Sundmyndin er tekin í gær. Kennarinn prófaði að láta hana kafa einu sinni. Sagði að börnin væru tilbúin en spurning hvort við værum það... Bubbi var galvaskur en ég var skíthrædd. En lét tilleiðast... Og barninu varð alls ekki meint af.
Hér er legið í vöggunni og ákvað ég að henda öllum tuskudýrunum í kringum hana sem henni hefur áskotnast á sinni stuttu ævi. Hún er sko farin að grípa aðeins sjálf í hluti í kringum sig. Svo ótrúlega dugleg og þroskuð :P




Farin að geta setið sjálf í Bumbo stólnum sem við fengum frá GJ vinnufélögum :)

föstudagur, janúar 16, 2009

Helst að frétta

Í dag er Sigríður Katla 3ja mánaða, 3ja vikna og 3 daga. Finnst alltaf svo sniðugt þegar þetta hittist svona á:)
Fórum í fyrsta ungbarnasundtímann í gær, ætla að skrifa nánar um það á síðuna hennar Sigríðar http://barnaland.is/barn/80751 svona er ég nú sniðug að koma ykkur líka yfir á barnasíðuna og skoða í leiðinni sætu myndirnar ;) lykilorðið er b.t.w. bubbi ;D

Fórum í mömmuhitting í dag, en við mæðgur erum sko í 2 grúppum, dugar ekkert minna. Er s.s. bæði í hóp út frá draumabörn.net þar sem stelpur sem áttu í sept-okt (og reyndar í nóv) eru að hittast. Hittumst í dag hjá einni sem býr í Mosó, fannst verst að Ólöf Jóna er ekki hjá okkur um helgina, það hefði verið svo upplagt að sækja hana í leiðinni... Vorum í næstu götu við hana sko :)
Erum líka í grúppu sem Hanna Björg benti mér á í ágúst. Það er útfrá október 2008 síðu og er sá hópur talsvert öflugri og hittumst við reglulega á 2ja vikna fresti þar og erum oft upp í 12-15 stelpur sem hittumst með krílin. Býð nú ekki í hvernig þeir hittingar verða þegar börnin verða fyrirferðarmeiri...

Pantaði mér far til DK 5. júlí og förum við mæðgur bara 2 til að heimsækja Aldísi frænku og nýja barnið sem er áætlað 17. júní. Við biðjum um stelpu ;) Ætli við reynum samt ekki að dreifa okkur (ekki í parta samt) á aðra, kannski Önnu og Helle líka. Ætla mér nefnilega að dvelja heila 11 daga. Er kannski að ætla mér of mikið...

Man ekkert meira í bili en set inn 1 brosmynd með :D

og ein af systrunum við jólatréð. Pakkaflóðið var geysilegt og bara gaman að því:)

föstudagur, janúar 02, 2009

Jólin búin

Þá er þessi yndislegi tími átu og ólifnaðar að ljúka:)
Við mæðgur erum búnar að snúa sólarhringnum rækilega við. Hér er vaknað um 1-2 á daginn, Sigríður fer í vagninn um 3 leytið og svo erum við að sofna um 2-3 á næturnar. Þannig að tæknilega séð erum við alveg að ná nægum svefn og erum í rútínu og alles ;)
Venjulega sofnar hún samt um 11 leytið á kvöldin en vaknar svo voða spræk eftir hálftíma og vill þá bara spjalla.

Erum búin að hafa það æðislegt um jólin. Fengum alveg FULLT af gjöfum. Jólin í ár voru líka ansi frábrugðin síðustu jólum þegar við Bubbi vorum bara 2. Ólöf Jóna var hjá okkur núna og nýja barnið búið að bætast í hópinn. Svo gjafaflóðið flæddi undan trénu. Bestu þakkir f. allt saman og líka öll jólakortin:)
Nánari útlistun á gjöfum er á Barnalandi ;)

Áramótin voru fín. Mamma, Biggi, Lea og Birna Rún komu í mat og við átum ofsteiktan grísabóg sem ég skreytti ríkulega af negulnöglum og lárviðarlaufi. Skellti svo góðri gommu í botninn á ofnpottinum... Mamma kom svo um 18 og reddaði þessu með góðri sósu :) Mjög hentugt að bjóða mömmu í mat.
Þau fóru svo rétt yfir miðnætti (skutum upp engum flugeldum, enginn tímdi að horfa á peningana fuðra upp í bókstaflegri merkingu) og mér tókst að drekka hálfan bjór og þakka fyrir að hafa bara gefist á upp honum því mjólkurframleiðslan rauk upp í hæstu hæðir. Gaf stelpunni 2x yfir nóttina þó hún væri nú bara að umla í svefni (hefði alveg getað gefið bara dudduna) því mér leið eins og ég væri komin með stálma.

Síðustu 2 daga hefur verið hálfgerður vesaldómur á litlu fjölskyldunni. Ég og Sigríður Katla með kvef og Bubbi almennt slappur og e-ð slæmur í belgnum.

En jæja, nú var litla sofnuð í annað sinn í kvöld en er aftur vöknuð, enda ekki alveg komin hennar háttatími;) Ætla sko alveg að vakna um 11 á morgun og reyna að koma okkur á rétt ról aftur.