sunnudagur, desember 21, 2008

Til hamingju Lea:)

Lea útskrifaðist í gær frá FG, gleymdi alveg að nefna það í bloggfærslu gærdagssins.
Til hamingju með áfangann Lea mín og haltu áfram að vera dugleg.
Við gáfum henni saumavél í útskriftargjöf, sem kemur sér vel í kreppunni. Hún er sko alveg svakalega dugleg að sauma föt og á örugglega eftir að nota vélina helling.

laugardagur, desember 20, 2008

Allt á kafi í snjó :)

Jólin nálgast eins og óð fluga og mér finnst allt of mikið eftir.
En samt er í rauninni ekki svo mikið eftir, bara að klára að glerja, brenna það, pakka flestu inn og svo er húsið á hvolfi...
En það er allt í lagi, ég verð í veislum og boðum um helgina og verð svo mest lítið hér heima hvort sem er um jólin en það eru ansi mörg boð á milli jóla og nýárs. Þó á ég eftir að finna tíma f. boð með mömmu (maður verður nú að fara að sýna barnið um jólin :) ) og svo er mamma Bubba líka að tala um e-ð boð...
Það er svona þegar allir eru skildir, þá doblast öll boð.
En maður á náttúrulega alls ekki að kvarta, þarna verður gnægð af fríum mat. Og maður þarf jú að borða um jólin og það vel.

Prófaði snjósleðann okkar um daginn. Fengum stelpu kunningsfólks okkar til að passa litluna í svolitla stund á meðan við Bubbi fórum á sleðanum og fjórhjólinu upp í dal.
Fjórhjólið var að drulla á sig í öllum snjónum en snjósleðinn gjörsamlega orgaði áfram, vá hvað hann var fljótur upp á fótboltavellinum. Hann er líka 1000 hestöfl sem er eiginlega óþarflega mikið.
Margir hafa spurt hvenær megi prófa... það er undir hverjum og einum komið, þeir hinir sömu þurfa að koma sér hingað þegar það er snjór og Bubbi mun örugglega leyfa prufukeyrslur með glöðu geði.

Sigríður Katla fór í skoðun í vikunni og er farin að fyljga meðalkúrfunni í þyngd, enda rauk hún beint upp í þyngd en fer sér örlítið hægar í lengd, enda er hún orðin ansi búttuð og vel haldin :)
Hún brosir sínu blíðasta alla morgna svo það er engin leið að vera morgunfúll.
Verð að láta eina mynd fylgja með af henni brosandi.
Svo fórum við á jólaball ÁTVR um daginn og við náðum þessari mynd af Ólöf Jónu og Siggu. Ólöf Jóna var sko bara að spjalla við Siggu eftir ballið. Sá það þegar ég kom frá því að gefa litlunni frammi, dreif mig að sækja myndavél og smellti af.En jæja, barnið er sofnað úti í vagni og þá er best að nýta tímann og gera e-ð af viti.

þriðjudagur, desember 09, 2008

Jólasteikin komin í hús:)

Enn bætist í kinnarnar á dömunni og er hún farin að minna pínulítið á bolabít... samt sætan bolabít...

Jæja, þá er sjálf jólasteikin komin í hús.
Ákvað að labba, já þið lásuð rétt, að labba í snjósköflunum með fína Simó vagninn minn niður í Bónus. Langaði aðeins að testa vagninn í svona færð, hann kom mjög vel út:)

Aðaltilgangur ferðarinnar var annars að fara með kort og pakka sem eiga að sendast til útlanda. Sendi alltaf Helle smáglaðning og fylltar lakkrísreimar hver jól:) Hún er mjög svekkt yfir því að blár Opal fæst ekki lengur, henni fannst svo mikið sport að éta nammi með klóróformi í :D´
Mér tókst að vera það tímanlega í þessu að ég gat sent Helle pakkann í B-pósti. En ef ég hefði verið að senda þetta til Noregs hefði víst ekki unnist tími f. B-póst að sögn póstafgr.konunnar því póstþjónustan í Norgegi er víst alveg afspyrnu léleg!

En ég ákvað s.s að versla smá í leiðinni og JESÚS minn hvað allt heldur áfram að hækka!! Oststykki er komið upp í tæpan 1600 kall, sem er alveg 500 kr. hækkun!!
Keypti svo munað eins og piparkökur en tímdi ekki enn að kaupa Nóa-konfektið en veit að ég gef mig stuttu f. jól...

Litla Sigríður var með versta magaverk hingað til, í nótt. Hún vældi, gargaði og kveinkaði sér til að verða 4, en þá sofnaði hún loksins greyjið, datt loksins út þegar ég var farin að ganga með hana um gólf.
Enda hefur hún verið meira og minna sofandi síðan f. utan rúml. klst. vöku í kringum 14 í dag, en þá tókst henni líka að fylla heila bleyju - jei, eitthvað sem hefur ekki tekist hjá henni í 9 daga.

Bubbi er svo nýkomin heim, skreið í bað, sofnaði og hefur nú fært sig yfir í rúmið. Hann hefur verið að moka í bænum og laga snjómoksturs-traktorsgröfuna meira og minna síðan kl. 6 í gærmorgun. En þetta er fínt að hann fái svona tarnir, fullt af næturvinnutímum sem gefa vel af sér :)
Vonandi snjóar bara nokkuð vel fram að jólum;) En nú er spáð rigningu svo hann fær frí á morgun í vinnunni.
Sem er fínt, þá klárum við líklega baðherbergið.

Skelli inn smá myndum að litla dýrinu. Hún er farin að brosa næstum eftir pöntunum sem er alveg frábært:D


föstudagur, desember 05, 2008

Georg Jensen og baðframkvæmdir

Jólin nálgast víst.
Finnst samt ekki eins og þau séu að koma, en er samt svona að reyna að mjaka mér í jólagírinn. Tók aðeins til í dag, skreytti og hlustaði á jólatónlist. Verð nú að viðurkenna að ég komst í smá gír þegar ég hengdi upp Georg Jensen skrautið mitt. Það er svo fallegt.
Á óróann frá 06 og 07. Tengdó hefur gefið mér þá. En ég hringdi samt sérstaklega í hana í dag til að láta hana vita að hún ætti ekki að kaupa óróann í ár því ég sá hvað hann er farinn að kosta og mér myndi líða illa að fá svona dýra gjöf, þar sem við ætlum ekki að gefa dýrar gjafir í ár.
Hann er kominn í 5960 kr. þar sem ég sá hann allavega!!!
Hægt var reyndar að fá eldri útgáfur á 3þús. og e-ð sem er aðeins skaplegra.

En nóg af óróum... maður er nú orðinn meira gamalmennið að hafa áhuga á þessu -hnuss.
Þarf náttúrulega ekki að taka fram hvað ég væri til í að eiga aðventukertastjakann frá þeim.
En jæja, nóg af þessu rugli, og ég meina það :)

Erum aðeins að taka baðið í gegn hjá okkur. Erum að vanda okkur mikið og leggjum mikið í þetta. Fór svo að pæla hvort það væri ekki vitleysa ef maður missir húsið...
En við munum allavega búa hér frítt (þannig séð) til nóv. 2011 þar sem frysting ÍLS er í vinnslu. Það tekur bara óhemju tíma hjá þeim að afgreiða þetta... líklega nóg að gera hjá þeim.
"Bara" að borga fasteignagjöldin sem eru um 250 þús á ári. Algjör geðveiki. Mætti halda að við byggjum ofaná olíuauðlindum.

Sigríður Katla dafnar vel. Er farin að góla þar til maður tekur hana upp, þau eru snögg að læra. En hún er nú yfirleitt voðalega góð og er foreldrum sínum ekkert of erfið. Hún þyngist dag hvern og er bara hreinlega farin að síga aðeins í þegar maður heldur á henni. Merkilegt hvað hún getur þyngst hratt.