fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Skírn eftir 2 daga

Jæja, best að sinna þessu bloggi aðeins. Hef hvort eð er ekki nennt að blogga inn á barnaland og það er óþarfi að leyfa ykkur ekkert að fylgjast með litlunni, sem er nú að fá nafn eftir 2 daga. Það verður gaman að farið að geta notað það "in public":)

Skírnin er s.s. eftir 2 daga og þó við séum bara að bjóða því nánasta eru boðsgestir komnir upp í 35!! Veit ekki hvernig þetta gerðist, en það er gott að eiga marga að:)



Er búin að vera að vinna í þessu í nokkra daga og nú eru bara nokkrir hlutir eftir s.s. að finna sokkabuxur á stelpurnar (Tuski í Hveragerði er ekki að standa sig, þarf því að fara alla leið í Rvk að finna sokkarbuxur), kaupa buxur á Bubba en hann "vex" alltof reglulega upp úr þeim sparibuxum sem hann á. Ætla líka að sækja skírnarkjólinn á morgun en hann er á saumastofu þar sem verið er að sauma nafn stelpunnar í borðann. Ólöf sér um skírnarkertið og ég hringdi áðan og lét skreytingarkonuna vita nafnið og hún lofaði að pakka kertinu vel inn svo nafnið sæist ekki:)

Skírnarkakan er í bakstri og verður sótt á laugard. Hún var nú smá hausverkur en konan í bakaríinu sagði að hún vissi ekki til að það væri hægt að fá skírnarköku m. súkkul.bragði!! og vélaði mig til að panta svampbotna og fromage m. ávöxtum... yuck!

Minnir mig bara á svampklessurnar með rjómanum og perunum í gamla daga sem voru í öllum afmælum.

En ég talaði við bakarann sjálfan áðan og auðvitað er ekkert mál að hafa súkkul.botn. Reyndar verður hann ljós á lit, en m. súkkul.bragði og svo með jarðab. og súkkul.fromage. Reyndar með smá perum í öðrum frómassnum. Og svo sykurmassi yfir, svo hún verður skjannahvít.

Vona að hún verði rosa flott.

Hlakka bara ansi mikið til dagsins. Bubbi ætlar að segja nafnið og ég er að hugsa um að halda á henni.

...Gleymdi að setja þetta inn á netið f. 2 dögum... skírnin er s.s. í dag, sem þýðir að ég hef engan fjárans tíma til að hanga á netinu... Enda hætt núna:)

6 ummæli:

Helga sagði...

...og hvað var hún skírð? Erum mjög forvitin.

margrét sagði...

Já *roðn*
Hún var skírð Sigríður Katla, og er Kristbjörnsdóttir.
Mjög virðulegt;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nafnið!!!

Mjög flott nafn :) Eldfjalla-nöfn hafa löngum reynst vel ;)

kv. Anna & co

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nafnið á prinsessunni,ekkert smá fallegt nafn :)

Nafnlaus sagði...

Heyrðu kona, ef það er ekki tími núna til að skrifa bók þá veit ég ekki hvenær. Viltu fara að koma þér að verki og hrista þessa skáldsögu fram úr erminni, mig er farið að dauðlanga til að lesa hana!!

margrét sagði...

já, það er sko ekki málið að skrifa... veit bara ekki um hvað??