sunnudagur, ágúst 31, 2008

Slökun

Hugsa að ég fari að reyna að hafa hægar um mig.
Það var soldið stress í vinnunni f. helgi og svo fórum við í búðarferð í bæinn í gær (þar sem ég fann handpumpu á 7700 og rándýrar Avent snuddur) og ég vaknaði 3svar með samdrætti m. verkjum í nótt.
Hef tekið því svakalega rólega í dag enda hef ég ekki fundið f.neinum óþægindum.

Er komin með allflest sem ég þarf og er nú að velta fyrir mér hvort ég eigi að kaupa gjafapúðann úr Rúmfó. Hann kostaði bara 2500 (sem er ódýrara en ég hef séð áður) en mér fannst fyllingin e-ð cheap. Svona litlar hvítar frauðkúlur... eiga ekki að vera grjón í þessu. Svo heyrist svo hátt í frauðinu... Er það eðlilegt? Kannski venst það bara.

Þvoði fyrsta barnaþvottinn í gær og svo skemmtum við okkur við það að hengja upp þessi ótrúlega dúllulegu föt og sætu litlu sokka. Kemur sér vel öll fötin sem Anna lánaði mér. Sýnist að þetta sé bara alveg hæfilegur skammtur fyrstu mánuðina.

Er að hugsa um að hætta í jóganu og færa mig aftur yfir í sundið. Fannst síðasti jógatími svo erfiður. Er oft líka orðin þreytt um hálffimm þegar tímarnir eru og er að drepast úr bjúg eftir vinnudaginn. Það hentar mér orðið betur að fara frekar í sundið og fljóta þar um með hinum hvölunum:)

Set fljótlega inn myndir af þróun bumbunnar.

2 ummæli:

Helga sagði...

Jamm, ég færði mig yfir í hádegistímana. Þeir eru reyndar aðeins erfiðari líkamlega en þá leggst maður bara niður og slakar á :o)

Finnst þér ekki svolítið fyndið að uppáhaldsstund flestra í jóganu er þegar maður liggur og slakar á.

Hvað ætlarðu að vinna lengi?

margrét sagði...

Ætla að reyna að vinna sem lengst, en er mjög nýlega farin að finna illþyrmilega fyrir takmörkum líkama míns. Læt það því bara ráðast hversu lengi ég endist í vinnu... en ég þyrfti að fara að minnka við mig.
Samdrættir og grindin farin að stríða mér.