laugardagur, ágúst 16, 2008

bráðum 32 vikur og Bubbi 32 ára í dag.

Sælt veri fólkið.
Dalvík var ágæt- fiskisúpan á föstud.kvöldinu var rosa skemmtileg. Gaman að smakka mismunandi súpura og bera saman.
Fólk hefur lagt ótrúlega mikið upp úr skreytingum í kringum húsin sín og ég sá ekki eitt ljótt hús í niðurníslu (er ð í því?). Alveg ótrúlegt hvað öllu er haldið vel við. Sá einn ljótan lágan steyptan kant með flagnaðri málningu v. hús (sem leit annars mjög vel út) - það var allt og sumt!
Bryggjufjörið á laugard. var líka fínt, þá gekk maður á milli bása og át á sig gat.
Fór m. mömmu á handverkssýninguna inn í Hrafnagili á föstud. Margt mjög fallegt þar, keypti samt bara krem á bumbuna - bumbugaldur til varnar sliti.

Annars á ég líka 2 teg af bumbukremi sem Anna gaf mér og ég nota nískulega því þau eru rándýr (hef t.d. séð verðið 3100 á Weleda olíunni í Lyfju!!) en ég nota eitthvað á hverjum degi og vona að það komi ekki slit.
Ólöf Jóna horfði með hrylling á mig um daginn þegar ég hafði útskýrt tilgang þessara krema (nú barnið spurði...) og sá líklega f. sér að maginn gæti slitnað og allt hrunið út. Varð að útskýra betur svo hún fengi nú ekki martraðir blessað barnið:)
"það getur komið slit á magann" hljómar líklega ekki vel þegar maður veit enn ekkert um slit og appelsínuhúð haha.

Bubbi á afmæli í dag og ég ætlaði ekki að gefa honum neitt, enn fúl yfir að hann klikkaði á afmælisgjöf f. mig, en gaf mér þó blóm... (ég vil helst fá gjöf um leið og ég vakna)
En fór þó af stað í fyrradag og ætlaði að skreppa í hád. íElko og kaupa DVD handa honum. Hann var líka að fá rafsuðu um daginn sem átti að vera afmælisgjöfin í ár.
Á leiðinni í Elko ákvað ég að kaupa íslenska GPS kortið handa honum því við eigum tækið. Þegar í Elko var komið greip mig eitthvað rugl og ég keypti plasma skjá f. vel á annað hundraðið...
Var kannski "aðeins" að hugsa um sjálfa mig líka en ég þarf nú að hafa þokkalegt sjónvarp í fæðingarorlofinu...
Hann hefur allavega aldrei verið eins ánægður með neina afmælisgjöf enda eins gott:)
(hálsmen, fatnaður og þvíumlíkt hefur ekki fallið í kramið á fyrri afmælum)

Heilsan er fín, finn samt vel f. bjúg, soldið f. brjóstsviða og næturklósettferðum. Get ekki legið lengur með góðu móti í Lazy-boyinum f. framan sjónvarpið því þá næ ég ekki almennilega andanum. Get ekki gengið hraðar en snigill liggur við nema fá samdráttarverki. En þetta styttist, það eru góðu fréttirnar. Stelpan virðist hraust og finnst oft gaman að hamast á nóttunni. tvisvar hef ég fundið hiksta. Frekar fyndið:)
set inn bumbumynd fljótlega.

Fékk pakka alla leið frá Suður Afríku í morgun, með 2 samfellum frá Lilju, konu Þórarins. Takk fyrir það. Alltaf gaman að fá sendingar:) Á þeirri minni stendur "worth the wait" -hrikalega sætt.

Engin ummæli: