Enn styttist í stelpuna.
Er byrjuð að hamast í undirbúning og finnst ég þurfa að gera ansi margt en er að hugsa um að reyna að takmarka mig svo ég ofgeri mér ekki.
Gerði mér lítið fyrir í gær eftir heilan vinnudag og ryksugaði og skúraði allt húsið svaka vel, svo ég geti látið Bubba skúra rétt f. settan dag, þar sem ég veit að hann skúrar ekki sérlega vel, mun það skipta minna máli þar sem ég hef tekið þetta svona vel núna...
Svo langar mig að taka skápana, mála baðið, henda úr skúrnum, fara með bílinn minn í skoðun, gelda köttinn og svo á ég eftir að þvo barnafötin, redda mér skiptiborði, skiptitösku og kaupa ýmislegt smálegt eins og snuddur og fl.
Ég á líka eftir að finna barnapíutæki, langar í brjóstapúða, sling eða moby wrap (sem ég er samt ekki svo viss um að ég myndi nota mikið...og því spurning hvort ég fái mér slíkt), brjóstapumpu, vantar útigalla og myndi vilja kerrupoka...
En krílið kemur nú víst hvort sem allt þetta verður komið eða ekki. Geri mér líka grein fyrir að það sem það þarfnast mest getum við Bubbi séð um að skaffa sjálf, mjólk (fellur meira í minn hlut;) og hlýju :)
Aftur á móti er nú líka margt komið.
Er komin með vöggu, sæng, 1 rúmföt (kannski gott að eiga önnur til skiptanna) slatta af láns og keyptum fötum, taubleyjur (ætla samt að nota bréfbleyjur...) bílstól, hókus pókus stól , vagn og gamlan maxi cosy stól sem Lea var í, sem er alveg fínn.
Erum búin að mæta 1 sinni í fæðingarfræðslu og förum aftur næsta þriðjudag, Þá verður fæðingardeildin á Lansanum skoðuð. Förum líka á parakvöld í jóganu þar sem ég vona að Bubba verði kennd nokkur góð nudd-trikk svo hann verði að sem mestu gagni í fæðingunni :)
Einnig er búið að panta f. köttinn í geldingu á þriðjud. Er ekki að nenna annari holskeflu af kettlingum eins og hefur verið hér á heimilinu síðustu 2 vor.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Farðu nú varlega með þig, á meðan þú átt bílstólinn og vögguna þá ertu ágætlega sett
reyndar er brjóstagjafapúði og svona brjóstahaldarainnlegg rosalega hentug fyrstu dagana :)
Æj þetta er svo spennandi :)
En heyrðu, mér líst ekkert á að þú ætlir að nota bílstól síðan Lea var lítil... það er ekki mælt með að nota bílstóla sem eru yfir svona 5-8 ára gamlir og þeir þurfa að hafa öryggismerkinguna ECE R44-03 eða ECE R44-04. Plastið í þessum stólum eldist nefnlega og öryggiskröfurnar eru alltaf að aukast. Er ekki hægt að leygja svona ungbarnabílstóla á Íslandi?
Bestu kveðjur
Anna Umferðaröryggisáhugamanneskja ;)
Nei ertu brjál...:) Keypti sko splunkunýjan Graco bílstól í sumar. Ætla bara að nota maxi cosy stólinn hérna heima.
Úff, nei myndi ekk setja barn í þessu í bílinn:)
Fjúkk þvílíkur léttir! ;) En ég hef nefnilega séð fólk á ferli með alveg merkilega eld eld gamla bílstóla, sumir sem eru greinilega bara ekkert að spá í þetta, en það er kanski ekki þannig á Íslandi samt ;)
Nei, hér eru alltaf nýjustu grjæjur ;) Og það sniðuga við þennan stól er að það er svona base í bílnum, þá er bara nóg að smella stólnum í base-ið. Svo fæ ég lánaða kerru sem ég get smellt stólnum í líka... algjör snilld :)
Skrifa ummæli