mánudagur, ágúst 04, 2008

Ferðalög og kvart

Erum á milli ferðalaga. Komum frá Flúðum í gærkvöldi og förum á Dalvík á miðvikudag. Bubbi myndi vilja leggja af stað strax á morgun en ég vil vinna smá á miðv.deginum. Ætla að rukka fólk á Grand fyrir val-ferðir og svona. Og komast aðeins niður úr e-mail bunkanum sem hefur örugglega hlaðist upp yfir helgina. Var að drukkna í e-mailum í síðustu viku. Einn daginn bárust rúmlega 40 og næsta dag komu c.a. 30-35. Finnst það fullmikið, miðað við að það þarf að svara þeim flestum.
En í sambandi við fríið í næstu viku, að þá hugsaði ég nú sem svo að hinir geta líka bara reddað því ef eitthvað kemur upp í samb. við mína hópa. -Sem verður náttúrulega pottþétt eitthvað, en ég er að meina að maður er ekkert ómissandi.

Já og þetta með Dalvík, verð að viðurkenna að ég er ekkert yfir mig spennt...
Þetta verður kraðak dauðans þar sem allir eru í einni kös að éta fiskisúpu heima hjá ókunnugu fólki. Veit að fólkið sem við parkerum hjá (þau ætla að taka frá fyrir okkur stæði) finnst gaman að drekka (eins og líklega flestu fólki sem er í útilegu og er ekki ólétt) og ég nenni því ekki.

En upp með bjartsýnina og gleðina. Má þakka fyrir að fara í ferðalag og fá soldið frí.

Væri samt spenntari að vera á einhverjum rólegri stað þar sem maður kemst í sund ef manni langar.

Þurfum að kaupa nýja dýnu því ég get ekki sofið lengur á dýnudraslinu sem fylgdi campernum í fyrra. Vegna aukinnar þyngdar er ég farin að sofa á spýtunni nánast, þar sem dýnan pressast bara saman í ekkert.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvað meinaru.. það verður örugglega rosalega gaman hjá ykkur.. svo er mamma og pabbi að fara líka á fiskidagana.. Meðan ég og Birna verðum í bænum og förum á Gaypride;)

margrét sagði...

hnuss...
Væri alveg til í að fara á Gay pride. Hef alltaf farið og það er agalega gaman.

Nafnlaus sagði...

Þar sem ég hef ekki séð þig síðan á ættarmótinu held ég er spurning að fá fleiri bumbumyndir af þér?

Nafnlaus sagði...

Ég skyl ekki alveg afhverju þú ert að hvarta,Aumingja ég missi af þessu öllu :-(
Það er ekki gaman að missa af svona stótum parti af Íslenska sumrinu...Djók allt gott að frétta frá Afríku.
Er fyrirsætan búin að fá pakkann sem ég sendi?

margrét sagði...

Já fengum pakkann í dag:) takk kærlega fyrir sendinguna, ekkert smá sætar samfellur. Textinn á þeirri minni "worth the wait" er alveg frábær:)

Já er einmitt að fara að setja inn nyjar bumbumyndir fljótlega... er allavega búin að taka hana.