miðvikudagur, júní 25, 2008

Mest lítið að frétta.

Fór í mæðraskoðun í gær og allt leit vel út. Er komin 24 vikur í dag og þá eru 16 eftir, 112 dagar...
Byrjaði líka í meðgöngujóga í gær. Kom mér á óvart hvað ég var stirð, en ég gat næstum ekki sumar einfaldar æfingar sem ég gat auðveldlega í haust. Svakalega var ég stirð. Þessi fótur (eða taug) er soldið að stríða mér. Ljósan sagði að þetta væri líklega v. þess að nú er grindin komin á hreyfingu og er líklega að þrýsta á e-a taug sem liggur frá baki niður í fót, það útskýrir þennan kjána"gang" í mér:)

Hér verður afmælisveisla næstu helgi. Ekki koma nú margir, fólk er allt í fríi um hvippinn og hvappinn. Þetta verður þá bara fámennt og gott. Ætlum að halda upp á 6 ára afmæli Ólafar Jónu með pulsu og ísáti og henda krökkunum í pottinn. Hef ekki séð hana í heilan mánuð en hún kom hérna síðast á meðan ég var úti. Ætli hún sé ekki vaxin upp úr þessum fötum sem ég keypti á hana:)

Set kannski bráðlega inn einhverjar myndir, það er svo leiðinlegt að skoða blogg án mynda.

sunnudagur, júní 22, 2008

Afmæli í dag:)

Ég á afmæli í dag:D Er bara að taka því rólega heima og raða smátt og smátt inn í stofuna aftur eftir að nýja parketið kom. Er bara óvenju róleg yfir því að eiga afmæli og var bara "næstum því" farin að grenja í morgun- en gerði það ekki -jei fyrir mér:), en ég fæ alltaf einhvern svona amælisblús, veit ekki alveg afhverju, líklega v. þess að þetta er bara ekki eins merkilegur dagur og þegar maður var lítill. Á bara eitthvað erfitt með að aðlagast því. En ákvað f. nokkrum árum að reyna bara að hugsa sem svo að þetta væri ofurvenjulegur dagur.
Búin að fá dvd frá Birnu Rún og Stjána (örugglega svaka fín mynd -takk fyrir hana:) og rosa fínan blómvönd og sæta "ástin mín" bók frá Bubba. Reyndar gaf hann mér nákvæmlega svona bók f .2 árum svo ég mun skila þessari:) En það er hugurinn sem gildir.
Hann hafði ómögulega getað fundið upp á hverju hann gæti gefið mér í afmælisgjöf svo ég bjargaði honum þetta árið og ætla bara að kaupa mér fína skó í vikunni.
En það er bara af því að ég er tiltölulega nýkomin frá DK og var ekki að reka á eftir honum hvernig gengi að finna gjöf handa mér.
Hann sleppur ekki svona vel næsta ár, því get ég lofað. Það var einmitt þetta gjafaleysi frá Bubba sem kom "næstum" því hinu árlega afmælis-táraflóði af stað, en ég stappaði í mig stálinu og minnti mig á að ég er orðin stór og þarf ekki að væla þó að ég fái ekki pakka um leið og ég vakna.

Danmerkurferðin gekk bara nokkuð vel. Er loksins að jafna mig í skrokknum eftir allt labbið. Anna er náttúrulega orðin alveg þrælvanur labbari og var að stinga mig af með barnavagninn.
Fólk þarna labbar bara það sem það þarf, í strætó og annað. Þannig að ég skjögti með. Og ég meina sko skjögti. Bæjarferðirnar voru svo hrikalega erfiðar að ég vældi næstum því strax eftir fyrsta hálftímann. Var að drepast í vinstri fætinum út af þessari "taug" sem lætur mér vera illt frá fætinum upp í bak og mjöðm. haltra eins og ....ja- haltra bara:) Langaði rosalega að hafa staf eða göngugrind. Það hefði bjargað einhverju.
En ég keypti soldið af barnafötum, samt ekkert mikið þar sem ég fékk alveg helling af svona grunnfatnaði frá Önnu.
Fann líka æðislega óléttuföt, er sérstaklega hrifin af 2 bolum/peysu sem eru með svona ská sniði yfir brjóstin og ég get seinna meir tekið frá öðru brjóstinu í einu og þannig gefið brjóst án þess að þurfa að rífa allt upp um mig. Algjör snilld ef maður er einhversstaðar in public.Keypti líka 2 gjafa-haldara, annar er nú næstum of lítill (var samt það stærsta í HM) hinn er voða fínn úr Change en er að drepa mig eftir smástund því saumarnir eru þvílíkir innaná honum. Skrítið að hugsa ekki út í að ganga betur frá saumum/samskeytum í svona höldurum. En ég finn ráð við því:)
Keytpi líka eitthvað á Ólöfu Jónu og Bubba. Svo allir fengu eitthvað.

Jæja, ætla að skella mér niðr´í Bónus og bakarí og versla eitthvað smá f. gestina. Pabbi og Co og mamma ætla að kíkja á eftir.
Í kvöld förum við svo á uppáhaldsstaðinn okkar, Caruso. Þar ætla ég að éta á mig gat:D og koma svo heim og horfa á nýju myndina.

p.s. skrifað seinna: fékk pott (mikil búbót) og bók frá mömmu um andleg málefni og sætan vasa úr Pier frá Leu. Frá pabba og fjölsk. fékk ég slopp því þeim þykir sá ofurmjúki og þægilegi sem ég á ljótur... en ég ætla að eiga báða, veitir ekkert af þegar ég er að fara eignast litla gubbuvél

fimmtudagur, júní 12, 2008

Ekki alveg minn dagur...

Dagurinn í dag var einn sá misheppnaðasti sem sögur fara af.
Fyrsti hluturinn sem fór úrskeiðis var að það uppgötvaðist að ég hefði ekki fattað að minnka hádegispöntun á Hótel Reykholti úr 43 pers. í 29. Þetta fattaðist ekki fyrr en klst. var í matinn þannig að hótelið vill auðvitað fá matinn greiddan.
Klúður 2 fattaðist þegar ég var að fara í gegnum gamlan póst en kona frá Fosshótel hefur sent mér póst 29 maí og spurði þá hvort hópur nokkur væri staðfestur sem pantað var fyrir löngu f. jól. Þar sem ég þekkti ekki hópanafnið -aldrei séð það áður og hafði ekki vit á að biðja e-n að aðstoða mig við að finna út úr því hvaða hópur þetta væri eiginlega heimtar Fosshótel nú afbókunargjald fyrir allavega 20 herbergi sem er ansi mikið svo ekki sé meira sagt.

Mér leið svo ömurlega yfir þessu að ég ákvað að kíkja út og fór allavega með dvd-inn í viðgerð -sem var líklega það eina sem ég gerði af viti í dag. Svo ákvað ég að kaupa mér ís til að láta mér líða betur og þar sem ég er að keyra götu eina þar sem er 30 km hámarkshraði -talandi í símann -beltislaus, tek ég allt í einu eftir grænum station bíl sem tekur alla gangstéttina og um svipað leyti og ég er að átta mig á því að skottið er stútfullt af einhverju tækjdrasli blikkar rautt flass framan í mig.

Mér var allri lokið og gjörsamlega orðlaus yfir þessu.

Bubbi sagði í símanum að maður ætti eiginlega bara að taka frí og fara heim á svona dögum. En ég fór í Nóatún og keypti kassa af ís handa skrifstofunni. Reyndar var fólkið sem þurfti helst á ís-uppsleikingu að halda akkúrat ekki við. En við hin fengum okkur þá bara ís.

Eftir vinnu hef ég verið á fullu að undirbúa Köben ferðina mína á morgun. Vildi líka endilega slétta á mér harið sem tekur allt of langan tíma og vildi líka elda mat sem var nú eiginlega alveg óþarfi og allt of mikil orku-eyðsla. Special K er alveg nógu góður matur.
Er alveg uppgefin núna. Þessi bumba er farin að þyngja mig ansi mikið.

En s.s. já ég er að fara að skreppa til DK í 4 daga og hef hugsað mér að versla slatta af barnafötum og á sjálfa mig:) Eitthvað á Ólöfu Jónu og kannski eitthvað á Bubba.

laugardagur, júní 07, 2008

Jarðarber og kartöflur. Sumarið er víst komið:)




Þá er 19. vika og 21 vika komin hérna til samanburðar. Sá skelfilegi atburður átti sér stað að nú tek ég alltaf myndir á oddatöluvikum sem mér finnst eiginlega alveg agalegt...!!! en það er af því að það gleymdist að taka mynd eina "sléttu" vikuna og þá neyðist ég til að hafa þetta á "odda" vikum til að halda 2 vikna millibilinu...
Hérna sést allavega verulegur munur:)


Erum öll að koma til eftir jarðskjálftann en þetta hafði líklega aðeins meiri áhrif á mann en maður reiknaði með í upphafi. Við Bubbi höfum verið svo gríðarlega þreytt alla vikuna og sérstaklega fyrstu dagana á eftir. Þá vorum við nú bara algjörlega örmagna, án gríns. Núna erum við bara þreytt:)

Svo er maður svo taugaveiklaður í eftirskjálftunum, kom síðast einn í gærkvöldi þegar við vorum að glápa á imbann og svo einn í morgun þar sem ég lá í leti í rúminu. Maður svona rennir augunum yfir umhverfið, hlustar og finnur hristinginn og metur hvort maður eigi að skríða undir rúm eða drífa sig út eða bara sitja rólegur og bíða þetta augnablik þangað til allt kyrrist aftur.


En á heildina litið gengur nú allt vel. Meðgangan gengur vel og ég ætla að nýta helgina í að slappa af. Er reyndar að mana mig upp í að fara að planta kartöflum úti í garði, vona að ég sé ekki of sein að gera það. Já og svo þarf nú að vökva jarðarberjaplöntuna en ég keypti svona lítið plastgróðurhús um daginn í Europris til að gefa plöntunni meira skjól og hita. Er að reyna að ná henni jafngóðri og plöntunni sem var GRAFIN burt síðasta vor þegar bannsett vinnuvél kom að gera helv. bílastæðið f. pick-uppinn v. hliðina á skúrnum. Þetta var svo góð og gróin planta, sé ennþá eftir henni. Var sko búin að stinga í kringum hana og skrapp svo upp í Garðyrkjuskóla m. Aldísi á sumardeginum fyrsta og þá komu þessir iðnu menn og grófu allt í tætlur, ég bjóst ekki við þeim fyrr en daginn eftir, hélt að allt almennilegt fólk væri í fríi:)

miðvikudagur, júní 04, 2008

Skjálftamyndir og stelpan 20v. Allt á sama degi:)

Hérna eru litlar iljar.



Tolvuherbegið og búrið

Eldhúsið.Algjör myndaóreiða:)...þið þurfið sjálf að para réttan texta við myndirnar.

Nokkrar skjálftamyndir. Eldhúsið virkar nú alveg þokkalegt en bekkurinn og gólfið var nú samt þakið gleri. Skjálftinn sá svo um að loka aftur sumum skápunum á eftir sér:)


Ætla líka að setja hérna inn myndir af stelpunni okkar. Komin 21 viku í dag. Þetta styttist aldeilis. Bara 19 vikur eftir