sunnudagur, maí 18, 2008

Rétt að láta vita af mér

Ætlaði bara rétt að skrifa nokkar línur...
Það hefur verið alveg kreisí að gera síðustu daga, mamma hélt upp á 50 ára afmælið sitt í gær og það var heljar veisla heima hjá þeim. Mjög gaman og mikið drukkið, þó ekki ég:)

Meðgangan gengur súper vel og ég er farin að finna svolitlar hreyfingar. Samt er ég ekki alveg að ná þessu öllu saman ennþá, ætli ég átti mig nokkuð endanlega á þessu fyrr en krakkinn verður kominn í fangið á mér...?
Það styttist í 20 vikna sónarinn og þá ætlum við eins og fyrr segir að fá að vita kynið.
-Spennandi!!

Nýja vinnan gengur vel, alveg fullt af nýju að læra og á föstud. hætti stelpan sem ég tek við af, þannig að hér eftir er ég ein á báti með amerísku og norrænu hópana... soldið skerí tilhugsun en þetta reddast. Það versta er að f. helgi var e-mailinu sem ég hef notað í 3 vikur lokað (og þar með lokaðist ég frá öllum þeim sem ég á í samskiptum við- ekki hentugt, þar sem vinnan gengur út á netsamskipti...) Ég átti nefnilega að fá mitt eigið e-mail loksins, en það virkar ekki enn og ég hef s.s. ekki lengur þetta gamla. Ég gat lítið annað gert til kl. 17 á föstud. en að tína til bæklinga og föndra "welcome" skilti f. bílstjórana.
Á meðan halda hinar ýmsu ferðaskrifstofur um heim allann að ég sé bara ekkert að nenna að svara þeim.
Ég geri e-ð drastískt á morgun ef þetta verður ekki komið í lag.

p.s. Bubbi hefur gert okkur að meðlimum nr. 454 í hinu virta félagi: "Húsbílafélaginu" um daginn.
Hann datt í það þar sem við vorum stödd í útilegu með þeim upp í Hvalfirði um daginn og á meðan ég svaf áhyggjulaus, vitandi það að hann gæti sko engum peningum eytt á svæðinu þar sem enginn var barinn né nokkur tækifæri til fjárútláta, tókst honum að eyða 4000 kr. í meðlimagjald félagsins. Við höfum fengið senda límmiða og svona hvíta tölustafi til að líma í framrúðuna... úff, hvað við erum orðin gömul.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Margrét
Ég biðst afsökunar á því ða ég hafi bara farið úr vinnunni/hætt þarna á Föstudaginn án þess að kveðja þig. Þú átt eftir að standa þig ótrúlega vel í nýju vinnunni og þú bara sýndir það að þú ert bara ekkert vitlaus :-) ha ha ha (smá djók) þú átt eftir að ganga hópunum mínum í móðurstað og fylgja þeim í og úr hlaði eins vel og þú getur

Gangi þér ótrúlega vel Margrét mín
Kv Arndís Berndsen

margrét sagði...

Takk Arndís mín. Ég var líka bara alveg" er hún faaarin":) þarna á föstud. En við hittumst nú einhverntímann aftur sko:)
Fékk svo næstum taugaáfall í gær og æddi um póstinn minn og opnaði allar möppurnar og skildi ekkert, en náði svo tökum á mér;)