Þvílíkur dagur!!!
Byrjaði yndislega með sól í heiði og mér hlakkaði svo til sónarsins að ég gat ekki einbeitt mér í vinnunni.
Fór svo í sónarinn kl. 10:30 við sáum litla pjásu svo varla var um að villast:) þannig að mér er óhætt að fara að versla í bleiku.
Svo var ég bara á bleiku skýi til kl að verða 4 en þá kom þessi blessaði skjálfti. Sem betur fer var ég í bænum að vinna og fattaði ekki einu sinni strax að þetta væri svona slæmt heima.
Kallinn fór heim á undan og fékk mesta sjokkið og var búin að taka til það versta (eftir að hafa tekið vandlega myndir af öllu auðvitað fyrst)
Þetta er sko tjón upp á nokkur hundruð þúsund ef allt er talið með. sprunga utan á húsinu, fullt af munum brotið, sjónvarpið á hvolfi, með kassann beyglaðan, en það virkar þó. Tölvurnar, myndavélar, o.fl. græjudót slapp sem betur fer. Sumir skápar voru nánast tómir og margar hillur dottnar á "andlitið" og c.a. 50% af því sem brotnað gat í þeim brotnaði.
EN, við sluppum samt ótrúlega vel miðað við marga hérna. Ég get t.d. ennþá státað af heilum innréttingum og get lokað öllum skáphurðum, f. utan eldhúsbekkinn sem er ansi rispaður eftir glösin sem komu niður úr skáp.
Fólk sem við þekkjum missti næstum allt sitt og gardínunarnar héngu ekki einu sinni uppi hjá þeim!þannig að þetta hefði getað verið mun verra hjá okkur.
Er komin yfir reiðina sem helltist fyrst yfir mig, að þetta skyldi hafa endilega þurft að gerast í dag þegar ég var svona hamingjusöm með stelpuna mina
Er líka bara þakklát fyrir að hafa ekki verið heima og fengið blómapott í hausinn. Ætla sko að endurskoða þessa skrautmunahillu sem er beint f. ofan eldhúsborðið. Hef samt alltaf passað að hafa aldrei neitt f. ofan rúm eða sófa.
Og enn nötrar allt og skelfur. Maður heyrði reglulega í kvöld svona nötur þegar myndirnar á veggjunum nötruðu upp við veggina. Svo er eins og húsið sé statt á risavatnsrúmi, svona bylgjast til...
Skelli kannski inn nokkrum myndum á morgun eða þegar ég hef tíma.
Ætli helgin fari ekki í tiltekt. Ætla að reyna að fá að hætta fyrr á morgun, þarf að fara í vinnuna og klára allt fyrir einn hóp sem kemur á þri. og svo ætla ég að reyna að fá að stinga af.
Þvílíkur dagur.
Ætla að fara að sofa núna. Ætlum sko ekki að sofa inni, er komin út í camper, svo nú erum við í útilegu úti í garði, eins og reyndar margir hvergerðingar í nótt:)
Umferðin á leiðinni í bæinn í kvöld var eins og á góðum föstudegi, bara í öfuga átt...
föstudagur, maí 30, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Innilega til hamingju með stúlkuna!!! :o) Ég var einhvernveginn alltaf sannfærð um að þetta væri stelpa ;)
Gott að heyra að þið hafið það gott eftir hamfarirnar og að ekki fór verr með húsið.
Bestu kveðjur
Anna
Til hamingju með stelpuna :)
Æ ég öfunda ykkur ekki með þessar blessuðu hamfarir og ef það er eitthvað sem við getum gert þá endilega látið mig vita :)
Það er þá kannski spurning hvort Ólöf verði ekki bara hjá okkur um helgina og síðan þegar farið er að róast hjá ykkur þá getur hún komið :)
En guði sé lof að þið voruð ekki heima.
Bless í bili
Íris og Ólöf Jóna
Skrifa ummæli