laugardagur, maí 31, 2008

Enn allt í rusli

Erum rétt byrjuð á tiltekt en maður snýst aðallega bara í hringi... eins og maður viti ekki alveg hvar á að byrja. Rifum allavega teppið af stofunni í dag þar sem það var stútfullt af glersalla og við tökum ekki sénsinn á að láta prinsessuna tilvonandi skríða um í glerbrotum.
Það var algjör glermulningur í því ekki séns að ná því öllu upp. Nú spyr maður sig hvernig gler getur brotnað svona á teppi....:)
jú, ástæðan fyrir því var að bókaskápurinn minn með öllu íslendingasagna-safninu innihélt líka öll spariglös heimilisins (þ.á.m. fíneríinu sem amma hefur verið að gefa okkur síðustu jól -rosalega þunn glös) og hann féll fram fyrir sig og allt brotnaði vel og vandlega í honum. Þegar við réttum svo skápinn við, opnuðust hurðarnar, (brotnuðu nú ekki nema 2 gluggar í honum) og hrúgan streymdi út í þessa líka svakalegu bóka-glerhrúgu. Þetta eru sjálfsagt 50 bækur og slatti af glösum.... ég get ekki hugsað mér að hafa smábarn skríðandi í þessu bráðum.
Fóum í mat hjá tengdó í gær og hún sýndi mér alveg hrikalega sætt sett sem hún er búin að prjóna handa barninu. Og hún sem ætlaði ekki að vita kynið þó að við ætluðum að vita það, spurði náttúrulega strax í gær um kynið... ég vissi að hún myndi gefa sig.
Fattaði hjá henni að maður er soldið klikkaður eftir skjálftann því ég gat bara einblínt á allt þessa fínu glermuni upp um allt og út um allt, og fannst algjört glapræði að hafa þetta svona allt á ystu brún nánast. úff, sá þetta allt fyrir mér í klessu. Hún er sko ekki með svona tré-stíl þannig að allt skrautið hennar færi í mola. Fólk í Reykjavík er bara í öðrum heimi fyrir mér. Hvernig getur allt farið í klessu hér en 35 km. sunnar stendur hvert einasta glersnitti. Jú hún tók nú samt eftir því að 2 myndir á vegg höfðu "eitthvað skekkst!!"
Hugsa líka hvernig umhorfs yrði hjá pabba ef það kæmi góður skjálfti þar. Fjúff maður, allt glingrið, postulíns og gler draslið sem Ólöf erfði frá mömmu sinni. Magnið er þvílíkt að það þyrfti sjálfsagt bara að taka stóra gluggann úr á annarri hæð og fá gröfu til að moka innan úr húsinu...
Jæja, ætla að koma mér inn og fá mér morgunmat. Sváfum aftur úti í camper. Allt í gleri ennþá um flest gólf inni. En í dag koma Birna Rún, Stjáni og mamma og ætla að hjálpa i tiltekt, það verður fínt:)
Þetta er mynd af skjálftavirkninni síðustu daga. Fann þenna síðasta stór í gær þvílíkt vel og var lögð af stað út úr annars nánast tómri stofunni.

3 ummæli:

Aldís sagði...

Ég er búin að vera að hringja í ykkur. Datt í hug að símtólið hafi skolfið í felur í öllum hamagangnum. Sá þig fyrir mér, alveg brááálaða að leita af pípandi símanum í einhverju leynardómsfullu horni.
Ég hefði svo sannarlega komið að hjálpa ykkur að þrífa ef ég væri ekki að brenna inní með mína eigin flutninga og þrif sem þeim fylgir. Fjúff..

margrét sagði...

Humm, símtólið er til staðar. Reyndar hef ég ekki vitað um gsm símana í dag...
Erum búin að taka næstum allt til. Mamma var eins og hvirfilvindur um allt hús í dag. Nú á bara eftir að smella parketinu á og fá nýjar rúður í kaupbæti með. Plasma sjónvarp og lazy boy station fylgja í kjölfarið...
Tryggingarnar lofa góðu:)

Aldís sagði...

Er ekki um að gera að taka Pollyönnuna á þetta bara og smíla framan í heiminn?