miðvikudagur, apríl 16, 2008

14 vikur komnar


Mér finnst tíminn silast áfram. En samt tikka vikurnar inn -ein í einu (líklega ekki við öðru að búast...) og nú er ég komin 14 vikur. Sem þýðir að það eru 26 vikur eftir...

Komin smá kúla og naflinn strax orðin útstæður. Ferlega fyndið þetta með naflann. Tókst í fyrsta sinn ever að koma naflanum á rönguna um daginn og fann óvæntan glaðning, gamlan fílapensil í botninum, hverjum hefði dottið það í hug...

Annað merkilegt er að ég er komin úr barmstærð 85B í 90D, stökk barasta yfir C-ið eins og ekkert væri. Soldið svakalegt verð ég að segja.

Bíð spennt eftir því að fara að finna hreyfingar barnsins. Þær ættu að fara að finnast svona hvað úr hverju. Kannski í næstu viku ef ég verð heppin:)

Næst á dagskrá er að koma sér í gang með skrappið. Er búin að sanka að mér öllum efnivið til slíkrar bóka/albúmsgerðar en kem mér ekki í að byrja...


Myndin var tekin um páskana en þá styttum við okkur stundir með þessu 2000 stykkja púsli.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð góða, þú ert alveg ferlega orðheppin kona! Farðu nú að skrifa bók. Mæli með því að þú lesir "On Writing" eftir Stephen King og hristir svo eins og eina skáldsögu fram úr erminni. Held þú færir létt með það.
Og til hamingju með nýja djobbið, en það er auðvitað bara bráðabirgða, eða þartil búið er að gefa út bókina. Tíhí :)

margrét sagði...

Takk fyrir að hafa svona mikla trú á mér:) Já, það væri gaman að skrifa bók, veit bara ekki almennilega um hvað hún gæti verið...