laugardagur, september 08, 2007

Hundurinn dáinn.






Jæja, þær hörmungar gengu yfir heimilið í vikunni að Díkó okkar fékk loksins þann endanlega dóm að vera ekki húsum hæfur. Kvikindið virtist aldrei ætla að vitkast og eftir ófá geðveikisköst mín og Bubba yfir aðkomunni í þvottahúsinu og í búrinu var sú ákvörðun tekin að aflífa greyjið. Seinnipart sama dags og ákvörðunin var tekin var ég búin að draga í land og gat ekki hugsað mér þetta en Bubbi hélt þessu til streitu og upp í sveit fór hann með hundinn og er nú grafinn einhversstaðar austur í Hruna. Mikil ósköp er ég búin að grenja yfir þessu. En svona er víst lífið. Ég er með hrikalegt samviskubit yfir því að hafa ekki bara haldið áfram að fórna mér við að þrífa upp drulluna eftir hann þegar hann var búin að stinga af, komast í rusl einhversstaðar og étið hvað sem er. Hann hefði kannski verið betri ef við hefðum sinnt honum betur og unnið minna. En þessu fylgir gríðarleg ábyrgð og það er greinilegt að hún var ekki hugsuð til enda...

Auðvitað kenni ég Bubba um mest allt. Það var nú hann sem vildi hundspottið til að byrja með, fékk það í gegn að lokum og var svo búin að dömpa mest allri ábyrgðinni á mig áður en langt um leið. En eins og sannri konu sæmir sé ég um samviskubitið eftir þetta...

En nú þarf að komast yfir þetta og minnast hans bara með gleði. Því eitt er víst, glaðari og fallegri hund hef ég aldrei þekkt.



4 ummæli:

Íris sagði...

hæ hæ
æ leiðilegt með hundin þetta var kannski öllum fyrir bestu hundsins líka kannski.
Erfitt fyrir þessa hunda að vera allan daginn einir heima.
Ég hugsa nú að ein ung stúlka eigi ekki eftir að taka þessu vel.
En ég set það nú í ykkar hendur hvað þið vilji segja henni. Og ég mun bara stiðja ykkur.

Jæja þá er maður búin að skrifa smá comment hér ég kíkji nú stundum hér ;)
hafið það nú gott

Kveðja Íris

margrét sagði...

Já það hefur einmitt verið rætt hvað segja eigi við hana. Hann s.s dó í bílslysi...
Það gengur ekki að segja að hann sé fluttur upp í sveit því hún myndi örugglega alltaf vera að spyrja hvort við gætum ekki heimsótt hann...

Nafnlaus sagði...

hæhæ og takk fyrir síðast :) þetta var rosa gaman. Leiðinlegt með hundinn þinn, rosalega fallegur hundur...en svona er lífið eins og þú segir...:(

AP sagði...

Votta þér samúð mina, alltaf erfitt þetta með samviskuna, en ég er viss um að þetta var góð og skynsamleg ákvörðun fyrir alla aðila!

En hann var sannarlega minnisstæður hundur, Mía kallar enn þá alla hunda Díkó ;)