miðvikudagur, maí 30, 2007

Drama

Það er óhætt að segja að lífið gangi EKKI sinn vanagang hér í Hveragerði. Allavega ekki hjá mér.
Undanfarið hef ég staðið leiðindamáli í vinnunni sem má rekja til brjálsemi minnar. -sjá fyrri blogg.
Það er allavega skemmst frá því að segja að í dag mættu víst einhverjir foreldrar í skólann og afhentu undirskriftarlista þar sem þess var óskað að ég héldi áfram með bekkinn. Ég varð alveg gáttuð og yfir mig hissa á þessu ótrúlega frábæra fólki. Ég myndi vilja senda þeim öllum mail og þakka fyrir stuðninginn. En það er víst best að hafa sig bara hæga:I
En þetta gaf mér svaka styrk:)

... nóg í bili.

fimmtudagur, maí 24, 2007

Miðlar

Pantaði mér tíma hjá miðli. Ætlaði til Bíbí sem var hjá sálarranns.fél. en hún er víst löngu hætt. Fjandinn sjálfur, hún var alveg að gera sig, allavega fyrir mig. Það var allt vaðandi í ljónum í spilunum, eitt sem kom og fór á sjó (Bjöggi), eitt sem var bak við rimla (Sveinbjörn) og eitt sem ég setti svo allt mitt traust á (Bubbi). Alveg magnað!
Helga (úr 10-11) fór líka til hennar f. mörgum árum og það rættist hellingur, hún er t.a.m. með ítölskum manni. Hún hafði spáð því.

Í hitteðfyrra fór ég til Ólafs Hraundals og hann var afleitur. Það stóðst fátt nema þetta almenna, hmm... frí framundan? Ég fór sko til hans að vori!

En ég fékk tíma hjá Þórhalli og það er víst ekkert svo löng bið hjá honum núna því hann vinnur svo mikið!! Hversu góður getur miðill verið ef hann er bara með rað-lýsingar allan liðlangan daginn? Ég var líka búin að heyra að hann væri ekki svo góður og spyrði margra spurninga, en líka heyrt gott af honum þannig að ég slæ til.

Mygluð!



Nú styttist í skólalok og bara 2 vikur þar til ég verð komin til Amsterdam. Þar ætti ég að hafa tækifæri til að jafna mig á fréttum dagsins s.s bekkjarskiptunum;)

Ég festi kaup á Rolling Stones tónleikamiðum og við ætlum að skella okkur á föstud.kvöldinu þarna úti.


Myndin er af mér í campernum á sunnud.morgun að snæða morgunmat. Ólöf Jóna vaknaði 7.30 en við gátum kríað svefn til 8.30 því nú höfum við sjónvarp m. DVD í pallhýsinu:) Samt var maður nú frekar myglaður...
Heyrumst.

miðvikudagur, maí 23, 2007


Fórum í ferðalag síðustu helgi á Hellishóla. Höfðum það fínt í campernum. Myndir er einmitt af feðginunum að hafa það huggulegt í "eldhúsi" campersins.
Á staðnum er fínn salur og við erum búin að panta hann f. brúðkaupið okkar næsta sumar ("08)
Mjög spennandi allt saman.
Nú styttist í sumarfríið en ég hef hugsað mér að nota það einmitt til að fara í sumarfrí. Nenni ekki að bægsla með einhverja vinnulata unglinga sem nenna helst engu nema beygla klórur og brjóta skóflur. -Nei takk.