Mikið djöfull var ég dugleg um helgina. Hér var mikið þrifið og hengt upp. Jólaseríurnar nú til dags eru orðnar svo mikið rusl. Þær endast 1 jól og það eru ekki ýkjur. Maður má þakka fyrir ef hún endist yfir hátíðarnar!
Börnin eru nú þegar orðin ansi æst og býst ég við spennufalli um 12. eftir að fyrsti jólasveinninn kemur. Í mínum 7 ára bekk kveður við annað hljóð en hjá jafnöldrum þeirra í borginni. Hér er jólasveins-trúin nánast við lýði hjá hverju barni og hef ég heyrt þau tala um að þeim nægi að líta í augu jólasveinsins til að sjá hvort um ósvikinn er að ræða. Það hefur nefnilega kvisast út að nokkrir feik séu á sveimi! En flestir séu þeir þvottekta og komu þeirra er beðið með mikilli óþreyju.
Það hjálpar ekki að sum hver hafa étið smásúkkúlaði um morguninn (maður finnur það sko alveg á sumum) úr dagatalinu og sum jafnvel fengið jóla-jógúrt sem er sykrað jógúrt með SÆLGÆTI í lokinu.
Ég er hætt við að kaupa mér jólaföt. Ég get alveg fundið eitthvað sem maður hefur farið nokkrum sinnum í, í skápnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ekki má gleyma að ég bakaði líka...
Skrifa ummæli