sunnudagur, október 22, 2006

menningin skoðuð:p

Komiði sæl.
Í dag fór ég í Borgaleikhúsið að berja Ronju Ræningjadóttur augum. Ég mæli hiklaust með þessari sýningu. Laddi er öðru aukahlutverkinu sem Matthías pabbi Ronju... hvernig læt ég, auðvitað veit hvert mannsbarn hver Matthías er! Laddi er alveg frábær. Ég held að hann hafi nú ekki verið svo mikið í leikhúsi... Munið þið eftir einhverju hlutverki sem hann hefur verið í, í leikhúsi? Var hann kannski einhverntímann Mikki refur...

Já eins og hægt er að sjá er ég alveg upprifinn yfir þessu framtaki.
Mér finnst ég ákaflega göfug manneskja að hafa stungið uppá að bekkurinn færi:p Foreldrarnir voru nú sem betur fer með þannig að ég þurfti bara að mæta og horfa. Ég tók í hendina á 3 pöbbum sem ég hafði aldrei séð. Það var ágætt. Mikið var ég samt fegin þegar þetta var búið...

Í gær fór ég líka á tónleika -eða réttara sagt mætti ég í hljóðfæra pökkunina í lok tónleika:/
Ég ætlaði að mæta á tónleika á kaffi babaloo með Brynjari kærasta Aldísar en var að finna stæði á meðan þeir spiluðu....
Það er ekki á allt kosið, en ég sá bandið sem spilaði á eftir þeim, þau voru fín. Rólegt og gott:)

Hitti Bjögga frænda á téðum tónleikum og hann spurði hvort ég væri ekkert hrædd við jarðskjálfta þarna en ég sagði að það væri óralangt síðan það hefði gerst. Hann skellti þá fram"þá syttist í þann næsta...." Þetta er svosem alveg rétt!

Það hefur undanfarið verið umræða um að það sé ekki snjallt að byggja mannvirki ofaná sprungum eins og Sunnumörk-verslunarmiðstöð Hvergerðinga. Á bókasafninu getur maður gengið ofaná gleri og séð um leið téða sprungu. Það er meira að segja búið að leggja ljósa slöngu eftir einni sillunni þannig að maður getur ímyndað sér hvernig þetta gæti orðið umhorfs...hugsa sér ef allt færi bara af stað á meðan maður væri að velja sér bók!
þetta er varhugavert.

mánudagur, október 09, 2006

Enn af mynavélamálum

Ég verð að halda áfram með harðræðissöguna um digital-tæknina ógurlegu!
Nú hefur mér tekist að prenta út slatta af myndum og það var allt annað en auðvelt. Afhverju er það þannig í auglýsingunum að fallega konan styður létt á hnappinn og allt gengur eins og í sögu?(hef reyndar enga ákveðna prentara auglýsingu í huga en maður sér þetta samt alveg fyrir sér)
Það var eilífðar strögl að fá þessar myndir. Annaðhvort var blekið búið, prentarinn hætti bara að vinna eða þá að tölvan fór hreinlega út úr forritinu! Svo þarf alltaf að eiga pappír og hann er ekki svo ódýr nema maður kaupi einhvern hálfgerðan skeini-pappír.
Reyndar voru prentskipanirnar nokkuð stórar í hvert sinn eða ca. 150-180 myndir. En ég hef enga stjórn á mér í sambandi við ljósmyndunina sjálfa með digital vél þannig að myndirnar eiga það til að verða nokkur hundruð ef einhver viðburður á sér stað (eins og t.d jólin 2004- bara pakkaopnunin með Ólöfu Jónu voru um 250 myndir!!!) Það er ekki skrítið að barnið sé komið með myndavélastæla!

Ég er búin að setja eitthvað af þessu í albúm og verð að geyma hluta af myndunum sem ég hef þó prentað út því ég er ekki komin nema að janúar 2005!!!! og ég vil ekki raða saman myndum frá jan 05 og sept 06. Það er alveg af og frá.

Næst er bara að skoða mynddiskana frá febrúar 05- maí 05 og flokka út þær myndir sem ég vil
eiga á mynd og svo þarf að setja það í sér fæl. Þannig að nú er bara að stokka sig upp af ljósmyndapappír og taka fyrir næsta tímabil eða láta kannski bara flokkunina nægja og spara mér geðveikisvinnu og fara barasta með þetta í fuji.

Ég vil bæta því við að ég hef tekið upp gamalt og gott gildi- filmuvélina góðu. Ég fór í matarboð í gær og tók einungis 7 myndir!!. Enginn var flassblindur eða orðin þreyttur á að sitja fyrir:)

sunnudagur, október 08, 2006

Desember 2005



Ein gömul mynd sem er tekin í desember í fyrra á Tjarnarbrautinni.

Sunnudagur

Hah, þetta tókst. Að setja inn bloggið hér fyrir neðan! Og það kom meira að segja gömul dagsetning á þetta...?? 4.10.

Allavega. Nú er sunnudagur og við vorum að koma úr kveðjumat frá pabba hans Bubba þar sem helmingurinn af systkinunum kom saman. Kallinn er fara til Skotlands að vinna á þri.morgun og kemur kannski? heim um jólin. Þetta var góður matur- konan hans Einars er ansi góð að elda. Fengum grillaðan mat í hádeginu.

Hef svosem ekkert meira að segja í bili.

miðvikudagur, október 04, 2006

Sæl og blessuð.
Haldiði að það hafi ekki verið hætt við leirnámskeiðið! Vegna þess að aðeins 4 skráðu sig og svo hætti einn við....!
Og sem ætlaði að læra að búa til skálar á svona rennibekk eins og í Ghost. En það verður kannski námskeið í janúar. Annars ætti maður frekar að athuga hvort það sé ekki einhver með aðstöðu hér í Hveragerði... Það er samt betra að fá kennslu inn í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þar veit ég að ég fæ góða tilsögn.

Þetta Kárahnjúka mál er búið að angra mig. Nýlega fóru að heyrast svo háværar raddir um hversu frábært þetta væri fyrir austan-fólk. Ég var orðin á báðum áttum um hvaða skoðun ég ætti að hafa á þessu. En nú hef ég aftur tekið ákvörðun. Ég er enn á móti þessari virkjun. Og hananú.

Síðustu helgi var okkur boðið í mat hjá mömmu á föstud.kvöldinu og svo var okkur líka boðið í mat á laugardeginum hjá Brendu, mömmu Bubba. Við fengum læri á báðum stöðum og þau voru eins ólík og íslensk og færeysk rolla.....bæði lærin voru auðvitað mjög góð en mjög ólík:) (eru annars færeyskar rollur ekki líka góðar...??

Nú hef ég reynt að koma þessu bloggi inn í nokkra daga.
Ætla að reyna enn og aftur.