fimmtudagur, september 14, 2006

Myndavélamál

Sælt veri fólkið.

Héðan er allt svona salirólegt að frétta. Vinnan á nánast hug minn allann og mér finnst í fyrsta skipti eins og vinnan skipti mig máli.
Sem er mjög gott.

Ég hef alltaf verið mjög skeptísk í sambandi við þessa digital-væðingu (sagt með fordóma-tón) en þannig er mál með vexti að ég á það til að taka gríðarlegt magn af myndum, eins og þeir sem eru nálægt mér hafa oft brennt sig á. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að þeir blindist alltaf þegar þeir hitti mig:p
En ég s.s treysti þessari tækni svona mátulega mikið og hef miklar áhyggjur af því hvernig varðveisla gagna á þessu "digital" formi haldi sér í gegnum áratugi. Ég hef það nefnilega sterkt á tilfinningunni (nánast veit!) að myndirnar mínar eiga eftir að verða saga í myndum. En þær eru á ömurlegu formi sem nánast enginn getur nálgast eða séð. Það er svo hrikaleg tilhugsun um að öll vinnan við að taka allar þessar myndir hverfi svo bara út í vindinn...

Það er svo miklu áþreifanlegra að hafa undir höndum negatívur og ljósmyndir á pappír. Fékk reyndar flottan prentara í afmælisgjöf frá honum Bubba mínum, sem hveit hversu miklar áhyggjur ég hef af myndvinnslumálunum, en það varð engin lausn.

Mig virðist vanta þá sjálfsstjórn að geta tekið myndirnar-sett þær inn á tölvu-valið úr hundruðum mynda og prentað þær svo út! Ég kemst ekki lengra en loada inn myndum og setja þær á disk strax því tölvan er yfirfull og þessar myndir eru fáranlega margir pixlar og GB.

Þannig að ég hef ákveðið að byrja aftur að nota filmuvélina mína. Hún var nú alveg ágæt, var með smá "zoomi" meira að segja. Og ég á meira að segja ennþá 5 filmur eða e-ð álíka! Þá vantar mig bara batteríin.

9 ummæli:

Aldís sagði...

Þú veist hvern á tala við ef þú vilt selja digital græjuna þina.. blínk, blínk..

margrét sagði...

uuhh, sko.... ég ætla kannski ekkert alveg að losa mig við vélina þar sem ég á nú orðið aukalinsu á hana og svoleiðis...

En ég skal hafa þig í huga. Þú ættir nú annars bara að skella þér á nýju canon vélina sem er að koma. Canon 400

Nafnlaus sagði...

sæl það er hægt ad minnka minda stærdir í photoshop þad heitir batchprosessing.
ég verd í kolaportinu ad selja föt frá sudur ameríku. láttu sjá þig.
Ziggy

Nafnlaus sagði...

næstu helgi.
adeins of fljótur ad íta á "enter"
bolir, peysur, treflar, jakkar, hettupeisur(álfa) ofl. ofl.

Nafnlaus sagði...

næstu helgi.
adeins of fljótur ad íta á "enter"
bolir, peysur, treflar, jakkar, hettupeisur(álfa) ofl. ofl.

margrét sagði...

já, það er aldrei að vita nema ég kaupi eins og eina álfapeysu- sé þær fyrir mér, þær eru örugglega ægilega krúttlegar. Sjáumst

Aldís sagði...

Úff... það er álíka mikil blogg-gleði sem ríkir á síðum okkar beggja..

Aldís sagði...

..svo mikil að nánast má hneggja..

margrét sagði...

Hneggja!?