miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Vinnan og 30.afmæli

Er byrjuð í nýju vinnunni Líst ágætlega á þetta. Þetta er svolítið eins og að stökkva 10 ár tilbaka í tækjakosti og aðbúnaði.... svona hér um bil.
Í stofunni minni (sem er í hluta sem líklega er byggður um 1940-50 er algjör steik á daginn því sólin skín ALLAN daginn beint inn um stóra gluggana. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að pæla lengi í þessum hita því húsnæðið er svo illa einangrað að ég mun þurfa að klæða mig vel í vetur...
:I
Ég er búin að hertaka mér bæði myndvarpa og segulbandstæki en slíkur munaður er af skornum skammti, en ég þoli einmitt ekki að þurfa að redda mér tækjum til að geta sýnt t.d e-ð á glærum. Við erum sko að tala um myndvarpa, ekki skjávarpa.

Er að vinna með Bryndísi einni sem ég var með í Kennó og mér líkar alveg hreint ágætlega við hana. Rólyndismanneskja. Kallinn hennar er líka að kenna þarna og ég komst að því í dag að 3 hjón/pör eru að vinna þarna. Myndi ég nenna því....!

Bubbi er 30 ára í dag og hann er ekkert afmælisbarn. Það er ekki til í honum afmælisgleði. Við Ólöf Jóna erum búnar að gefa honum gjafir, ég gaf honum hálsmen (kross, erum að hugsa um að fara tengjast æðri mætti- tilkynnti Bubba það í morgun og hann varð hálfsmeykur) En menið er allavega töff- úr stáli, og það er ekki keðja á því heldur svona þunn gúmmíreim, sem hentar mun betur á svona vinnustráka.
Ólöf Jóna gaf hinum Joe Boxer náttbuxur og þær voru ekki ódýrar. En hrikalega þægilegar.

Ætli maður verði ekki voða myndó og fari með köku eða eitthvað í kaffinu til hans.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með kallinn!!!

Já, þetta er nú soldið merkilegt með myndvarpan og segulbandstækið... en þú ert sem sagt að segja okkur að það sé ekki "nýtísku" græum eins og geislaspilurum fyrir að fara þarna? Ég hélt eiginlega að segulbandsspólur væru orðnar úreltar og nánast ófáanlegar nema á fornsölum...

Aldís sagði...

Já, til hamingju með gaurinn.

Mér finnst eiginlega eins og þessum náttbuxum verði eitthvað stolið á næstunni..

margrét sagði...

Jú þetta er reyndar með geislaspilara ofaná:) Svaka fínt, með brotið lofnet. Það verður gaman að halda áfram í vikunni.

Það stendur til að skila þeim í skiptum fyrir náttslopp!