þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Skólasetningin var í dag. Agalega spennandi að hitta öll börnin og ekki síður foreldrana því þeir skipta mjög miklu máli líka.
Mætti stútfull af hori og reyndi að láta alla heyra í mér.
Dreif mig svo beint heim eftir þessa afar stuttu og látlausu athöfn í stofu 3 og hef eytt deginum í snýtingar og videogláp. Mér leiðist svo að ég reyndi að hringja í mömmu og fá sultu-uppskrift. Var sko að vigta rabbarbarann og ég á heil 3 kíló-frosin, fyrir utan allt í garðinum. Á líka góðan rifsberjarunna en Bubbi var að fúaverja og notaði úðakönnu þannig að berin eru fremur ókræsileg húðuð í fúavörn! Geri líklega ekki svoleiðis í ár. Svo væri gaman að búa til bláberjasultu því hún er best, en til þess þyrfti ég að tína hér fyrir ofan götuna og það er allt of langt út fyrir garðinn minn....

Jæja, nóg í bili

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Láttu þér batna.
Sjáumst vonandi á morgun.
Bryndís

Aldís sagði...

Ó, ljúfa sveitalíf.

Nafnlaus sagði...

já finnst þér ekki:) MS