Jæja. Sumarið er í algleymi og það hékk þurrt í allan dag. Í tilefni þess ætla ég að byrja að blogga aftur.
Það hefur fjölgað hjá okkur um 5 ferfætlinga. Óskilgetnir krógar sem hún Snælda okkar gaut. Þeir eru voðalega sætir en stækka hratt og þurfa heimili eftir ca. mánuð. Svo látið mig vita ef þið vitið um einhverja sem langar í kassavanan kettling. Það eru semsagt orðin 8 dýr hérna í húsinu.
Ólöf Jóna kemur þann 18. júlí og verður hjá okkur í heilar 6 vikur. Er að vandræðast hvernig við förum að þegar ég byrja að vinna en ég hef heyrt dagsetninguna 11. ágúst!! Við erum farin að byrja á sama tíma og Evrópulöndin...hugsið ykkur. Muniði þegar við vorkenndum útlensku börnunum fyrir að fá ekki nema helming á við okkur í sumarfríi. Þeir dagar eru liðnir.
Um helgina fórum við Bubbi í ferðalag. Lögðum húsbílnum rétt fyrir ofan Hrauneyjar og vöknuðum svo eldsnemma á sunnudagsmorguninn og keyrðum uppí Landmannalaugar, ég á fjórhjóli og Bubbi á mótorhjóli. Það var æðislega gaman og veðrið lék við okkur. Fórum í laugina upp í Landmannalaugum en það á víst að vera orðið hreint af þessum sýklum sem voru þarna í hitteðfyrra. Aðstaðan er orðin mjög góð þarna, en nú getur maður skipt um í sturtuklefum í húsi við hliðina á skálanum. En þjóðverjarnir njóta þess sjálfsagt ennþá að spranga um naktir í villtri náttúrunni og eru ekkert að flýta sér að klæða sér....Sem betur fer voru engir frjálslegir túristar að baðast á sama tíma og við. Kíktum líka upp í Landmannahellir. Verð að segja að sú sorglega sjón sem þessi hellir var, var varla keyrlsunnar virði. Ekki hægt að ganga inn í þennan pínulitla hellisskúta fyrir dauðum fugl, hrossaskít og úldnum fisk í frauðplast-kassa!
Ætla að prófa að setja inn mynd. sem mun þá koma hérna fyrir ofan:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju med bloggid :) myndar blogg hjá tér! Ég ætti ad taka tig til fyrirmyndar...
Mig langadi nú annars ad benda tér á ad sumarfríid er nú enn adeins lengra hjá íslendskum skólabørnum (og kennurum) en dønskum allavega. Hér er nefnilega skóli næstum allan júní og svo alls 7 vikna frí tar til hann byrjar aftur um midjan ágúst.
jæja jæja:)
Skrifa ummæli