Því miður var ég búin að gera alveg hreint ágætis blogg með myndum úr afmælinu og alles...en tæknin var mér ekki hliðholl í þetta skiptið og nú virðist ég ekki einu sinni geta sett inn myndir þannig ég lýsi mig sigraða í þetta skiptið og reyni aftur á morgun.
Vil samt þakka öllum sem komu í afmælið hennar Ólafa Jónu á laugardaginn. Hún fékk alveg helv. helling í afmælisgjöf og kannski tel ég það allt upp (aftur) á morgun.
Góða nótt börnin mín.
föstudagur, maí 19, 2006
Já verið ekki feimin.... -og annað tuð:)
Ég vil hér með hvetja alla þá sem leggja leið sína inn á bloggsíðuna mína að kvitta eitthvað smávegis þrugl í kommentin... (það er nú vanalega það eina sem ég fæ frá ættingjum mínum...nei djók- ekki hætta að kommenta-plís) En ég trúi því ekki að það séu bara ættingjar sem skoði þetta.
Það gæti huxast að sökin liggi mín megin- því ég blogga ekki nógu reglulega...en það er af og frá! En niðurstaðan er nú sú að: -Mér finnst bara svo óendanlega gaman að fá kveðjur:D
Sérstaklega vil ég fá kveðjur frá þeim sem ég veit að eru að skoða en hafa aldrei kommentað. Já ég get verið ansi frek stundum;) Það er nefnilega þannig að fleiri en skyldmenni mega alveg líka láta heyra í sér- já verið ekki feimin.
Þið vitið hver þið eruð...og það sem verra er- ÉG VEIT HVER ÞIÐ ERUÐ....MMúúúhahahaha!
Nei nei bara grín:)
Einnig vil ég spyrja ykkur að svolitlu- og svarið þið nú (en hvað ég er sniðug)
Hvert er álit ykkar á Sudoku, og ef þið eruð að dútla við þær: hve miklum tíma á dag/viku eyðið þið í fyrirbærið?
Og góða Eurovision helgi.
Hér verður partí um kvöldið fyrir alla þá sem hafa áhuga..
Eina skilyrðið er að við Bubbi séum eitthvað kunnug gestunum..:)
Það gæti huxast að sökin liggi mín megin- því ég blogga ekki nógu reglulega...en það er af og frá! En niðurstaðan er nú sú að: -Mér finnst bara svo óendanlega gaman að fá kveðjur:D
Sérstaklega vil ég fá kveðjur frá þeim sem ég veit að eru að skoða en hafa aldrei kommentað. Já ég get verið ansi frek stundum;) Það er nefnilega þannig að fleiri en skyldmenni mega alveg líka láta heyra í sér- já verið ekki feimin.
Þið vitið hver þið eruð...og það sem verra er- ÉG VEIT HVER ÞIÐ ERUÐ....MMúúúhahahaha!
Nei nei bara grín:)
Einnig vil ég spyrja ykkur að svolitlu- og svarið þið nú (en hvað ég er sniðug)
Hvert er álit ykkar á Sudoku, og ef þið eruð að dútla við þær: hve miklum tíma á dag/viku eyðið þið í fyrirbærið?
Og góða Eurovision helgi.
Hér verður partí um kvöldið fyrir alla þá sem hafa áhuga..
Eina skilyrðið er að við Bubbi séum eitthvað kunnug gestunum..:)
Afmælisundirbúningur
Já "Fjúff" -tek undir með Birnu Rún eftir fyrsta vinnudaginn sinn í nýju vinnunni hjá Og Vodafone:)
Ég er semsagt að baka fyrir barnaafmæli. Er búin að baka skúffuköku, 2 rækju-brauðtertur, banabrauð og kókosköku.....mér fannst þetta ekki nóg fyrr en ég skrifaði þetta! Á aftur á móti eftir að gera skinkusalat og 2 svoleiðis brauðtertur. Nú er að sjá hvort að ég uppfylli væntingar sem ég geri til mín í brauðtertugerðinni. Móðir mín var-og er, sjáið þið til meistari í því fagi. Ég hef hugsað mér að fylgja í hennar fótspor í þeim efnum. Mér hefur bara gengið ansi vel hingað til en hef nú ekki skreytt þær enn...
Svo á ég líka eftir að skreyta nammikökuna með Ólöfu Jónu. Það verður gaman:)
Guð, ég var búin að gleyma. Ég hef líka keypt baby-gulrætur og gúrkur og ætla að hafa svona "íþróttasnakk" á boðstólum fyrst. Þeirri hugmynd stal ég frá Sigrúnu mágkonu. Leikurinn er til þess gerður að reyna að fylla litlu magana af grænmeti áður en súkkulaðikakan er borin fram;)
Svo ætla ég að gefa "íþrótta-ananasdjús" til að skola þessu niður.
Sniðugt ekki satt.
Ég vona bara að ég gleymi ekki að saxa grænmetið því ég er svo upptekinn af öllu kökustandinu.
Ég er semsagt að baka fyrir barnaafmæli. Er búin að baka skúffuköku, 2 rækju-brauðtertur, banabrauð og kókosköku.....mér fannst þetta ekki nóg fyrr en ég skrifaði þetta! Á aftur á móti eftir að gera skinkusalat og 2 svoleiðis brauðtertur. Nú er að sjá hvort að ég uppfylli væntingar sem ég geri til mín í brauðtertugerðinni. Móðir mín var-og er, sjáið þið til meistari í því fagi. Ég hef hugsað mér að fylgja í hennar fótspor í þeim efnum. Mér hefur bara gengið ansi vel hingað til en hef nú ekki skreytt þær enn...
Svo á ég líka eftir að skreyta nammikökuna með Ólöfu Jónu. Það verður gaman:)
Guð, ég var búin að gleyma. Ég hef líka keypt baby-gulrætur og gúrkur og ætla að hafa svona "íþróttasnakk" á boðstólum fyrst. Þeirri hugmynd stal ég frá Sigrúnu mágkonu. Leikurinn er til þess gerður að reyna að fylla litlu magana af grænmeti áður en súkkulaðikakan er borin fram;)
Svo ætla ég að gefa "íþrótta-ananasdjús" til að skola þessu niður.
Sniðugt ekki satt.
Ég vona bara að ég gleymi ekki að saxa grænmetið því ég er svo upptekinn af öllu kökustandinu.
þriðjudagur, maí 16, 2006
kauptilboði tekið júhú
Vívíví, vávává jeijeijei...
Fengum tilboð í íbúðina á Tjarnarbrautinni sem hljóðaðai uppá 12,9 en við buðum 13,3 í staðinn sem endaði í 13.250.000 jamm og já. Þetta slagar næstum því upp í það sem mig vantar af peningum. eða þannig...
Hún Jóhanna nokkur hjá Remax hefur séð um þetta og týpískt ég að fá fasteignasala sem ég vorkenni. Hún er eitthvað svo seinheppin og fyndin...
Ekki alveg bestu eiginleikar sem prýða fasteignasala. En henni tókst þetta á endandum og var hreykin af. Það er ekkert stress með afhendingu þar sem kaupendurnir þurfa sjálfir að selja sína íbúð sem er upp í Orrahólum eða e-ð álíka. Þetta Þykja mér nú framfarir fyrir blokkarskrílinn...er svolítið snobbuð þegar kemur að hýbýlum manna.... takið þetta ekki illa upp.
Hugsa að endanlegt afsal verði einhverntíma í sept. Mikið eru þessi húsakaup farin að ganga hratt fyrir sig. Við greiddum upp húsið okkar til seljenda á 3 og 1/2 mánuði. Heilt einbýlishús!
...
Nú er bara að tilkynna Hraunhamri og Hofi að þeir megi taka íbúðin mína af sölu, en eitthvað þarf að borga þeim fyrir það samt...
Næstu helgi höldum við upp á afmælið hennar Ólafar Jónu þar sem þau fjölskyldan eru að flytja til Kanada. Þá getum við boðið föðurfjölskyldunni hennar heim og allir geta kvatt hana í leiðinni. Úff, var að fatta að ég er að fara að halda barnaafmælis-veislu. Úff, nenni ég svoleiðis...
jújú þetta verður fínt:)
Svo þarf ég að fara að byrja að bjóða í veisluna. Ef einhver sér þetta sem varðar um málið er afmælið allavega kl. 3 á laugardaginn. Verið velkominn
Fengum tilboð í íbúðina á Tjarnarbrautinni sem hljóðaðai uppá 12,9 en við buðum 13,3 í staðinn sem endaði í 13.250.000 jamm og já. Þetta slagar næstum því upp í það sem mig vantar af peningum. eða þannig...
Hún Jóhanna nokkur hjá Remax hefur séð um þetta og týpískt ég að fá fasteignasala sem ég vorkenni. Hún er eitthvað svo seinheppin og fyndin...
Ekki alveg bestu eiginleikar sem prýða fasteignasala. En henni tókst þetta á endandum og var hreykin af. Það er ekkert stress með afhendingu þar sem kaupendurnir þurfa sjálfir að selja sína íbúð sem er upp í Orrahólum eða e-ð álíka. Þetta Þykja mér nú framfarir fyrir blokkarskrílinn...er svolítið snobbuð þegar kemur að hýbýlum manna.... takið þetta ekki illa upp.
Hugsa að endanlegt afsal verði einhverntíma í sept. Mikið eru þessi húsakaup farin að ganga hratt fyrir sig. Við greiddum upp húsið okkar til seljenda á 3 og 1/2 mánuði. Heilt einbýlishús!
...
Nú er bara að tilkynna Hraunhamri og Hofi að þeir megi taka íbúðin mína af sölu, en eitthvað þarf að borga þeim fyrir það samt...
Næstu helgi höldum við upp á afmælið hennar Ólafar Jónu þar sem þau fjölskyldan eru að flytja til Kanada. Þá getum við boðið föðurfjölskyldunni hennar heim og allir geta kvatt hana í leiðinni. Úff, var að fatta að ég er að fara að halda barnaafmælis-veislu. Úff, nenni ég svoleiðis...
jújú þetta verður fínt:)
Svo þarf ég að fara að byrja að bjóða í veisluna. Ef einhver sér þetta sem varðar um málið er afmælið allavega kl. 3 á laugardaginn. Verið velkominn
fimmtudagur, maí 11, 2006
Tekið af síðu bakkfirðinga
Þetta gladdi virkilega mitt litla hjarta hérna heima í dag.
- sorry María
26.apríl
Heitur pottur.
Það er ekki á hverjum degi að heitur pottur er settur upp á Bakkafirði en það gerðist í dag er Jóhannes Högnason fékk heitan pott sendan með Landflutningum.
Þetta mun vera fyrsti heiti pottur sem hingað hefur komið en nútímatækni gerir það að verkum að hitaveita þarf ekki að vera til þess að hafa pott því í honum eru hitaelement og er hann því upphitaður með rafmagni. Einnig eru innbyggt í pottinn fjöldinn allur af nuddstútum ásamt innbyggðum hljómflutningstækjum," nú svo maður geti slakað á við ljúfa tónlist."
http://www.bakkafjordur.is
Ég reyndi að koma inn myndinni af tryllitækinu sem skók Bakkafjörð en tókst því miður ekki.
- sorry María
26.apríl
Heitur pottur.
Það er ekki á hverjum degi að heitur pottur er settur upp á Bakkafirði en það gerðist í dag er Jóhannes Högnason fékk heitan pott sendan með Landflutningum.
Þetta mun vera fyrsti heiti pottur sem hingað hefur komið en nútímatækni gerir það að verkum að hitaveita þarf ekki að vera til þess að hafa pott því í honum eru hitaelement og er hann því upphitaður með rafmagni. Einnig eru innbyggt í pottinn fjöldinn allur af nuddstútum ásamt innbyggðum hljómflutningstækjum," nú svo maður geti slakað á við ljúfa tónlist."
http://www.bakkafjordur.is
Ég reyndi að koma inn myndinni af tryllitækinu sem skók Bakkafjörð en tókst því miður ekki.
Frá Danmerkurdvölinni
Hérna er Helle á afmælisdaginn sinn (födselsdag) með tíkina Luffe sem er ca. 6-7 mánaða. Helle, hvor gammel er hun igen?
Og hin myndin er af .....Luffe. Hún er af Amerísku Bulldog kyni. ....Voðalega er ég komin með mikinn hundaáhuga... (sikken en interest for hunde...)
Tak for sidst Helle og Mette. Det var en dejlig tur. Jeg har stadigvæk ikke náet at spise slikket som jeg köbte i lufthavnen. Men det var M&M i kilovis!! -OG 3. slags.
Hvor er hun altsá söd, lille Luffe.
og ég held áfam að hlaða inn myndum...
Þetta er nú hún Anna vinkona og hennar fjölskylda. Fór í mat til þeirra á meðan á dvöl minn í DK stóð. Þau búa á kolleginu í Herlev. Á myndina vantar Heklu Sól. Þau eru sko ekkert á leiðinni heim:) Til gamans má geta að Anna er nú útskrifuð (man ekki hvað gráðan heitir;) frá Tækniháskólanum í Köben og hefur fengið vinnu hjá ört stækkandi fyrirtæki- þar bestar hún... Það er að finna hagkvæmustu leiðir í ýmsum málum fyrir þau fyrirtæki sem þess óska.
Aldís- þú mátt fara að vara þig... færsla nr. 3 í dag.
Og hérna er önnur, tekin frá öðru sjónarhorni. Ástæðan fyrir þessari sýningu er sú að Árnýju langar að fylgjast með Snældu vaxa, en ég fékk báða kettina frá henni.
Annars ligg ég veik heima. Ekki með svo mikinn hita, þó ég hafi slagað hátt upp í 38 stiga hita í gær (-2 kommur...)en þjáist meira af svona sleni og hori sem ég ætla ekkert að lýsa nánar. En það er allavega komin standard búnaður- klósettrúlla, á alla helstu staði hússins, s.s í Lazy-boy-inum, inní rúmi og svo er alltaf gott af hafa á klósettunum...
Verð nú aðeins að minnast á veðurblíðuna sem hefur verið undanfarið. Þvílíkt og annað eins. En það hlaut að fylgja einhver böggull því skammrifi (segir maður ekki svona?) Eða er það "sá böggull fylgir skammrifi" -og það var mengun sem barst frá austur Evrópu alla leið upp á Suðurskautið. Það ku víst vera ansi slæmt.
En ég naut nú samt veðursins enda ekkert annað að gera. Byrjuðum að vinna í garðinum um helgina. Hellulagningin gengur ágætlega og beðin eru orðin ágæt. Á samt alveg eftir að fara í þann hluta garðsins sem gæti kallast "bakgarður". Já þessi garður er engin smásmíði!
Set áreiðanlega fleiri myndir inn í dag.
Hef tímann til þess....
Annars ligg ég veik heima. Ekki með svo mikinn hita, þó ég hafi slagað hátt upp í 38 stiga hita í gær (-2 kommur...)en þjáist meira af svona sleni og hori sem ég ætla ekkert að lýsa nánar. En það er allavega komin standard búnaður- klósettrúlla, á alla helstu staði hússins, s.s í Lazy-boy-inum, inní rúmi og svo er alltaf gott af hafa á klósettunum...
Verð nú aðeins að minnast á veðurblíðuna sem hefur verið undanfarið. Þvílíkt og annað eins. En það hlaut að fylgja einhver böggull því skammrifi (segir maður ekki svona?) Eða er það "sá böggull fylgir skammrifi" -og það var mengun sem barst frá austur Evrópu alla leið upp á Suðurskautið. Það ku víst vera ansi slæmt.
En ég naut nú samt veðursins enda ekkert annað að gera. Byrjuðum að vinna í garðinum um helgina. Hellulagningin gengur ágætlega og beðin eru orðin ágæt. Á samt alveg eftir að fara í þann hluta garðsins sem gæti kallast "bakgarður". Já þessi garður er engin smásmíði!
Set áreiðanlega fleiri myndir inn í dag.
Hef tímann til þess....
mánudagur, maí 08, 2006
smá auka
Ég er að reyna að slá út Aldísi....
Ég var að muna eftir svolitlu.....fyndnu.
Í gær staldraði við hjá okkur ónefndur Hvergerðingur. Sá sagði farir sínar ekki sléttar. Sá hörmulegi atburður átti sér stað á heimili hennar að þegar heimasætan ætlaði að kyssa hamsturin sinn góða nótt á laugardagskvöldið -að þá hann var algjörlega hreyfingarlaus.(sjáið fyrir ykkur 8 ára barnið segja "Mamma, hann hreyfir sig ekkert"!) Hann hafði þá verið í fullu fjöru stundu áður í búrinu sínu sem var á rúmi stúlkunnar. Þegar hún og vinkona hennar fóru að hoppa aðeins í rúminu... sem hefur ekki verið í frásögur færandi nema að litli Leónard (sko hamsturinn) virðist hafa skrikað fótur í hoppunum og hálsbrotnað.... Skelfilegt ekki satt?!
Nema hvað að húsmóðirinn vakti alla nóttina við að reyna að dæla næringu ofaní og halda lífi í hamstrinum litla sem nú var orðinn algjörlega lamaður fyrir utan andardráttinn. Hann lést svo um morguninn.
Mér datt þessi saga nú bara í hug þar sem í umræðunni hefur verið dómur yfir manni sem kastaði smáhundi í vegg eða e-ð álíka. Við Bubbi vorum að spá hvort þetta væri ekki svipað.........................
:)
Ég var að muna eftir svolitlu.....fyndnu.
Í gær staldraði við hjá okkur ónefndur Hvergerðingur. Sá sagði farir sínar ekki sléttar. Sá hörmulegi atburður átti sér stað á heimili hennar að þegar heimasætan ætlaði að kyssa hamsturin sinn góða nótt á laugardagskvöldið -að þá hann var algjörlega hreyfingarlaus.(sjáið fyrir ykkur 8 ára barnið segja "Mamma, hann hreyfir sig ekkert"!) Hann hafði þá verið í fullu fjöru stundu áður í búrinu sínu sem var á rúmi stúlkunnar. Þegar hún og vinkona hennar fóru að hoppa aðeins í rúminu... sem hefur ekki verið í frásögur færandi nema að litli Leónard (sko hamsturinn) virðist hafa skrikað fótur í hoppunum og hálsbrotnað.... Skelfilegt ekki satt?!
Nema hvað að húsmóðirinn vakti alla nóttina við að reyna að dæla næringu ofaní og halda lífi í hamstrinum litla sem nú var orðinn algjörlega lamaður fyrir utan andardráttinn. Hann lést svo um morguninn.
Mér datt þessi saga nú bara í hug þar sem í umræðunni hefur verið dómur yfir manni sem kastaði smáhundi í vegg eða e-ð álíka. Við Bubbi vorum að spá hvort þetta væri ekki svipað.........................
:)
Frábær helgi
...En lille bid af himlen...þetta gæti alveg verið lýsing á húsinu okkar í Hveragerði. Já þvílík einmuna veðurblíða kom yfir okkur Hvergerðinga í gær. Reikna með að restin af landslýðnum hafi notið þessa veðurs líka þar sem þetta góða veður dreifði sér víst yfir mestallt landið. Við eyddum deginum í garðinumog Bubbi byrjaði að rífa upp grasið á milli skúrs og húss þar sem við ætlum að helluleggja þetta svæði þarna á milli. Díkó er hvortsemer komin langleiðina með að gera þetta að moldarsvaði. Ég henti frá mér penslunum (gangurinn er loksins í málun) enda ekki hægt að vera að mála inni við í þessu veðri.
Enduðum svo á því að grilla og fara í pottinn. Mér hefði fundist þetta alveg fullkominn dagur en Bubbi vildi líka bjóða mér í bíó svo að við fórum á Mission Impossible á Selfossi sem við neyddumst svo til að fara af í hléi vegna þreytu. Myndin sjálf var alveg svosem ágæt. Nóg af actioni.
En það eru takmörk fyrir því hvað maður getur komist yfir á einum degi.
Mér finnst það svo algjör synd að í dag er ekki síðra veður og núna strax stefnir í mikil hlýindi og maður er fastur í vinnunni....
Bubbi er byrjaður að vinna á Selfossi. Hann er enn að vinna hjá sama fyrirtæki, uppí Vatnsskarðsnámum en hefur nú fengið flutning á Selfoss. Það er mikill kostur. Svo byrja ég að vinna f. austan næsta haust líka og þá erum við bæði komin í vinnu nálægt heimilum okkar.
Það styttist í að Ölöf Jóna flytji til Kanada. Það er rétt rúmur mánuður. Ákvað að vera ekki að kaupa neitt drasl handa henni úti heldur keypti ég voða fínan bleikan Disney bakpoka með hvítu kögri sem hún getur notað undir ferðadótið sitt í flugvélinni. Mikið er ég sniðug:) Svo gat ég náttúrulega ekki látið vera að kaupa svolítið af fötum...
vegna óska get ég rétt hent upp lista yfir það sem ég keypti á sjálfa mig: sokka, GÓÐA vandaða inniskó (vinnuskór komandi ára) fjólubláa blússu (mjög kennaraleg), hvít síð prjónuð peysa, síðan svartan bol, flott gallapils í HM og útivistargalla. Svo keypti ég líka allskonar drasl eins og segul-dót úr fríhöfninni, dyramottu, hjartalaga baðpúða, kerti, teppi, svona loðið til að setja utanum stýrið og lítinn fjarstýrðan bíl handa Bubba sem hefur reyndar ekki virkað ennþá og járndrasl sem kostaði 15 danskar til að setja ofaná hvaða glerflösku sem er og þá er kominn öskubakki....
já það er gott að eyða peningum í svona nauðsynjar....
Er að hugsa um að segja þetta bara gott í bili.
já og eitt að lokum. Snælda okkar er orðin kettlingafull. Kettlingurinn sjálfur....
Það er gott að einhver á þessu heimili verður óléttur...
Enduðum svo á því að grilla og fara í pottinn. Mér hefði fundist þetta alveg fullkominn dagur en Bubbi vildi líka bjóða mér í bíó svo að við fórum á Mission Impossible á Selfossi sem við neyddumst svo til að fara af í hléi vegna þreytu. Myndin sjálf var alveg svosem ágæt. Nóg af actioni.
En það eru takmörk fyrir því hvað maður getur komist yfir á einum degi.
Mér finnst það svo algjör synd að í dag er ekki síðra veður og núna strax stefnir í mikil hlýindi og maður er fastur í vinnunni....
Bubbi er byrjaður að vinna á Selfossi. Hann er enn að vinna hjá sama fyrirtæki, uppí Vatnsskarðsnámum en hefur nú fengið flutning á Selfoss. Það er mikill kostur. Svo byrja ég að vinna f. austan næsta haust líka og þá erum við bæði komin í vinnu nálægt heimilum okkar.
Það styttist í að Ölöf Jóna flytji til Kanada. Það er rétt rúmur mánuður. Ákvað að vera ekki að kaupa neitt drasl handa henni úti heldur keypti ég voða fínan bleikan Disney bakpoka með hvítu kögri sem hún getur notað undir ferðadótið sitt í flugvélinni. Mikið er ég sniðug:) Svo gat ég náttúrulega ekki látið vera að kaupa svolítið af fötum...
vegna óska get ég rétt hent upp lista yfir það sem ég keypti á sjálfa mig: sokka, GÓÐA vandaða inniskó (vinnuskór komandi ára) fjólubláa blússu (mjög kennaraleg), hvít síð prjónuð peysa, síðan svartan bol, flott gallapils í HM og útivistargalla. Svo keypti ég líka allskonar drasl eins og segul-dót úr fríhöfninni, dyramottu, hjartalaga baðpúða, kerti, teppi, svona loðið til að setja utanum stýrið og lítinn fjarstýrðan bíl handa Bubba sem hefur reyndar ekki virkað ennþá og járndrasl sem kostaði 15 danskar til að setja ofaná hvaða glerflösku sem er og þá er kominn öskubakki....
já það er gott að eyða peningum í svona nauðsynjar....
Er að hugsa um að segja þetta bara gott í bili.
já og eitt að lokum. Snælda okkar er orðin kettlingafull. Kettlingurinn sjálfur....
Það er gott að einhver á þessu heimili verður óléttur...
fimmtudagur, maí 04, 2006
Komin heim:)
Þá er ég komin aftur heim. Þetta var alveg dásamleg vika. Afslöppun, verslun og át. Fyrst og fremst var þessi ferð hugsuð sem afslöppun og það tókst alveg:) Þvínæst hafði ég hugsað mér að versla svolítið og takmarkið var að finna allavega smekkbuxur á Ólöfu Jónu. Fann loksins smekkara í HM ásamt ýmsu fleiru. Reyndar í stráka-deildinni en mér fannst þær flottari en þessar í stelpudeildinni sem voru skreyttar ýmsu prjáli.
Anna og Hörður buðu mér í mat og það var besti matur sem ég fékk í þeirri Danmerkurdvölinni.
Helle átti svo afmæli á þriðjudaginn og við fórum í Ikea og hún verslaði sér kommóðu sem við eyddum svo kvöldinu í að "samle op" eða safna henni upp, eins og það útleggst á dönsku. Helle á þennan líka fína hund, amerískan Rottweiler sem heitir Luffe (tík). Hún var afskaplega hrifin af lopapeysunni minni og visssi fátt betra en að skerpa hvassar tennurnar á henni. Á næturnar skreið hún upp í til mín og hitaði upp sængina eða stal drasli frá mér til að naga. Við urðum allavega perluvinkonur:)
Kom svo bara heim í gær og beint í bankann til að fá lán fyrir afsalinu sem verður svo haldið í dag.
En nú er vinnudagurinn barasta búin og ég þarf að drífa mig út þar sem Bubbi er örugglega að bíða svo við getum brunað beint á fasteignasöluna
Anna og Hörður buðu mér í mat og það var besti matur sem ég fékk í þeirri Danmerkurdvölinni.
Helle átti svo afmæli á þriðjudaginn og við fórum í Ikea og hún verslaði sér kommóðu sem við eyddum svo kvöldinu í að "samle op" eða safna henni upp, eins og það útleggst á dönsku. Helle á þennan líka fína hund, amerískan Rottweiler sem heitir Luffe (tík). Hún var afskaplega hrifin af lopapeysunni minni og visssi fátt betra en að skerpa hvassar tennurnar á henni. Á næturnar skreið hún upp í til mín og hitaði upp sængina eða stal drasli frá mér til að naga. Við urðum allavega perluvinkonur:)
Kom svo bara heim í gær og beint í bankann til að fá lán fyrir afsalinu sem verður svo haldið í dag.
En nú er vinnudagurinn barasta búin og ég þarf að drífa mig út þar sem Bubbi er örugglega að bíða svo við getum brunað beint á fasteignasöluna
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)