úff, maður hefði aldrei trúað því hvað það framleiðist mikið af hori í hausnum á manni. Er heima annan daginn í röð vegna veikinda. Þetta eru samt svona veikindi að maður getur haft það bærilegt, svona 38 gráðu veikindi þar sem ég get komist með ágætis móti fram í lazy-boy og flakkað á milli stöðva en guðleg forsjón leiddi til þess að við fjárfestum í stöð 2 og samnefnda rás kennda við bíó. Þetta hefur verið sannkallaður lifesafer ásamt íbúfeninu.
Hægt er að nota dauðan tíma til þess að skrifa jólakort, en einhvernveginn skrifar maður samt ekki svo fallega með hita og þetta eru jú sjálfar jólakveðjurnar sem eiga að berast um landsbyggðina. Þannig að ég sný mér bara að sjónvarpinu aftur.
Takmark dagsins er samt að koma upp rauðu jólaseríunni í eldhúsinu og þá er ég glöð.
kannski blogga ég meira að segja aftur í dag ef mér leiðist virkilega.
föstudagur, desember 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hér sé stuð
hæ margrét til hamingju með bloggið við sjðaumst kannski þegar ég fer í gegnum borgina. vonandi líður þér betur af veikindum þínum.
Eru þetta eftirköst pottagangsins um síðustu helgi?
Til hamingju með þetta, láttu þér nú batna, saknaðarkveðja frá Rögnu.
Nohh til hamingju með síðuna.
Vona að þér sé farið að batna, sem betur fer var hnerrakastið hjá mér í gær og stíflaða nefið bara sýnishorn af kvefi. Laus við allt svona ógeð í dag.
Skrifa ummæli