Jæja, þá er maður allur að hressast eftir langvinn veikindi:p
Í gær fórum við Bubbi í bæinn og það hefur hvílt eins og mara á okkur að upplifa þessa ferð. Ég þoli auðvitað búðarhangs en það sama er ekki hægt að segja um Bubba.(þó ég hafi reyndar mikla ímugust á Kringlunni/Smáralind) Ég uppgötvaði leynitrikk sem nota má á mennina þegar jólainnkaupaferð er þeim orðin óumflýjanleg. Það er óhætt að segja að þetta trikk verði notað um ókomin ár. Galdurinn felst m.a. í því að minna skipulega á yfirvofandi bæjarferð í heila viku. Svo þarf að útbúa hnitmiðaðan lista yfir það sem vantar svo enginn tími fari í óþarfa-vafur eða snöfl í verzlunum, og fara nokkrum sinnum yfir hann.
Svo rann laugardagurinn upp, þ.e. gærdagurinn.
Við fórum í 2-3 búðir og svo ætluðum við á kaffihúsið á 2. hæð í Smáralindinni. Þar var brjálað að gera svo við skutluðum okkur inn á Fridays og nú kemur töfralausnin: að gefa manninum bara Carlsberg bjór. Og það sem gerði gæfumuninn var aukaflaskan! Ég skal sko segja ykkur það að innkaupin gengu framar öllum vonum. Á tímabili hélt ég að hann væri orðin ofjarl minn í þessu, þar sem ég var alveg að gefast upp á þessu búðarrápi. En ég kvartaði sko ekki!
Komum heim eftir 5 tíma ferð með 3 jólagjafir, lykla sem hafði lengi vantað, jakkaföt og ýmislegt nytsamlegt annað.
Ég vil bara benda öðrum konum á þetta sem þurfa að draga mennina í búðir: gefið þeim bara bjór og þá gengur þetta allt mikið betur. Ég meina, hann meikaði meira að segja Söstrene Grene búðina. Og geri aðrir betur.
Í gær var líka matarboð hjá Helgu Ömmu, það var mjög huggulegt og fínt. Mjög þægilegt að hittast svona á aðventunni í staðinn fyrir að fara í jólaboð einmitt á þessum dögum sem maður ætti bara að liggja heima yfir sjónvarpinu og namminu.
Í dag aftur á móti hef ég verið svakalega dugleg hérna heima. Ryksugaði allt að því hvert einasta dýrahár upp úr gólfinu- og það er mikið skal ég segja ykkur. Skúraði svo og þurrkaði af. Hengdi upp seríu og skrifaði öll jólakort. þvoði þvott og eldaði mat. Mér líður eins og ofurkonunni. Reyndar eru flestir dagar kannski ekki svo ólíkir þessum...eða svona...en undanfarið hef ég ekki áorkað miklu þannig að þetta eru viðbrigði.
Vissuð þið að það er hægt að fá appollo lakkrísafklippur á 400 kall kílóið uppi í Góu? Þessu vorum við að komast að og er þetta étið grimmt þessa dagana.
Jæja, þangað til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Iss, hélt að allir gaflarar vissu þetta.
Kostaði bara 300 kr í minni barnæsku:)
Annars til hamingju með árangurinn í dag. Mér tókst að hálftaka til (á eftir öll þrif) og hengja upp eina seríu.
Það veit Guð að ég hefði þurft bjór í gær með Diddu,,, en til hamingju með ofurjólaþrifin og allan myndarskapinn
Maður hefur nú alltaf vitað af þessum lakkrís en ég hélt þetta væri mikið dýrara. Sendi meira að segja Helle smá til Danmerkur. Hún er hrifin af apollo lakkrís
þegar ég var ungur mátti verzla karamellur fyrir 20 aura. þá var lífið þess virði að lifa því...
Skrifa ummæli