miðvikudagur, desember 14, 2005

ó mæ god

Er alveg að klikkast á heyrnarleysinu. Ég þarf að reka heilbrigða eyrað (heyri þó ekki fulla heyrn á því) að fólki og biðja það að endurtaka. Nú veit ég líka afhverju mér hefur fundist sem skólabörnin væru svona róleg í dag og í gær, ég einfaldlega heyri ekki í þeim- sem er eiginlega guðsblessun.
En á eftir ætla ég að kaupa þetta pensilín sem ég fékk recept fyrir á mánudaginn og éta það bara og vona hið besta.

Að allt öðru.
Kíkti í gær í Smáralindina þó ég hefði alls ekki heilsu til. Þar var komin ný búð sem heitir Söstrene Grene. Þvílík guðsgjöf (takið eftir hvað ég er farin að ákalla Guð mikið- það eru nú að koma jól) sem þessi búð er. Þarna ægir saman allskyns drasli og settlegasta lið myndi missa sig þarna. Þarna fann ég striga strengdan á ramma á 160 kr og annað eins með ramma á 450 kr! þetta er gefins. Ég keypti skran af bestu gerð fyrir rúmar 2000 kr. og ég get ekki beðið með að komast þarna aftur. Ég hef bara mestar áhyggjur af því að þá verði sumt búið, því þetta hlýtur að klárast....
hvað á ég að gera.
Það er gott að ég þarf ekki að pæla í vatnsskorti

Maður hefur það allt of gott

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var einmitt að spá í að versla vel af römmum í þessari búð í Dk og koma með hingað. Nú þarf ég þess ekki..

Hvar er teljarinn???

margrét sagði...

æi, þú ætlaðir að hjálpa mér...
ég kann ekki svona- lýsi hér með eftir einhverjum sem getur hjálpað mér að setja inn teljara

Nafnlaus sagði...

Gerðu eins og ég, láttu sem þú heyrir! Ég hef þróað með mér gríðarlegan hæfileika í að þykjast heyra og jánka á réttum stöðum. Held það virki á flesta...

margrét sagði...

Já, er það þegar þú horfir svona á mann og augnaráðið er órætt og svo kemur hljóð sem gæti verið ha eða já...?
Já,ég heyri þetta alveg fyrir mér:)