Jæja, þá er maður kominn aftur til vinnu. Alveg yndislegt eða þannig....
Börnin eru orðin svo upptjúnuð greyin að það hálfa væri nóg. En reyni eftir fremsta megni að halda þeim rólegum og hljóðlátum því ég er ofurviðkvæm í eyrunum vegna hellu og þrýstings. Það er semsagt allt löngu orðið yfirfullt af hori sem situr nú í öllum háls- nef og eyrna lögnum (eða HNE, eins og læknarnir myndu segja) Ég heyri ekki nema hálfa heyrn og skil ekki hvernig Birna Rún getur lifað við þetta.
Töskubransinn gengur fínt og Helga amma er sjálfsagt með bólgna og auma fingur eftir að hafa saumað allar þessar töskur sem voru pantaðar en í allt hafa kvensurnar í Hofsstaðaskóla keypt 10 töskur sem gera nú 27 þús. Þær eru kaupglaðar garðbæsku konurnar og hefðu ekkert tekið eftir því þó smurt hefði verið aðeins meira á þetta en mér finnst amma verðleggja þessar töskur allt of lágt.
Ég var líka að sækja restina af glermununum sem ég gerði hérna á glernámskeiði og þetta eru geðveikt flottir hlutir- þó ég segi sjálf frá. :)
Aldrei að vita nema það leynist glerhlutur í jólapökkunum.
Talandi um jólagjafir- þarf einmitt að fara að klára þetta. Stefni á að draga Bubba minn með í bæinn næstu helgi, hann getur alveg fórnað sér einu sinni. Geri ekki miklar kröfur á hann. Bara að kaupa handa mér og dóttur sinni og mæta í Hagkaup til að máta skyrtu. Drengurinn er búinn að stækka svolítið og vantar því nýja jólaskyrtu. Nammið er svo gott. Ég er samt búin að fela makkintosh dolluna og skammta úr henni eins og mér þykir hæfilegt. Það verður að hafa einhverja stjórn á þessu.
Passið ykkur að taka því rólega í jólaösinni
þriðjudagur, desember 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ef ég tek því rólegar þá sofna ég
það viljum við ekki.
áfram drengur
Rrrrr. Skrítið kommenta kerfi. Ég var búin að skrifa haug - sem hvarf. Nú fær enginn að vita hvað í brjósti mér býr..
Skrifa ummæli