veikind, hélduð þið að það væri að mér? Ég er fúl út í sjálfa mig fyrir að hafa gert stafsetningarvillu- og enginn sagði neitt. Útkoman varð samt fyndin- veik kind :p
En að öðru.
Það er gott að við Íslendingar drekkum svona mikið. Hagnaðurinn er gríðarlegur fyrir ríkið og stundum er almúgafólk eins og ég svo heppið að hljóta örlítinn bita af kökuni. Þar sem ég er innundir í Áfengisverslun ríkisins var mér ásamt Ólöfu Jónu boðið á hið árlega jólaball. Ég hef heyrt af þessum veislum og sjálfsagt oft verið boðið en ekki séð ástæðu til að skoða þetta nánar fyrr en nú, þar sem blessað ungviðið hefði nú sjálfsagt gaman af þessu. Í minningunni blundar óljós minning um hrútleiðinleg jólaböll þar sem margir krakkar voru samankomnir í e-um dimmum kjallara (þetta var e-hver vetingasataður að ég held) og mandarína frá jólasveininum sem var reyndar stórfínt.
Veislan í dag var ekki svona.
Þegar inn var komið gat maður sest við hvaða uppdekkaða borð sem var. Á því var kaffi og Nóakonfekt eins og maður gat í sig látið. Eftir stutta stunda byrjaði ballið og steig á stokk engin önnur en fyrrum Stjórnin eða Grétar og Sigga. Ólöf Jóna missti sig næstum af gleði, enda konfektið að byrja að kikka inn.
Við dönsuðum svolítið í kringum jólatréð þangað til María og Masi bættust upp á sviðið. Þeir sem þekkja ekki Siggu, Maríu og Masa hafa augljóslega ekki horft á Söngvaborg 1,2 eða 3. Þetta eru átrúnaðargoð eins og Jón Páll og Siggi breik voru.
Skemmtikraftarnir sendu svo fullorðna fólkið í kaffi- en hlaðborð með allskyns kökum og heitum réttum ásamt 3 mismunandi kjötréttum og salötum biðu! Þessu gat maður skolað niður með eins miklu gosi og maður gæti þambað og ekki laust við að upp hafi vaknað þörf fyrir að hamstra gosdósir og trópífernur, slík var ofgnóttin. Svo komu börnin í kaffi og vinsælastar voru hrískökurnar (sem var auðvitað nóg af fyrir alla) og súkkulaðikökurnar. Það þarf varla að taka fram að ástandið á börnunum var vægast sagt orðið svaðalegt á sykurmælikvarðanum, en furðuróleg voru þau samt.- Miðað við allt saman.
Svo komu jólasveinarnir og eftir jóladans og jólajóla fengu allir poka með bangsa og ...hvað haldið þið- jú, aðeins meira nammi.
Og allt þetta var ókeypis. Það gerist ekki svo oft nú til dags.
Ég tók mér til gamans nokkrar myndir af dömunni á leið heim í bílnum til að skoða hvað hún umbreytist þegar komið er á þetta sykur-level. Myndirnar eru ólýsanlegar.
Ólöf Jóna pantaði strax að mæta á þetta næsta ár þegar hún er orðin 4. ára.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég hlýt að mega koma bara sem starfsmaður á næsta ári, eða fyrrverandi starfsmaður eða hvernig sem það verður.
Mitt innra barn hlýtur að vera svo hrikalega skemmtilegt að ég slepp sem barn
já og taktu gest með... það er nóg til af öllu
Hey, hvar eru þessar myndir?
Skrifa ummæli