2 dagar til jóla og allt virðist ætla að ganga upp. Eins og það gerir reyndar alltaf.
Er reyndar ekki búin að vera neitt jólastressuð að ráði nema í gær, hluta úr degi. Ég var semsagt að kaupa jólaskó á Ólöfu Jónu og hefði ekki ætlað að það væri mikið mál! En það var öðru nær. Skórnir á höfuðborgarsvæðinu voru einfaldlega búnir. Allavega allir hvítir og ljósbleikir. Endaði niður á Laugavegi í barnafataverslun og keypti þar skó sem ég var ekki einu sinni sátt með! En ákvað bara að láta staðar numið þarna.
Í gærkvöldi rúntuðum við austur í Hveragerði skoðuðum hús þar. Reyndar ekki innandyra þar sem fólkið er flutt úr húsinu, en kíktum á alla glugga og þetta er draumahúsnæðið.
En nú er bara að leyfa jólunum að líða og fara svo að ath. hvort maður sé lánshæfur fyrir ósköpunum. Það væri óneitanlega gaman ef þetta yrði hægt:)
Það er pottur úti á pallinum! Þarf að segja meira?
Á leiðinni heim fundum við okkur jólatré sem stóð bara þarna og bað um að láta saga sig. Þetta var hvort eð var á landi sem verður komið undir malbik eftir áratug.
Semsagt góður rúntur til vonandi framtíðarheimilisins og arðbær upp á jólatréð að gera.
Jæja, best að fara pakka inn jólagjöfum.
Það þýðir ekki að slá slöku við þessa síðustu daga...
Eruð þið orðin full eftirvæntingar yfir jólunum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þjófur:)
já það er komin smá hlökkun í mig.
Búin að öllu sem ég ætlaði að gera, og rólegheit fram til klukkan 5. Þá er farið í fjörðinn að matast og opna PAKKANA....MÚ HAHA....
Jahá, í mynningunni finnst mér sem Ísland sé land allsnægtanna þar sem aldrei neitt selst upp... en það á sér greinilega undantekningar ;)
Skrifa ummæli