
Hér fyrir ofan er hún um hálftíma gömul og engu líkara en að hún sé að biðjast vægðar í þyngdar og lengdarmælingunum enda mikið lagt á litla písl. Hún mældist s.s. tæpar 10 merkur (2420 gr)og 46 cm.
Hér getur að líta ótrúlega stolta foreldra sem dást að litla undrinu og átta sig bara ekki á hvaðan það kom (svona "ó" fræðilega séð;) Ég er líka að pæla í hvernig í fjáranum ég eigi að halda lífi í henni...!


Orðin 1 mánaða og í myndatöku f. skírnarboðskortin í gamla skírnarkjólnum mínum:)
2ja mánaða með gullkross sem hún fékk í skírnargjöf. Farið að bætast talsvert í kinnarnar enda tók ég því mjög alvarlega að svelta alls ekki barnið:)
Eitt af fyrstu brosunum sem náðist á mynd og auðvitað er það mamman sem vekur svona mikla hamingju ;) Eins gott að njóta þessa tíma á meðan maður er miðpunktur alheimsins hjá barninu:D
Lítil budda komin með þessi flottu læri og alles:) 3ja mánaða.


...en ekki gaman þegar grauturinn er búinn. Grenjaði mikið þegar hann var búinn og er þarna að tékka hvort það sé örugglega ekkert meira í boði. Ég gat nú ekki staðist þetta og bjó til meiri graut f. blessað barnið.
6 mán. afmælisstelpa. Finnst voða gaman að standa með hjálp. 


Að smakka/naga gulrót í fyrsta sinn. Mjög gott að fá kalt á góminn. Engar tönnslur samt farnar að gægjast:)
3 ummæli:
Hún er svo fótógenísk þetta barn :) alveg dásamleg
Til hamingju með hálfa árið
Vá, hvað tíminn er fljótur að líða. Og mér finnst hún vera svo stór, er ekki að átta mig á að hún sé bara 6 mánaða. Ertu viss um að hún sé ekki aðeins eldri? Kannski hefurðu eitthvað lesið vitlaust á dagatalið eða eitthvað . . .
Kv,
Sigrún x x x x (einn á mann)x og fyrir Skvísu
Jeminn.. Farin að standa með hjálp og uppáhalds frænkan ekki einu sinni búin að sjá hana með eigin augum.
Skrifa ummæli