föstudagur, desember 05, 2008

Georg Jensen og baðframkvæmdir

Jólin nálgast víst.
Finnst samt ekki eins og þau séu að koma, en er samt svona að reyna að mjaka mér í jólagírinn. Tók aðeins til í dag, skreytti og hlustaði á jólatónlist. Verð nú að viðurkenna að ég komst í smá gír þegar ég hengdi upp Georg Jensen skrautið mitt. Það er svo fallegt.
Á óróann frá 06 og 07. Tengdó hefur gefið mér þá. En ég hringdi samt sérstaklega í hana í dag til að láta hana vita að hún ætti ekki að kaupa óróann í ár því ég sá hvað hann er farinn að kosta og mér myndi líða illa að fá svona dýra gjöf, þar sem við ætlum ekki að gefa dýrar gjafir í ár.
Hann er kominn í 5960 kr. þar sem ég sá hann allavega!!!
Hægt var reyndar að fá eldri útgáfur á 3þús. og e-ð sem er aðeins skaplegra.

En nóg af óróum... maður er nú orðinn meira gamalmennið að hafa áhuga á þessu -hnuss.
Þarf náttúrulega ekki að taka fram hvað ég væri til í að eiga aðventukertastjakann frá þeim.
En jæja, nóg af þessu rugli, og ég meina það :)

Erum aðeins að taka baðið í gegn hjá okkur. Erum að vanda okkur mikið og leggjum mikið í þetta. Fór svo að pæla hvort það væri ekki vitleysa ef maður missir húsið...
En við munum allavega búa hér frítt (þannig séð) til nóv. 2011 þar sem frysting ÍLS er í vinnslu. Það tekur bara óhemju tíma hjá þeim að afgreiða þetta... líklega nóg að gera hjá þeim.
"Bara" að borga fasteignagjöldin sem eru um 250 þús á ári. Algjör geðveiki. Mætti halda að við byggjum ofaná olíuauðlindum.

Sigríður Katla dafnar vel. Er farin að góla þar til maður tekur hana upp, þau eru snögg að læra. En hún er nú yfirleitt voðalega góð og er foreldrum sínum ekkert of erfið. Hún þyngist dag hvern og er bara hreinlega farin að síga aðeins í þegar maður heldur á henni. Merkilegt hvað hún getur þyngst hratt.

2 ummæli:

Aldís sagði...

Ég var búin að skrifa heil ósköp hér um daginn og gat ekki sent það alla leið á síðuna. Verst að ég man ekki hvað það var. Sennilega eitthvað um óróana. Þeir eru líka svona dýrir hérna.
Það er samt ekki það sem ég ætlaði að segja... Ojæja..

margrét sagði...

Nú, þá eru greinilega fleiri en þú í vandræðum með að kommenta... Lilja (Þórarins) gat það ekki heldur... Hlaut að vera að ég fengi engin komment;)