Mikið er nú langt síðan ég bloggaði síðast. Efast um að nokkur detti hérna inn ennþá. En undanfarið hef ég staðið í ströngu við að ala upp hvolp sem er dóttir Díkó okkar. Ætla að koma inn mynd af litlu dúllunni. Ég ætla mér samt að koma henni á annað heimili. 1 hundur er feykinóg!
Svilkona mín benti mér reyndar á að 1 hundur jafngilti 4 köttum. Nokkrum dögum síðar bað hún mig fyrir kettina og kettlingana sína því þau fjölskyldan eru að fara til Alsír. Mér fannst þetta pínu fyndið. En auðvitað tek ég að mér kettlingana. Þetta verður líflegt heimili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli