fimmtudagur, desember 07, 2006

ég er rosa klár!

Mér tókst einni og óstuddri að setja inn linka og vantar nú bara linkinn hennar Önnu vinkonu...er búin að gleyma slóðinni á blogginu hennar- Anna, hvað er slóðin aftur?

Dagurinn í vinnunni var svolítið klikkaður. Dagurinn byrjaði á því að einn rauk úr skólanum en var pikkaður upp á leið í vinnu til mömmu sinnar og kom stuttu fyrir frímó í fylgd mömmu sinnar- ljúfur sem lamb af hræðslu við að þurfa að fara til aðstoðarskólastjórans.

Hitt atvikið átti sér stað eftir nesti, þá voru strákarnir að fara í annan tíma og einn gerði sér lítið fyrir og stakk stórri gerð af bréfaklemmu sem hann hafði mótað í V á kaf inní innstungu!! Það sló út á öllum ganginum og bréfaklemman brann upp að hluta! En sem betur fer er einhver lekaliður sem slær öllu út um leið og eitthvað svona gerist. Annars hefði ég getað setið uppi með raflostaftöku fyrir framan heilan bekk, huggulegt maður!
Barnið sakaði ekki neitt og djöfull var hann heppinn. Ég fékk vægt sjokk en varð að láta aðra um þetta þar sem ég átti að mæta í myndmennt hjá 3. bekk.

Já, það getur verið fjör að vera kennari.

Aldísi vil ég að lokum bjóða velkomna á mölina aftur eftir veturlanga setu (og gott betur?) norður í landi. Til hamingju með íbúðina, Furugrund er fínn staður.

2 ummæli:

Birna Rún sagði...

er ekki kominn skemmtilegur jólatryllingur í börnin?
Kannski bara komin i frí?

Nafnlaus sagði...

Þau voru orðin hálf-klikkuð undir það síðasta. En nú er allt slíkt víðsfjarri, þar sem ég hef verið í fríi í 2 heila daga.