Það hefur einfaldlega ekkert verið að gerast hjá mér undanfarið.
En ég get nú áreiðanlega tínt einhverja atburði til....
Síðustu helgi skruppum við til Víkur í Mýrdal og gistum í Royal Cruiser-num fyrstu nótt ársins. Ætluðum að keyra á mótorhjóli upp á fjallið (man ekki hvað það heitir..) sem er við hliðina á Vík. Þar voru víst einvherjar herstöðvar sem eru að hruni komnar núna. Við ákváðum að stefna ekki lífi okkar í hættu (kemur mér samt á óvart að Bubbi pældi í svoleiðis) þar sem of mikill snjór var fyrir hjólið á veginum. Fórum í fjöruferð og skoðuðum hella og fleira flott þarna í nágrenninu.
Um kvöldið bauð svo minn heittelskaði mér út að borða í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Það var einstaklega góður humar sem ég fékk mér og munaði engu að ég fengi hann fríkeypis þar sem þjóninum tókst næstum að sulla súpudisknum niður á mig. En ég slapp og ekki veskið hans Bubba:p
Einnig fórum við í bíó í VIP (enda enginn hallæris-lýður þar á ferð) í vikunni á einhvern framtíðarþriller. V for Vernadette eða e-ð álíka. Úff. Mæli ekki sérstaklega með henni....
Næstu helgi verður allt að gerast. Ferming hjá frænda mínum, pabbahelgi og síðast en ekki síst, grillveisla hjá PABBA hans Bubba. Ég hef aldrei hitt manninn, enda hefur hann verið búsettur í Suður Afríku en er loksins að koma í heimsókn að sjá öll börnin sín og barnabörnin sem hafa fæðst og skírst og...
jæja, best að fara að koma sér á námskeiðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Klæddu Ólöfu sem strák og segðu að þetta sé Ólafur. Mwahahah
annars takk fyrir að blogga loksins:)
Hej Margrét. Vi har læst hvad du har lavet i weekenden, det er meget spændende. Knus fra Mette og Helle. -Skriver snart!
Skrifa ummæli