Bollulegur engill.
Í tilefni af því að daman er orðin hálfs árs er réttast að tipla á helstu afmælum og "viðburðum" í lífi hennar ;)
Hér er hún orðin 4ra daga þannig að hún lifði fyrstu dagan af... enda ekkert við öðru að búast svosem. En samt... Ósköp er hún lítil þarna :o
Eitt af fyrstu brosunum sem náðist á mynd og auðvitað er það mamman sem vekur svona mikla hamingju ;) Eins gott að njóta þessa tíma á meðan maður er miðpunktur alheimsins hjá barninu:D
Það er gott og gaman að borða...
6 mán. afmælisstelpa. Finnst voða gaman að standa með hjálp. 
Að smakka/naga gulrót í fyrsta sinn. Mjög gott að fá kalt á góminn. Engar tönnslur samt farnar að gægjast:)
Farin að geta setið sjálf í Bumbo stólnum sem við fengum frá GJ vinnufélögum :)