Er aðeins að dunda mér í skrappinu. Er svona rétt að koma mér í gang.
Hér getur að líta fyrstu blaðsíðuna í lífsferli Sigríðar Kötlu. Þetta er alveg "made from the scratch" ;)
Er svo að verða búin með bls. nr. 2. sem eru bara bumbumyndir eins og bls. 3 verður líklega auk sónarmynda:)
Brenda gaf mér fullt af skrapp-skrauti og bókina sjálfa frá USA og ég á líka ýmislegt smálegt svo það er engin afsökun fyrir því að vinna ekki aðeins meira í þessu.
4 ummæli:
En sniðugt hjá þér. Á Sigríður svo að taka við þegar hún er komin til vits og ára?
Já, það er meiningin. Ef hún kemst ekki í þetta fyrr og tætir þetta ;)
Dugleg. Svona lagað er ómetanlegt. Vildi að mamma hefði gert eitthvað svona fyrir mig.
Á praktískari nótum, þú veist þetta nú sennilega, en ekki nota upprunalegu sónarmyndirnar - þær eru nefnilega prentaðar á pappír sem gulnar með tímanum...og á alveg mettíma í hita. Borgar sig að láta skanna þær inn og prenta afrit.
Já, það var einmitt búið að benda mér á þetta, en takk samt :)
Ég tók bara mynd af þeim og prentaði þannig út, en fattaði ekki að skanna það inn. Hefði nú komið út í enn betri gæðum þannig náttúrulega...
Skrifa ummæli