mánudagur, nóvember 24, 2008

Barnið lifði af pössun;)

Já, sá merki atburður átti sér stað að við Bubbi fórum í bíó saman. Sigríður Katla var hjá Leu frænku sinni á meðan og var því bíóið valið m.t.t. til búsetu hennar en við fórum í Smárabíó og yrðum því bara um 5-10 mínútur að bruna yfir hæðina ef hún yrði brjáluð.

Ég hafði talsverðar áhyggjur af því að skilja hana eftir, ekki af því að ég treysti ekki Leu heldur var ég bara hreinlega ekki viss um að barnið myndi lifa aðskilnaðinn af!!
Hringdi strax í Leu í enda götunnar, en ég hafði gleymt að segja að barnið þyrfti að ropa og svo þyrfti að skipta fljótlega á henni...
Dauðlangaði að hringja í hléinu, jafnvel fyrr... en hugsaði sem svo að Lea hlyti að hringja ef þess þyrfti.
Mér tókst að hringja ekkert.
Myndin var fín, fórum á James Bond. Mikið svakalegur töffari er maðurinn -og flottur.

Það truflaði mig hins vegar svolítið að ská fyrir framan okkur sat drengur sem bilaðist alveg í orðsins fylllstu merkingu ef það kom spennandi atriði. Þá byrjaði hann að hossa sér í sætinu, veifa höndunum og hrista hausinn eins hratt og hann gat. Og þetta var allt framkvæmt í einu...
Það var soldið fyndið að sjá þetta... en auðvitað var þetta samt ekkert fyndið sko... greinilega veikur á ferð.
En þetta orsakaði það að ég missti stundum úr spennuatriðunum, slíkur var djöfulgangurinn.

Annars gengur vel með litlu Sigríði Kötlu. Hún varð 2ja mánaða í gær og stækkar og dafnar rosalega vel.
Hún er reyndar farin að taka aríur á kvöldin. Byrjar um kl. 23-miðnættis og stendur þetta yfirleitt nákvæmlega í 3 klst. Þannig að við virðumst hafa þetta vandamál sem við Sigrún vorum að tala um, um daginn.
En í gær gladdi barnið mig og sleppti þessu kasti sínu. Þannig að við mæðgur gátum lagt okkur um 1. Eftir að hafa horft saman á Dexter.

Að sjálfsögðu verða örfáar myndir að fylgja með :)
Keypti þennan skemmtilega galla á Eskifirði í sumar. Var svo að geyma hann voða vel þar til hann myndi passa, en minnstu munaði að hún yxi framhjá honum án þess að nota hann nokkurntímann.

Við fórum í göngutúr um daginn. Fyrsta sinn sem litlan fór í vagninn. Svaka fínn Abbey Road stíll á þessu;)

Stundum gerum við æfingar. Er samt ekki nógu dugleg að láta hana gera þetta en þetta er góð æfing til að þjálfa höfuð-upphald.

Svona vorum við fínar á skírnardaginn:)

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Skírn eftir 2 daga

Jæja, best að sinna þessu bloggi aðeins. Hef hvort eð er ekki nennt að blogga inn á barnaland og það er óþarfi að leyfa ykkur ekkert að fylgjast með litlunni, sem er nú að fá nafn eftir 2 daga. Það verður gaman að farið að geta notað það "in public":)

Skírnin er s.s. eftir 2 daga og þó við séum bara að bjóða því nánasta eru boðsgestir komnir upp í 35!! Veit ekki hvernig þetta gerðist, en það er gott að eiga marga að:)



Er búin að vera að vinna í þessu í nokkra daga og nú eru bara nokkrir hlutir eftir s.s. að finna sokkabuxur á stelpurnar (Tuski í Hveragerði er ekki að standa sig, þarf því að fara alla leið í Rvk að finna sokkarbuxur), kaupa buxur á Bubba en hann "vex" alltof reglulega upp úr þeim sparibuxum sem hann á. Ætla líka að sækja skírnarkjólinn á morgun en hann er á saumastofu þar sem verið er að sauma nafn stelpunnar í borðann. Ólöf sér um skírnarkertið og ég hringdi áðan og lét skreytingarkonuna vita nafnið og hún lofaði að pakka kertinu vel inn svo nafnið sæist ekki:)

Skírnarkakan er í bakstri og verður sótt á laugard. Hún var nú smá hausverkur en konan í bakaríinu sagði að hún vissi ekki til að það væri hægt að fá skírnarköku m. súkkul.bragði!! og vélaði mig til að panta svampbotna og fromage m. ávöxtum... yuck!

Minnir mig bara á svampklessurnar með rjómanum og perunum í gamla daga sem voru í öllum afmælum.

En ég talaði við bakarann sjálfan áðan og auðvitað er ekkert mál að hafa súkkul.botn. Reyndar verður hann ljós á lit, en m. súkkul.bragði og svo með jarðab. og súkkul.fromage. Reyndar með smá perum í öðrum frómassnum. Og svo sykurmassi yfir, svo hún verður skjannahvít.

Vona að hún verði rosa flott.

Hlakka bara ansi mikið til dagsins. Bubbi ætlar að segja nafnið og ég er að hugsa um að halda á henni.

...Gleymdi að setja þetta inn á netið f. 2 dögum... skírnin er s.s. í dag, sem þýðir að ég hef engan fjárans tíma til að hanga á netinu... Enda hætt núna:)