fimmtudagur, september 18, 2008

Vagnamál

Nú er ég að hugsa um að kaupa mér hvorki meira né minna en nýjan vagn. Dugar ekkert minna f. prinsessuna.
Er búin að eyða hóflega litlum tíma í að þykjast leita að notuðum vagni en nenni því ekki lengur, auk þess sem mig langar innst inni í nýjan vagn :þ
Vorum komin með vagn sem er n.k. fjölskyldueign, og var búin að þvo allt lauslegt af honum og svo var Bubbi að pússa ryðið af stellinu og þrífa felgurnar og svona síðustu helgi.... og mér eiginlega féllust hendur. Langar bara ekkert að nota þennan vagn...
Of ryðgaður og of lágur og svona e-r smáatriði sem ég læt fara í taugarnar á mér.

Er búin að vera pæla í 2 týpum: Emmaljunga Duo Combi úr Vörðunni sem er eiginlega samt of lítill... en hrikalega flottur.
Og Simo Combi úr Fífu sem er líka svona kerruvagn en samt mjög voldugur og þá þarf ég bara að kaupa góðan kerrupoka því hann fylgir ekki með, en þess í stað fylgir honum góð regnslá og flugnanet.
Hef séð einn góðan kerrupoka í 66° -Ekki ókeypis, frekar en vagninn, en er hægt að nota með 5 punkta festingum sem er einmitt það sem þarf f. Graco bílstólinn... Ætli ég fari ekki af stað á morgun og versli þetta allt saman.
:D

Já, eins og þið heyrið er ég alveg á kafi í þessum pælingum.
Á orðið afar erfitt að einbeita mér í vinnunni... Vil miklu frekar hanga í barnabúðum og á barnasíðum.
Eins gott að það er farið að róast mikið í vinnunni :)

Heilsan er ágæt. Ofreyndi mig reynda aðeins í gær en ég notaði hádegishléið til að skoða í Ólavíu og Óliver og hékk svo í klst. eftir vinnu í Fífu og spekúleraði og pældi og fór svo beint upp í Krónuna. Þar þurfti ég að hanga á innkaupakerrunni í 10 mín. v. sokkarekkann og anda mig í gegnum samdrætti og ferlega verki til að meika það að komast á kassann.

Lá svo bara það sem eftir var kvölds í gær og er að reyna að taka því rólega í dag.
Verkefni dagssins er að skipta um á rúmum og setja sængina og aukahluti í vél þvi ég svitna alveg agalega á nóttunni. Skil ekkert í þessu!?

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahérnahér,bara brjálað að gera.Þú verður að koma strax með annað barn til að nýta allt barnadótið :-)
Annars færð þú HRÓS mánaðarins frá mér fyrir að vera duglegust að kvitta á svakalega bloggið mitt...
Flott samt hvernig ég náði þér með BENSINN.
ég ætla ekki að hafa neinar yfirlýsingar með neitt varðandi Afríku flutning fyrr en búið er að skrifa undir,ég kem auvitað heim og skipti mér aðeins af uppeldinu hjá þér og sonnnna.
En farðu vel með þig.

Nafnlaus sagði...

Ég bætti þér á vinir hjá mér þá er miklu fljótlegra að kíkja við :-p

Nafnlaus sagði...

ÉG fékk mér simo vagn , hann er æðislegur, fékk svo rosalega góðan poka frá systur minni í vagninn... skil þig vel varðandi vagninn, ég keypti mé svo notaðann vagn á svalirnar á 4 þús minnir mig..
verður gaman að sjá myndir ... það styttist óðum í þetta hjá þér skvísa...
ps
rosa flott kúlan þín... ég sakna stundum minnar hahahahaha...

Nafnlaus sagði...

ps Guðrún
loksins gat ég birt commentið mitt og já takk fyrir öll sætu kommentin á mína síðu.
kveðja
Guðrún (þú veist hvaðan og hver)

Helga sagði...

Simo rokkar! Luna fékk einmitt simo duo vagn í sumar. Hún tekur ennþá hádegisblundinn í vagninum, orðin 20mánaða gömul!!! Þvílíkt góður vagn. Stoltur eigandi...liggur við að maður sjáist úti á plani að bóna vagninn...

Samdrættir líka á þessum bæ, alltaf verið að senda mig í rúmið að hvíla mig. Uppgötvaði að barnamyndir setja af stað samdráttahrinu. Frekar fyndið.

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég hafi aldrei verið eins spennt að bíða eftir bloggi eins og núna.
Hlakka til að sjá NÝTT frá þér.
Kossar og knús frá okkur öllum
Lilja

Helga sagði...

Nú? Er eitthvað búið að gerast?? Svakalega forvitin.

Nafnlaus sagði...

Ætla að leyfa mér að kjafta hér.

Margrét og Bubbi eignuðust stelpu þann 23. sept rétt fyrir miðnætti.
10 merkur og 46 cm.

Nafnlaus sagði...

Hamingjuóskir með litlu stúlkuna til ykkar allra. Á ekki að fara að koma með mynd fyrir okkur sem búum svo langt í burtu frá ykkur?
Bestu kveðju frá frændfólkinu Hvammstanga

Helga sagði...

Vá! Til hamingju Margrét, Bubbi og litla prinsessa!
Gekk ekki allt vel?

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU .... vonandi hefur allt gengið vel og allir séu í góðu standi... sú hefur viljað drífa sig :o)
kveðja
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Til hamingju og vonandi gengur allt vel.

AP sagði...

Vá bara fædd!!! Greinilega alltof langt síðan ég kíkti á bloggið hjá þér síðast Margrét mín. En innilega til hamingju með stúlkuna, vona að þið hafið það gott og allt gangi í haginn...

Bestu kveðjur
Anna & co.