þriðjudagur, september 30, 2008

Prinsessan mætt á svæðið


Spenntir tilvonandi foreldrar að bíða eftir að fá starttöfluna:) og svo splunkunýja pæjan :)









Loksins bloggar maður um herlegheitin.
Komum nú ekki heim fyrr en í gær eftir langa viku á Landspítalanum.

Missti s.s. vatnið á mánud.kvöldið 22.9 og brunuðum beint á Lansann. Var sett af stað tæpum sólarhring seinna kl. 18:00 m. hálfri tungurótartöflu og hún virkaði svaðalega vel.
Voru komnir reglulegir samdrættir kl. 18:30 og fyrsta hríðin 18:55.
Þetta byrjaði strax að ganga mjög hratt og enginn tími gafst til að láta renna í baðið, setja diskana sem ég hafði komið með, í spilarann eða fá nálastungur.
Hékk á glaðloftinu sem virkaði nú ekki skít... var komin í hæsta skammt áður en langt um leið og þáði sko mænudeyfingu sem kom samt ekki fyrr en c.a. 21:00. Það var alltaf svo stutt á milli hríða að læknirinn varð á endanum að koma mænu-leggnum fyrir þó ég væri í hríðum. Þurfti bara að vera rosalega kyrr, svo hann myndi nú hitta á réttan stað. úff, var smeyk um að e-ð færi úrskeiðis í þessu poti hans, hann hitti nú ekki í fyrri tilraun :o Þetta er svo viðkvæmur staður.
Og jessús minn, hvernig fóru konur að hér áður fyrr. Skil ekki afhverju konur reyna að leika hetjur og ætla að fæða náttúrulega. Það er ekkert náttúrulegt v. þessa verki!!
Fékk ábót á deyfinguna um kl. 23:00 en það virkað nú lítið fannst mér enda var þá útvíkkun lokið og daman byrjuð að troða sér út. Um tíma leit þetta ekki vel út, hjartslátturinn hennar benti til streitu og teknar voru 2 ástungur úr kollinum á henni sem var farin að gægjast. (til að kanna lífsmörk) Fyrri stungan kom víst illa út og Bubbi heyrði keisara nefndan, heyrði það sem betur fer ekki, enda gat ég bara einbeitt mér að einu, að koma krakkanum út.
Reynt var að flýta enn meira fyrir með því að troða á hana sogklukku og lýsti Bubbi því eftir á að læknirinn hefði togað af þvílíku afli og notað rúmgaflinn til að spyrna sér frá... úff, enda líktist þetta svona eins og það væri verið að toga innyflin út úr mér.
En sogklukkan hrökk í bæði skiptin af.
Seinni niðurstaðan kom betur út, en þá skipti það ekki máli, hún var mætt á svæðið kl. 23:33.
Og vá hvað mér brá að fá hana allt í einu skellt í fangið á mér. Vá hvað hún var falleg. Er handviss um að þetta er fallegasta barn sem fæðst hefur :)
Og lítil var hún, litla grjónið. Bara 10 merkur og 46 cm. Enda rifn í lágmarki, sem er gott mál:)
Hún fæddist s.s. 36 vikna og 6 daga.
Og þar sem hún náði ekki 37 vikum (munaði nú bara hálftíma) og náði ekki 3000 gr. (var 2420) var ekki í boði að fara í Hreiðrið. Það þótti mér ferlegt því Bubbi má ekki vera með mér niðri á sængurkv.gangi. Rosalega var erfitt þegar hann fór um nóttina. Og hrikalegt hvað krakkinn sem konan átti sem deildi með mér stofu, grenjaði rosalega mikið.


Stóð mig samt bara voða vel þar til ég var vakin aðfaranótt sunnudags og látin vita að í stað þess að fara heim daginn eftir væri stelpan að fara í kassa strax. Þá var mér allri lokið. En hún var nú bara rúman sólarhring í hitakassa v. gulu og svo fórum við heim í gær.






Allan tímann sem við vorum inni var hún í stífu 3 tíma gjafaprógrammi og yfirleitt fékk hún mömmumjólk sem við sprautuðum upp í hana því hún var svo löt. En við æfðum okkur í brjóstagjöf og þegar heim var komið hefur allt gengið eins og í sögu:D
Mættum niður á Landsann í morgun til að mæla guluna og hún var mjög lítil svo við erum sátt.
Mamma fór á e-n stjörnuvef 3 mín. áður en hún fæddist og hún er vog í öllum merkjum (sól, mars, venus og merkúr) nema í tungli, sem þýðir tilfinningar og dalgeg hegðun, þar er hún krabbi.
Þetta verður s.s. yndisleg blanda af tilfinningasamri óákveðni :)
En auðvitað hefur uppeldið mest að segja og við ætlum sko að vanda okkur og hún fer sko í háskóla að verða e-ð merkilegt :D

























12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ji hvað hún er falleg!!! :) Til hamingju með hana! Frábært að heyra að þið séuð komnar heim og allt sé eins og það á að vera :)

Bestu kveðjur
Anna

Nafnlaus sagði...

Ji hvað hún er sæt. æðislegt að allt gangi vel heima.
Leyfi Ólöfu kannski að hringja í ykkur á eftir hún er svo spennt yfir þessu öllu og er sko alveg að rifna úr monti.
Kv Íris og co

Nafnlaus sagði...

Hún er æðisleg .. og ég sé soldin mömmusvip á henni held ég bara... gangiykkur vel og innilega til lukku.
kveðja
Guðrún sem átti sko 2O MARKA BARN!

Helga sagði...

Æ, hvað hún er nú sæt. Bara brosir strax! Greinilega klár lítil prinsessa, sem veit að prinsessur láta jú hafa svolítið fyrir sér.

Get ekki annað en brosað að sögunni þinni. Sérstaklega þegar maður er búinn að hlusta á allar þessar 'jóga - náttúrulegu sögur'. Ætlarðu ekki að senda þína???? hihi
Knús á ykkur öll og aftur til hamingju.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með stelpuna :-) ekkert smá falleg

Kveðja Arndís

Nafnlaus sagði...

Til hamingju dúllurnar mínar..Greinilega gullfalleg eins og foreldrarnir...Ég á nú erfitt með að setja mig í þín spor hvað varðar fæðingu...Ég panta bara tíma og læt ná í þessi kríli...
Kveðja
María og Erna Ólöf.,..Kyssið hvort annað og Ólöfu Jónu...

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með prinsessuna. Hún er ekkert smá falleg og flott daman.
Gott að heyra að allt gangi nú vel og að þið séuð komin heim. Njótið nú litla gullmolans ykkar og þessa yndislega tíma.

Bestu kveðjur,
Una Hlín

margrét sagði...

Takk. f. kveðjurnar.
Já hún er dásamleg.

Guðrún, ji, var hann 20 marka!! Vá. Þú ert ansi dugleg.
já og takk f. að líkja henni v. mig. Mér finnst hún hafa nef og eyru og tær frá pabba sinum. En kannski minn munnsvip:) Reyndar er til ungbarnamynd af mér sem er ekki svo ólík henni...

Helga: já hehe, finnst þér ekki sagan mín passa vel í jógatímann hahaha. Ekkert bað eða Grace diskur. En reyndar hjálpaði öndunin mér að þrauka þar til mænudeyfiingin kikkaði inn.
náttúrulega - my ass.

Nafnlaus sagði...

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ STELPUNA.
Gullfalleg og algjör dúlla. Verð bara alveg sjúk að sjá myndirnar...heyrir þú ekki klingið yfir í Borgarhraunið? ;o)
Hafði það rosalega gott öll þrjú og við biðjum að heilsa.
Kveðja
Jónína, Óli og Alma Björk

Nafnlaus sagði...

Jiminn eini hvað hún er falleg og innilega til hamingju með hana (fer samfellan henni ekki vel?) Mér finnst ég sjá svip með henni og Natalíu þegar hún fæddist :0
Hún fæddist líka á flottum degi,en sem betur fer ekki með sama veseni og minn...
Ég hlakka mikið til að KNÚSA hana.
Kv,Lilja

margrét sagði...

jú samfellan fer henni æðislega :) hún fór í henni heim.Þarf að setja inn mynd af henni í henni.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með prinsessuna, hún er alveg yndisleg.

Tóta, Hildur og Rúna Sif

x x x