þriðjudagur, september 09, 2008

Jóladagur!?

Vá hvað ég hef það gott í dag.
Nóttin gaf af sér betri svefn en ég hef náð lengi:)
Vaknaði bara 2x v. samdrátta, 2 x vegna hrota í Bubba (sem hrýtur óvenju mikið þessa dagana vegna þess að hann tognaði á hálsi við að bera inn nýja sófann f. helgi og þessar bólgueyðandi töflur láta hann hrjóta ferlega) og fór einu sinni á klósettið.
Alltaf sofnaði ég strax aftur sem er yfirleitt ekki vaninn. Þvílíkur unaður:D

Leið eins og það væri jóladagur í morgun. Veit ekki hvort maður sofi eitthvað óvenju vel þá og hvers vegna ég tengdi þennan morgun við jóladag, en þá er maður að vakna eftir gott át kvöldinu áður og í hreinum rúmfötum. Gerist varla betra.
Át nú samt bara súrmjólk í kvöldmat í gær og rúmfötin ekki alveg hrein...

Helgin var fín. Bubbi lá reyndar alveg frosin út af tognuninni og mátti sig hvergi hræra.
Á laugard. fórum við Sara (sem gisti hjá okkur 1 nótt) og Ólöf Jóna í heimsókn til Brendu ömmu þeirra en hún er búin að flytja hjólhýsið sitt nær Selfossi svo það er styttra að skjótast. Hún leyfði þeim að fara aðeins á bak en hryssan kastaði þeim af sér eftir smástund.
Ólöf Jóna er orðin soddan hestakona (fór á reiðnámskeið í sumar og allt) að hún vildi fara strax á bak aftur eftir smá grenjur -þetta var nú líka soldið fall f. 6 ára stelpur, en Sara er líklega læknuð af hestaáhuga f. lífstíð greyjið. En við teymdum allavega hestinn og var hún sátt með það.

Er svo í fríi í dag en í dag er fyrsti dagurinn á 60% vinnuhlutfallinu. -Algjör lúxus.
Ætla að vera dugleg að slappa af svo samdrættirnir minnki nú svolítið og ég meiki vinnudaginn á morgun vel. Er farin að finna f. þessari blessuðu grind en er samt eiginlega bara fegin með það, því það hlýtur að þýða að hún sé að gliðna e-ð, sem aftur hlýtur að leiða til auðveldari fæðingar... Ég ætla allavega að trúa því;)

Enda styttist í áætlaðan lendingardag stelpunnar.
Hún er væntanleg eftir 5 vikur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég fer bara að öfunda þig af letilífinu heima. ekki svo mikið af nætursvefninum.