En ég mun s.s. nota nýjan Graco stól sem er afar fínn og öruggur:D
Einnig vil ég þakka óþekktum velgjörðarmanni mínum sem var svo hugguleg/ur að skilja eftir 750 gr. Machintosh dollu stútfulla af bláberjum við þvottahúsdyrnar mínar sem ég sá þegar ég kom út í morgun.
Grunar nú að einhver hafi farið húsavillt. En þetta kom sér afar vel þar sem mig langaði mjög mikið að skreppa í berjamó þar sem loksins stytti upp í gær, en komst ekki þvi ég varð að taka því rólega.
Gott að Bubbi er búin að læra að sulta og getur því hjálpað mér, því ég má alls ekki láta þetta fara til spillis:)
Hér er Ólöf Jóna með kisuna sem við ættleiddum af Sigrúnu. Kisan heitir því skemmtilega nafni: Skvísa Rós. Maður er ekki að kalla á hana utandyra neitt. Það er líka fyndið að heyra Bubba kalla á hana til sín:)
Á "fleygiferð"
Fjórhjólagellan mikla:)
Hér er skólastelpan. Með nýja tösku og nestisbox.
Hún er í bekk sem heitir 1 DJ í Lágafellskóla í Mósó og fékk vonandi góðan kennara og bekkjarfélaga.
Og í lokin ein af mér, komin 33 vikur.
Fór í skoðun í morgun og þar var ákveðið að ég myndi minnka við mig og ætla ég að díla við vinnuna um að vinna 3 daga í viku. Ljósan ráðlagði að vinna frekar 3 heila daga og taka frí 2 í stað þess að minnka daglega vinnutímann, því það er líka álag að keyra á milli. Ég er sko alveg sátt við þetta. Gat ekki staðið lengur en 15 mín. í gær (var að baka smá) en þá byrjuðu að koma ferlegir samdráttar og grindarverkir. Þannig að ég verð bara að sætta mig við það að fara að taka því rólega.
Einnig kom í ljós að stelpan er búin að snúa sér og er því komin í lokastöðu. Hún er samt ekki búin að skorða sig. Annars leit allt vel út, þrýstingur, prótín og bumbustærð í meðaðlkúrfunni.
4 ummæli:
Æj hvað þær eru orðnar stórar og myndarlegar, Ólöf Jóna og kúlan :) En þú ert nú greinilega soldið þreytt!
En þetta með berin... ertu viss um að nágrannarnir séu ekki að reyna að eitra fyrir ykkur :þ
haha, það flaug reyndar í gegnum hugann á mér, en svo hætti ég að pæla í því. Við erum bara í Hveragerði...
Annars er ber-gjafinn fundinn. Það var kunnningi okkar Bubba, kall sem var f. vestan um daginn og kom við seint kvöldinu f. berjfundinn og skildi þetta eftir. Gaf honum rifsberjasultu um daginn.
Hann er líklega að vonast eftir bláberjasultu-krukku líka, sem ég ætla svo sannarlega að láta hann hafa:)
HAHAHA! Var það kannski Gunni Guðmunds á selfossi? Ég hef lent í þessu að fá bara allt í einu BER
Það var frá honum,Mjög sætt af honum.
Gott að heyra að allt gengur "vel".
Bestu kveðjur frá henni Afríku.
Lilja og co.
P.S. Ég vona að litla sæta samfellan passi á litlu sætu dömuna þegar hún LOKSINS kemur.
Já það var einmitt Gunni sem kom með berin góðu. Það er komið í ljós. Agalega sætt af honum. Verð heldur betur að gefa honum krukku af sultu þegar ég kem mér í að sulta þetta. Er búin að gæða mér á þessu og frysti rest.
já samfellan er þvegin og komin í "heimferðar" fatabunkann :)
Þetta er önnur af 2 minnstu samfellunum svo hún verður notuð strax. Það styttist nú vonandi í að hún verði notuð :D
Skrifa ummæli